Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 5
í sáttmálanum liggur, og jafni henni viö skoðunarmáta vorra tíma, þá er hún sú, aö þar skal vera einn konúngur, ein erföalög konúngsættarinnar, visst ákveöiö gjald árlega til konúngsborös, en aö ööru leyti innlend lög, nema Ræðaá Þjóðfundi íslendingar höföu mikinn við- búnað vegna stjórnlagaþings- ins sem koma skyldi saman 1850, en dróst um eitt ár vegna Slésvíkurstríðsins. Danir komu úr því sem sigurvegarar. Dana- veldi var borgið um stund vegna afskipta stórveldanna einkum Rússa. Stórdönum var því ekkert um að losa um múlinn á íslendingum og stjórnin var einráðin í því að þing það er íslendingar skyldu tjá vilja sinn um stjórnskipan sína, Þjóðfundurinn sem þeir nefndu svo yrði aðeins mála- myndasamkoma þar sem full- trúarnir samþykktu það sem fyrir þá var lagt. Herlið var sent til landsins meö frumvarp stjórnarinnar. Konungsfulltrúi, Trampe greifi stiptamtmaður fékk óbundnar hendur til þeirra aðgerða sem honum sýndist. Samkvæmt frumvarpi stjórnar- innar skyldu dönsku stjórnskip- unarlögin innleidd hér, ísland verða eitt hinna dönsku héraða og alþingi fá völd svipaö og æðri sveitarstjórnir innan Dan- merkur sjálfrar. En hinir þjóðkjörnu fulltrúar sameinuðust um stefnu Jóns í Hugvekju og samþykktir sem gerðar höfðu verið á samkom- um um landið er gengu í svipaða átt. Frumvarp stjórnar- innar var tætt í sundur í fyrstu umræðu, sett í nefnd sem samdi nýtt frumvarp að stjórn- skipunarlögum fyrir ísland. Þar var gert ráð fyrir stjórnskipan og sambandi við Danmörku sem mjög er áþekkt því sem varð með fullveldinu 1918. Þó var þar ekkert uppsagnar- ákvæði enda hefði slíkt verið landráð að dómi konungs og stjórnar. Jón flutti aðalræðuna í umræðunni, þeirri einu sem varð því Trampe sleit þinginu áður en frumvarp þingnefndar- innar kom til umræðu: Eg tók eptir því hérna um daginn, aö konúngsfulltrúinn sagöist vera fulltrúi konúngs, en ekki erindisreki stjórnarinn- ar, og eru þessi orö ekki svo þýðíngarlítil með tillitl til þessa frumvarps, sem hér ræðir um; því þó frumvarpiö reyndar kunni aö vera komiö frá konúnginum, að því leyti sem hann hefur samþykkt, aö þaö skyldi veröa lagt fyrir þetta þíng, þá geta þó ekki ástæöurnar fyrir því oröiö beinlínis eignaðar honum. Annars væri ekki hægt aö skilja, hvernig á þeim mótsögnum stendur, sem bersýnilega eru hvaö óákveöið er hvort jarlinn skuli vera norskur eöa íslenzkur. Þaö er merkilegt, aö þessar greinir eru einmitt svipaöar eöa öldúngis eins í sam- bandslögum þeim, sem nú eru milli Noregs og Svíþjóöar. 1851 á milli frumvarpsins og ástæöanna. Ástæðurnar hljóta aö vera frá stjórnar- herrunum, og þaö getur ekki verið nein skylda fyrir oss að taka orö stjórnarherr- anna eins gild og orö konúngs. Mótsögn- in, sem eg gat um á milli frumvarpsins og ástæöanna, kemur fram í því, að eptir ástæöunum er ísland nú þegar ákveöinn partur úr ríkinu, en frumvarpiö er þó, ásamt hinum dönsku grundvallarlögum, lagt fram fyrir þennan fund. Hvaða tilgángur gæti þá veriö í því, aö leggja hin dönsku grundvallarlög fram fyrir þennan fund, ef ísland væri slíkur partur úr Danmerkurríki, sem ástæöurnar fyrir frumvarpinu segja þaö sé? Þaö er auösætt, aö hin dönsku grundvallarlög heföu þá veriö hér birt og þínglesin fyrir laungu. Þaö er og skýlaust eptir úrskuröi konúngs dagsettum 23. d. septemberm. 