Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 8
Götumynd frá Amsterdam
REIÐHJÓLIÐ
ER
ÞARFASTI
ÞJÓNNINN í
„Maöur á afskaplega mikið heima
í Amsterdam“ segir Hreinn, „borgin
er þannig að ég held að flestir kunni
vel við sig undir eins og þótt hér búi
milljón manns, þá eru vegalengdir
ekki meiri en svo, aö maður er enga
stund á hjóli, hvert sem þarf að fara.
Hér ferðast fólk ákaflega mikið á
hjóli og eru t.d. reknar reiðhjólaleig-
ur. Borgin er byggð svo þétt aö hver
skiki er nýttur. “
Hreinn er Dalamaður og var meira
og minna viöloðandi heima við
framyfir tvítugt ýmist við bústörf
ellegar í vegavinnu. En hugurinn
hneigðist snemma til myndlistar og
hann fór í Handíöaskólann 1959 —
þá aöeins 15 ára. Þaö var meöan
Kurt Zier var skólastjóri og meðal
skólabræðra hans var Einar Hákon-
arson sem nú er orðinn skólastjóri.
Síðan lá leiðin til London —
Hreinn fór þá í skóla ásamt Sigurjóni
Jóhannssyni myndlistarmanni og
leikmyndasmið, en skólinn reyndist
sniöinn fyrir dætur ríkra manna og
Hreinn hætti þá rétt strax, þegar
hann sá, að ekkert var uppúr
krafsinu að hafa.
„Menn voru ákaflega stórhuga
þá, “ segir Hreinn. „við Sigurjón
„tókum“ Bretland, en þeir Þóröur
Ben, Sigurður og Kristján Guð-
mundssynir „tóku“ Holland með þeim
árangri, að allir settust þar að nema
Þóróur, sem hélt seinna til Diissel-
dorf þar sem hann býr núna. “
Á lausamennskuárunum kom
Hreinn víða við og gat sér nafn sem
einn af Súmmurum, sem fengust við
popp og frammúrstefnulist og sýndu
við Vatnsstíginn. Um tíma var hann í
Róm og aftur á gömlum slóðum í
London.
Fastráðinn ballet-
dansari í 9 ár
Þar hitti hann þá Hlíf Svavarsdótt-
ur, sem varð konan hans. Hlíf var þá
við balletnám í London, en haföi
byrjaö í ballet á unga aldri heima í
Reykjavík, þaðan sem hún er. Hún
hleypti heimdraganum 15 ára —
ákveöin í að láta sverfa til stáls og
geröi það svo sannarlega. Með tilliti
AMSTERDAM
A rölti um borg Rembrandts og komið
við hjá íslenzku listafólki, hjónunum
HLÍF SVAVARSDÓTTUR og HREINI
Húsin eru víðast göm-
ul og byggð í örmjóum
sneiðum, oft 5—6
hœðir. Efst á hverri
burst er gálgi til þess
að hala búslóðir og
annað innum glugg-
ana.
FRIÐFINNSSYNI, sem búa þar.
Eftir Gisla
Sigurðsson
til atvinnumöguleika heima var
ákveðið að setjast að úti í Evrópu og
Amsterdam varð fyrir valinu. Þar er
þekktur ballet á vegum hollenzka
ríkisins, þar sem starfa 80 dansarar.
Og nú er Hlíf búin aö dansa þar í
nærri 9 ár og var farin að hugsa til
breytinga, þegar hún varð fyrir því
óhappi aö liðbönd viö ökla tognuöu
illilega. — Það er atvinnusjúkdómur
meðal dansara og tekur langan tíma
að jafna sig. Nú er Hlíf samt komin til
æfinga á nýjan leik; hún hefur náð
fullkomnu valdi á hollenzku og
kvaöst vera afskaplega mikiö heima
hjá sér í Amsterdam eins og Hreinn.
Hreinn: Ástæöurnar til þess að viö
völdum Amsterdam voru meöal ann-
ars, að hún er mikil listaborg og ein
af höfuðborgum myndlistar í heimin-
um. Auk þess voru þar landar sem
við þekktum. Sigurður Guömunds-
son staðfesti þar strax ráð sitt og á
fyrir konu hollenzka bóndadóttur.
Við höfum alltaf haft mikið samneyti
viö þau og Kristján bróður Sigurðar,
en hann er nú að flytjast heim til
íslands.
Við erum íslenskir ríkisborgarar,
en förum ekki á mis við neitt þess
vegna; nei, við höfum ekki kosn-
ingarétt og finnst það litlu máli
skipta. Hér eru margir stjórnmála-
flokkar og svo lítill munur á stefnu
þeirra, að það er nánast blæbrigða-
munur. En Hollendingar stjórna ann-
ars mjög vel sínum málum og
merkilegt hvað 14 miljónum manna
tekst að lifa góðu lífi á litlu landi og
án þess að til árekstra komi. Samt er
mjög mikið af Asíufólki, negrum og
mest af því frá nýlendum Hollend-
inga fyrr á tíö.
Já, það er römm í manni íslenzka
taugin; þó hef ég ekki komið heim í
þrjú ár og þaö er alls ekki á dagskrá
hjá okkur aö flytja heim. “