Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 7
Vísir í áttina, yðar hátign Stjórnskipunarmáliö fór herodesar- pílatusargöngu milli alþinga 1865, 1867, og 1869 og stjórnarinnar í Kaupmannahöfn og milli deilda danska ríkisþingsins. Jóni tókst meö mikilli hörku aö hindra samþykkt alþingis á frumvarpi stjórnarinnar 1865 um fjár- hagsmálin og síðan ná samkomulagi um aö taka viðunandi tilboöi í báöum málunum endurbættum af alþingi á næsta þingi 1867. En þá strandaði máliö í danska ríkisþinginu. Uröu um þessi mál hörkudeilur í dönskum blööum og mátti Jón enn standa í eldlínunni, en nú haföi þessi deila vakiö athygli víöar og risu upp ýmsir stjórn- málaskörungar og rithöfundar í öörum löndum s.s. Jónas Lie, Björnstjerne Björnson auk Konráös Maurers og lögöu Jóni liö. Alþingi hratt óaögengi- legu frumvarpi stjórnarinnar 1869. Þá uröu stjórnarskipti í Danmörku 1870 og hin nýja stjórn ákvaö aö höggva á þennan Gordíonsknút meö setningu Stöðulaganna sem staöfest voru af konungi 2. jan. 1871. Þau voru sýni- legur vottur þess hve langt haföi tekist aö teygja dönsku stjórnina frá sjón- armiöi Dana 1851 til viöurkenningar á rétti íslendinga til sjálfstjórnar, en meöferð málsins af hálfu Dana bar vott um sama yfirgang nýlendusjónarmiös þeirra og fyr. Því setti Jón fram þá skoðun aö lögin heföu ekki gildi á íslandi og væru einungis tilboö. Gífur- leg harka færöist í baráttu þjóöfrelsis- sinna á íslandi og í Kaupmannahöfn þessi misseri. Þjóövinafélagiö var myndaö og Andvari tók viö sem málgagn af Nýjum félagsritum, leynifé- lagiö Atgeirinn hóf svæsnar árásir á hina dönsklunduöu íslendinga sem oft höföu oröiö erfiöari þjóöfrelsis- mönnum en danskir alríkissinnar. Jón reyndist hinsvegar ótrúlega sáttfús er nær dró þjóðhátíöarárinu. Hann vildi nota þaö tækifæri til þess aö knýja konung og stjórn til þess aö veita íslendingum aukin réttindi með sér- stakri stjórnarskrá, og tii þess aö danskir ráðamenn lieföu ekki þá und- ankomusmugu aö ekki væri eining um þetta hér, teygði hann sig lengra en hann vildi til þess aö koma til móts viö dansksinnaða minnihlutann á alþingi 1873, þó aö hann hafi tæplega búist viö aö „frelsigjöfin" sem Kristján 9. haföi í pússi sínu til þjóðhátíöar yröi jafn ómerkilegur bleöill og raun varö á. „Vísir í áttina yðar hátign", var svariö sem konungur fékk er hann spuröi Jón álits á stjórnarskránni í hirðveislu. Jón kom ekki til íslands þjóðhátíðaráriö og snerist móti því aö Þjóðvinafélagið stæöi fyrir halelújafögnuöi í tilefni af konungskomunni. Honum var heldur ekki boöiö til hátíöarinnar. Samlandar hans voru of uppteknir af konungs- dýrkuninni, um of uppteknir af aö krjúpa að fótskör og syngja lof um hinn þýskættaöa afturhaldssinna til þess aö minnast leiötogans, sem haföi þó hrundið því áleiðis er áunnist haföi. Bréf hans til eins tryggasta samherja síns um þessar mundir sýnir aö honum er annað í hug en aö flaöra upp um Kristján 9. Til Halldórs Kr. Friörikssonar 6. júlí 1874. Mér er ómögulegt ad koma til Þingvallafundar margra hluta vegna, og eg gjöri heldur ekki neitt gagn, en eg held þú getir haft gott gagn af Birni Jónssyni sem nú fer heim. Mér líst vel á þetta sem þú segir, aö taka móti konungi þegar hann kemur frá Geysi, og yfirhöfuö aö tala þá lízt mér bezt á aö hátíöahöldin fari sem kyrrast og rólegast fram, svo menn séu ekkert smeykir um aö hér mistakist eða þvíumlíkt. En jafnframt því þarf aö koma einhver alvarleg rödd frá landsmönnum til konúngs, sem sýnir honum hvað menn vilja og þaö er vel til falliö aö bændur væru þar í broddi fylkingar. . . Andvari er nú undir prentun ... eg hefi samið fjandans langa romsu um stjórn- arskrána, sem eg held gjöri góda verkun þegar þiö eruö nú búnir aö ryöja ykkur með þakklætiö og konúngsdekriö eins og tilheyrir. Eg vona ritgjöröin veröi brúkanleg fyrir undirstööu undir tilkomandi opposition og eg held hún sé öldungis nauösynleg, því annars máttu byggja uppá aö viö ekki einúngis vinnum ekkert á, heldur dregst úr höndum okkar smám- saman þaö sem viö höfum áunniö núna sem mest er á pappírnum. Þess vegna má alls ekki slá slöku viö meö kosningar í haust. . . og búa sig undir aö heimta stjórnar- skrána bætta. . . Viö skulum ekki láta okkur detta í hug aö doka þrjú þing, ef við gerum þaö, þá veröa allir sofnaöir á fyrsta ári. (Leturbr. lesbókar). Enn var herlúöurinn þeyttur. Stjórn- arskráin kom til endurskoðunar, ný barátta hófst, en þá var Jón Sigurös- son sjálfur sofnaður, — ekki á verðin- um, heldur svefninum langa. Húafreyjan á því gestkvama heimili, östervold 8. Aö neðan: Myndin er tekin norður eftir Aöalstræti af líkfylgd Jóns og Ingibjargar, en jarðarför þeirra for fram í Reykjavík voriö 1880. Styttan af Jóni Siguróssyni afhjúpuð á grasflötinni framan viö Stjórnarráös- húsió 1911. Hún stóö þar í 20 ár unz hún var flutt á Austurvöll. Kristján konungr níundi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.