1848, aö þó að íslendíngar sætu þá á ríkisfundi Dana, geta ekki hin dönsku grundvallarlög verið hér gildandi. Þessu til styrkíngar get eg vísaö til þess, sem stjórnarherrarnir sjálfir sögðu, þegar grundvallarlagafrumvarpiö kom fram á þíngi Dana, aö grundvallarlögin væru einúngis til bráöabirgöa, og aö Slésvíkur leyti sem tilboö, en staöa íslands og Slésvíkur er í þvíefni hin sama. Slésvík- urmenn eru enn ekki búnir aö segja meiníngu sína um grundvallarlögin, og mun þá ekki skorta einurð til, aö mæla á móti því, sem þeir vilja ekki, og ekki munu þeir láta neyöa neinu upp á sig. Eins er nú ástatt fyrir oss íslendíngum; þaö getur enginn neytt oss til að gángast undir það, sem vér viljum ekki hafa. Hvaö því viðvíkur, er hinn 6. konúngkjörni þíngmaður [þ.e. Þórður Jónasson] minnt- ist á, aö í grundvallarlögunum væri ekkert skilyrði gjört með tilliti til íslands, þá er það alkunnugt, aö formálinn fyrir framan grundvallarlögin er saminn af ráögjöfunum eptir ríkisfundinn, en ekki eptir uppástúngu fundarins. Grundvallar- laganefndin stakk upp á, aö þegar konúngur legði samþykki sitt á grundvall- arlögin, skyldu veröa tekin' fram og endurnýjuö skilyröi þau, sem veitt voru bæöi Slésvík og íslandi, en þíngtíöindin sýna, aö þessi uppástúnga nefndarinnar var felld, ekki vegna þess, aö skilyrði fyrir íslands hönd væri dregið í efa, eöa gildi þess tortryggt, heldur vegna þess, aö þíngmenn héldu, aö ítrekun skilyrðisins fyrir Slésvík yröi Dönum fremur til ógagns en hitt, og þá vildu þeir ekki stínga upp á skilyröi fyrir ísland eitt af því, aö þaö stæöi, sem konúngur heföi lofað. * * * Eitt er það, sem sýnir, að þetta frumvarp er ekki annað en uppástúnga eöa tilboð af stjórnarinnar hendi. Þaö er alkunnugt, aö þaö hefur lengi veriö fariö meö ísland eins og nýlendu, en í frumvarpinu er því nú farið fram, aö skoöa ísland eins og part úr Danmerk- urríki. Þetta getur ekki veriö annað en tilboö. Þaö er komiö undir því, hvort ísland getur sannaö þaö af sögu sinni, þjóðerni og fleiru, að þaö hafi æðri stööu, hvort þaö getur nú gengiö aö þessu boöi eöa ekki. Eg fyrir mitt leyti get engan veginn fallizt á, aö ísland sé partur úr „Provindsen Danmark", þó eg neiti því ekki, aö þaö sé partur úr veldi Danakon- úngs. Þaö væri líka öldúngis gagnstætt sögu íslands og allri stööu þess, aö skoöa þaö þannig, og slíkt samband gæti heldur aldrei þrifizt, þó þaö væri sam- þykkt. Hinn 6. konúngkjörni þíngmaöur gat þess aö sönnu, að ísland hefði verið skoðað eins og partur úr ríkinu í umboöslegu tilliti. Þessu neita eg nú ekki. En þetta samband átti sér og staö í •hertogadæmunum, og álíta Danir þaö nú öldúngis þýöíngarlaust og ónýtt. Þetta samband getur þá ekki veriö þýðíngar- meira milli Danmerkur og íslands; það er einúngis grundvallaö á vilja konúngsins (því sem einvaldur gat hann haft hina umboðslegu stjórn hvort hann vildi aö- greinda eöa sameiginlega), og haggar ekki í neinu réttindum landsins, eöa hinu löglega sambandi milli landanna. Þegar eg sný mér nú aö frumvarpinu sjálfu, þá hafa nú þíngmenn þegar tekið fram nokkur aöalatriöi þess, og borið saman stöðu íslands eptir frumvarpinu viö stööu Slésvíkur eptir ööru frumvarpi, sem nýlega hefur veriö lagt fram á þíngi í Slésvík. Þaö lítur nokkuð undarlega út, aö tveim hlutum, sem ætlazt er til séu úr sama ríki, skuli vera boðið svo ójafnt. Þó verður mismunurinn enn þá meiri í samanburöi viö Holsetaland og Láen- borg, þar sem þó ísland á í mörgu tilliti enn meira sammerkt viö ríkishluta þessa. Þaö hefur einnig verið tekiö fram, aö eptir frumvarpinu ætti alþíngi að fá lík réttindi, Eftir þjóðfundinn hófst danska stjórnin handa um of- sóknir á hendur hinum óþægu embættismönnum sem gengu í liösveit þjóðfrelsismanna 1851. En Jón lét hvergi deigan síga. Kafli úr einu hinna ótal bréfa sem hann skrifaði vinum sínum og samherjum á íslandi. Alþing missum viö nú alls ekki, og þjóöfund megum við til að fá aptur í annaö