Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 13
 verömætamat og hugarfar jafnvel hinna mætustu manna, aö þeir telja þaö nú til hinna mestu dyggöa aö eyöa meiru en aflað er. Að þessu leyti eru stjórnarhættir á þessum áratug og viöreisnaráratugnum 1960—1970 alls ekki sambærilegir. Samkvæmt skýrslu Hagstofu íslands voru starfsmenn ríkis, sveit- arfálaga, stofnana þeirra, starfs- menn ýmissa hálfopinberra stofn- ana, svo og verkamenn og iönaö- armenn íþjónustu sveitarfélaga alls 16.694 skattframteljendur á árinu 1978. Þar aö auki voru starfsmenn sjúkrahúsa, elliheimila, barnaheim- ila, hæla og hliöstæöra stofnana 4407 og læknar og tannlæknar 654. Samtals má því segja, aö í opinberri og hálfopinberri þjónustu hafi veriö um 21.700 skattframteljenda 1978. Heildartala framteljenda var 111.047 þannig aö tæplega 20% þeirra þáöu laun frá opinberum aöilum. Aöeins einn hópur skattframteljenda er fjölmennari, þ.e. þeir sem störfuðu við fiskvinnslu og fiskveiðar í landi og starfsmenn viö annan iðnað, en heildarfjöldi þeirra var 24.726 1978 eða rúmlega 22% framteljenda. í yfirliti Hagstofu íslands eru lífeyris- þegar og eignafólk flokkaðir saman og samtals voru þeir 13.723 skatt- framteljendur 1978 eöa um 12% af heildarfjöldanum. Lífeyrisþegar eru langflestir á þeim aldri, að þeir fá ellilífeyri og tekjutryggingu greidda úr ríkissjóöi og sama á við um aldraö eignafólk. Ætli það sé því fjarri lagi að álykta, aö um eða yfir 30% allra skattframteljenda fái með einum eða öörum hætti framfærslu- fé sitt beint úr ríkissjóöi eða öörum opinberum sjóöum. Ofangreindar tölur hafa þó ekki aö geyma til dæmis starfsmenn ríkisbankanna. Ef viö hyggjum aö reynslu New York-búa, sjáum viö í hendi okkar þær freistingar, sem hljóta að leita á huga íslenskra stjórnmálamanna, þegar þeiru eru á atkvæöaveiðum. Hættulegastir eru þó þeir, sem lofa auknum ríkisumsvifum án þess aö viöurkenna nauösyn þess, að þörf sé á nýrri verðmætasköpun. Þaö eru einmitt of mikil áhrif þessara manna, sem hafa leitt til þess ófremdarástands, er við nú búum viö. Landbúnaðurinn hefur veriö þaninn út yfir sín eölilegu mörk og tekinn á opinbert framfæri í alltof miklum mæli. Sóknina í fiskstofn- ana verður að takmarka og of stór fiskiskipastóll er verkefnalítill. Af misskildu þjóöarstolti hafa menn verið andvígir því að ganga þannig til verks við nýtingu orkulinda, aö í samvinnu viö tjármagnssterka er- lenda aðila sé ráðist í stórhuga verkefni. Milljónaborgin New York varö að leita áajár annarra og var í raun avipt fjárræöi, á meðan komist var til botns í vandanum, að svo miklu leyti sem það tókst. Þannig hefur í raun veriö haldiö á málum íslensku þjóöarinnar í efnahagslegu tilliti á þessum áratug, að vegna óráðsí- unnar er skammt í þaö, að landiö segi sig til gjaldþrotaskipta. Halda menn, að þá verði spurt um þjóöar- stolt af lánadrottnunum? Nei. En nú um helgina hafa kjósendur tækifæri til að hafna gjaldþrotastefnunni og leggja þeim liö með atkvæöi sínu, sem vilja í raun auka þjóöarauðinn. Björn Bjarnason í bók sinni „A Time for Truth“, 8em fyrir nokkrum misserum var metsölubók í Bandaríkjunum, gerir William Simon fyrrum fjármálaráö- herra af festu og rökfimi grein