Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 11
Eitt a( myndvarkum Hreins Friófinnssonar. maöur réöist á hana meö hnífi og stórskaddaði fyrir skömmu. Sér- fræðingum í viögerðum hefur aö vísu tekizt að gera fullkomlega viö tjónið, sem þarna var unnið, en þaö er gert svo vísindalega, aö myndin verður aö vera árum saman í öðru hitastigi, en annars er haft á söfnum. Hví orka þessi 300 ára gömlu verk svo sterkt á nútímafólk? Þegar skoðuð eru gaumgæfilega verk þessara manna, Vermeers Rembrandts og Peter van De Hooch til dæmis, þá verður hálf þunnur þrettándi að virða fyrir sér dótiö, sem kemst á safnveggi undir nafni nútímalistar. Óneitanlega læðist að manni sá grunur, að síðari tímar eigi eftir að farga sem fánýti æði miklu, sem menn komast upp með núna undir merki framúrstefnu — en án þess einu sinni aö kunna stafrófið faglega séð. Eftirtektarvert er að konserthallir fyllast þá fyrst svo um munar, þegar 300 ára gömul músík Beethovens og Mozarts er á efn- isskránni — og til Hollands koma menn í pílagrímsferðir til þess að berja með eigin augum hin 300 ára gömlu verk Rembrandts og Verm- eers frá Delft. Fyrir málara er ógleymanlegt aö sjá þá færni, sem þar birtist. Og það er skemmtilegt á annan hátt að koma í Rembrandtshús, sem er uppá 3 hæðir — sneið í húsasam- stæðu og aðeins snertuspöl frá einu síkinu. Ekki leynir sér, að það hefur verið auðmaður og viröulegur borg- ari á sinni tíð, sem bjó í þessu húsi. Þvílíkir raftar, þvílíkur kjörviður um allt. Og grafíkpressa meistarans varðveitt í einu herberginu. Eins og fram kemur þarnax»g eins í innanhússmyndum margra hol- lenskra málara frá 17. öld, hefur mikiö ríkdæmi veriö saman komið í Hollandi á þessum tíma. Ævinlega er hátt til lofts; miklu hærra en nú tíðkast og enginn var víst að hafa áhyggjur af upphitunarkostnaðinum, sem óhjákvæmilega hefur orðiö vegna þess arna. Á gólfum eru ýmist flísar með skákborösmynstri, ellegar dýrindis teppi og stundum fagurlega unnar glermyndir í gluggum. Hvílíkur munur hefur ekki verið á heimilum hinna skár stæðu borgara í Hollandi og þeirra sem bezt máttu sín á íslandi. Þetta var tímaskeið Brynjólfs biskups, sem þá bjó í moldarkofum í Skálholti og Hallgríms Péturssonar, sem var að vísu alla tíö fátækur. Nýtilegt hús var þá ekki til í landinu að heitið gæti; íbúðahús úr varan- legu efni hafði þá enn ekki verið byggt. Á vorum dögum býr almenn- ingur á íslandi hinsvegar viö ólíkt meiri glæsibrag í húsnæöi en aug- sýnilegt er að fólk veröur aö gera sig ánægt með í Amsterdam og ugg- laust annarsstaöar í Hollandi einnig. Rembrandtshús stendur sem tákn um velgengni málarans á beztu árum ævi hans. Svo fór þó um síöir, að hann varð gjaldþrota og missti þetta glæsta hús; síðasti spöiurinn varð honum annað veifið þungbær. Hann virðist þá hafa fallið í áliti, þrátt fyrir þau afrek, sem hann var þá búinn að vinna, og málaði þá í verkefnaleysi sínu hverja sjálfsmyndina á fætur annarri. Mikil dýrmæti þykja þær nú, en lítið hefur Rembrandt haft fyrir þann snúö sinn, mælt í gulli. Á nokkrum raderingum Rem- brandts er Amsterdam sýnd úr fjarlægð. Það sem hefur þá sett svip á hana öðru fremur, er fjöldi glæstra turna, sem standa uppúr þéttri húsakösinni. Þrjú hundruð árum síðar er svo að sjá, að harla lítið hafi breyzt. Þegar komið er með lestinni utan af því blauta Hollandi, þar sem Jón Hreggviösson hljóp, sællar minningar, þá blasir borgin við, harla lík því sem sjá má hjá' Rembrandt: Turn við turn og vitnar um stórveldistíma þessarar þjóðar, sem átti sér tæpast land og gerði Amsterdam að stað, sem þá var hægt að kalla miöpunkt og nafla heimsins. SiguröurM. Þorsteinsson Ný frumefni verða til, þiðna, leka niður rúðuna. Týnast. FYRSTI Þó að ekkert sé í rauninni, til nýtt undir sólinni. Þá á maðurinn eftir aö finna svo margt. VETRAR- Eins og rööunarlögmál snjó- flygsanna, sem renna niður rúðuna og týnast. SNJÓR Samt veit maðurinn hvaö veröur um snjóflygsurnar, sem þiöna á rúöunni minni og verða að vatni. Eins og frumeindirnar raöa sér í atóminu, raða snjóflygsurnar sér á gluggann minn. En atómin sprengir hann. Eyöir sjálfum sér og týnist. Mynstrin myndast og þiöna. Þau renna niður rúðuna. Týnast. Þegar heröir á vindinum, eykst snjókoman. Ný mynstur snjóflygsanna raðast á gluggann. HeiðrekurGuðmundsson LITIÐ UM ÖXL Nú lækkar sólin á lofti og líður á kvöld. Hver hæó er í skínandi skrúða, en skuggar í laut. Ég horfi til austuráttar, en örskamma stund. Man alla áningarstaði viö ævinnar braut. En einkum þó örlagastundir ojg áhrifavald. Eg vissi að það vofði mér yfir og varaöi mig. En verst er að vera þvíháður og vita það ei. — Gerðu þá uppreisn, því annars er úti um þig. — Og kannski hefur minn hugur þá harðnað um sinn. Því auðvitað átti ég drauma sem ei gátu ræzt. En samt er ég sáttur við lífið og samferóamenn. — En við gestinn, gestinn sem nálgast, ég get ekki sæzt. MISSIR Eg þekki mann, sem missti fót. — En líður eftir vonum vel, því vinir styðja hann. Ég þekki mann, sem missti barn. — En bót er það í sárri sorg að samúð finnur hann. Ég þekki mann sem missti kjark og leitar skjóls á flóttaför. — Við fyrirlítum hann. Ljóðin eru úr nýrri Ijódabók eftir Heiórek Guðmundsson, sem heitir Skildagar og hefur komið út hjá forlagi Helgafells. Vegna mistaka sem uröu viö birtingu þeirra í Lesbók 10. nóv., eru þau endurbirt hér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.