fyrir því í hverjar ógöngur stefni í bandarísku efnahagsiífi meö æ meiri opinberum afskiptum. Hann segir aö orsök þess, að milljóna- borgin New York varö gjaldþrota hafi veriö sú, aö þar hafi lykilorðiö í kosningasigrum verið „meira“. Frambjóðendur hafi lofað meiri al- menningsþjónustu, hærri launum og eftirlaunum fyrir þær hundruö þúsundir manna, sem þágu laun úr borgarsjóönum, og meiri félagslegri aðstoð. Það hafi reynst óbrigðult ráö til að komast til valda íkosning- um aö lofa auknum útgjöldum úr almannasjóöum. Vandinn hafi hins vegar veriö sá, aö vegna skatta- áþjánar hafi þeir, sem eitthvaö höfðu aflögu, flúiö út fyrir borgar- mörkin. Kosningaloforðin hafi því ekki veriö unnt aö efna nema meö útgáfu skuldabréfa. Á árinu 1974 hafi veriö svo komiö, aö á hverjum mánuöi reyndi borgarsjóður aö selja skuldabréf að upphæö 600 milljónir dala til að halda sér á floti. Þar sem engin raunveruleg verömætasköp- un stóö að baki þessara bréfa, fylltust kaupendur skuldabréfa van- trú á þessum borgarbréfum og þau uröu óseljanleg. 1975 var svo komið, aö New York-borg leitaði ásjár alríkisstjórnarinnar í Washington og baö hana aö leysa sig af skuldaklaf- anum. Máli sínu til styrktar vitnar Will- iam Simon til greinar, sem hinn mikilsmetni blaðamaöur og rithöf- undur Theodore White reit í tímarit- iö New York 1975, en þar sagöi m.a.: „Meira en milljón manns er á félagslegu framfæri í borginni. 260 þúsund starfsmenn borgarinnar eiga eiginkonur eða eiginmenn og börn. Flestir þeirra kjósa — og þeir eru allir sameinaöir undir einu háleitu markmiöi: „Meira.“ Enginn nær kosningu í þessari borg, sem lofar „minnu.“ Þess vegna hafa allir stjórnmálamenn okkar í 20 ár lofaö meiru — meiri löggæslu, fleiri skól- um, fleiri dagvistunarheimilum, fleiri fólagsráögjöfum, hærri eftir- launum, fleiri sjúkrarúmum, greiðari aögöngu aö háskólunum. Þeir, sem eru á félagslegu framfæri borgar- innar, og þeir, sem þiggja laun úr sjóöum hennar, eru samanlagt sterkasta kosningaafliö okkar. Eins og undir risavaxinni ráöstjórn kjósa þeir yfirmenn sína og kaupgreið- endur.../' New York hefur góö- mennskan ekki aöeins runniö sitt skeiö heldur hefur hún einnig brotið allar löglegar og félagslegar reglur um hámarkshraða.“ Ofangreind ummæli Theodore Whites og frásögn William Simons um New York hafa oftar en einu sinni sótt á huga minn, þegar hlustaö er á skvaldrið í þeim stjórnmálamönnum hérálandi, sem halda að allan vanda megi leysa meö auknum opinberum afskiptum. Þeim, sem hæst tala þannig af íslenskum stjórnmálamönnum er 8íst um þaö gefið aö efla verömæta- sköpunina í landinu með raunhæf- um hætti. Efnahagsstjórn síöustu ríkisstjórnar einkenndist af því aö þaö var alltaf veriö aö flytja fjár- magn milli aðila innan þjóöfélagsins en ekkert kapp á þaö lagt aö reyna aö skapa nýtt fjármagn. Enda sjáum viö afleiöinguna í aukinni seöla- prentun, óöaveröbólgu og erlendri lántöku út fyrir öll áætluö mörk, þannig aö nú skuldar hvert manns- barn í landinu 1.7 milljónir króna hjá lánastofnunum í útlöndum. Þessari gjaldþrotastefnu hefur því miður veriö fylgt allan þennan áratug. Hún hefur brenglaö svo VÍTI TIL VARNAÐAR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.