sinn, til aö Ijúka viö. Eptir því sem nú er sagt, þá á aö kalla Trampe heim í vor, því hann þykir kiaufi, og þeir eru hræddir um hann í vetur að hann veröi skelldur — quod Jupiter bene vertat! — En mál okkar reyna þeir aö draga ef þeir geta, til þess þeir hafa lokiö sínum málum, og þaö er þaö sem viö ættum aö sporna við, og miönefndin ásamt okkur aö leggja plön til. — Fjölmennan Þingvallafund þurfi þið að undirbúa, og láta nú bændur eöa embættislausa menn vera mest forsprakka, ef ekki allir hinir eöa allflestir fást meö; annars og ætlazt er til aö sveitastjórnir í Danmörku hafi, og væri þaö lítill ávinníngur fyrir þetta land, þegar aðrir þegnar konúngs vors fá frjálsa þjóö- stjórn. Auk þessara mætti enn telja fleiri atriði, t.a.m. það, er frumvarpið ætlast til, aö íslenzk mál gángi til hæstaréttar, þó aö þaö sé vitanlegt, aö hans löglega dómsvald í íslenzkum málum er farið, síðan konúngur hætti að dæma í honum; aögreinínguna á sköttunum í beiniínis og óbeinlínis skatta, og hefur þaö ekki fyr verið, aö þeir hafi verið þannig að greindir, enda er og ekki heidur nein hugsanleg ástæða til að kalla beinlínis skatta ríkisskatta, en hina landsskatta; flokkunina á embættismönnum, því þaö er engin ástæöa til, aö láta biskupinn vera ríkisembættismann, en prófastinn embættismann landsins, yfirréttinn ríkis- ins og sýslumanninn landsins. Aö ööru leyti fellst eg fullkomlega á þaö, aö frumvarpið sé mikilvægt, og það eigi því að setja nefnd í þaö, og ræöa þaö ýtarlega; þaö álít eg skyldu vora bæöi viö sjálfa oss, viö landið og viö konúnginn, en aö hrapa ekki aö neinu, og láta þó ekki hrekjast frá réttum ástæöum, þó aö menn kunni að halda, aö danskir stjórn- arherrar í Danmörku kunni að hafa aðrar meiníngar um þetta mál en vér. veröur mönnum því síöur neitt gert, sem agitationin veröur almennari og áriöameiri. — Miönefndin má fara að hugsa til aö safna peningum til kostnaöar, t.a.m. að gera viö á Þingvöllum, að koma á samgaung- um, blaði etc. etc. Kannske maöur ætti að stofna félag, «hiö íslenzka þjóöfélag» (?), og setja víst conting- ent, gefa út smárit, senda menn til funda etc. Heilsaðu Kristjáni og segöu hon- um, að ef hann ekki fallist á þaö sem eg stakk upþá um daginn, þá ætti hann aö koma hingaö í November með póstskipinu og vera hér í vetur. Hann þarf ekki aö óttast neitt, því ef hann lætur ekki hugfallast, þá getur þetta orðiö honum lukkuvegur. Tr(ampe) vildi setja af Briem og Jósep auk prestanna 3gja og Krist- jáns og Jón Guðm(undssonar) og líklega hefi eg veriö sá 8di á listanum, því 8 höfðu þar veriö. Kysstu konu og dætur og heilsaðu öllum góökunningjum. Þinn elskandi bróöir Jón Sigurðsson Verzlunarfrelsið — Umbætur á sviði skólamála og fullt verslunarfrelsi voru mik- ilvægustu velferðarmál sem Jón baröist fyrir á fyrstu þing- árum sínum. Eftir slit þjóð- fundar þar sem stjórnskipun- armálið komst í strand fluttist vígstaðan yfir á þessi baráttu- mál. 1855 gat Jón hrósað sigri í verslunarmálinu. úr bréfi tii Gísla Hjálmarssonar 1855. Verzlunarfrelsið er nú komið á samt, og eg er viss um það veröur lykillinn til íslands framfarar ein- hverntíma, þegar tímar líða, hvað aumir og ragir sem við erum nú. lykill til framfarar Það er annars ekki á góðu von, þegar þeir sem bezt vitið hafa, og eiga að hvetja menn og sýna þeim í öllu gott eptirdæmi, eru bæði hræddastir og ragastir ef nokkuð á að gera, og ef ekki er allt eptir þeirra höfði, þá draga þeir sig aptur úr. Hvenær sér nokkur alþýðu taka sig fram úr, nema hún sé leidd með gætni og greind og góðmennsku og vorkunnsemi. Það væri bezt sönnun á móti allri hinni fyrri kúgun, ef alþýða þyrfti nú ekki bæöi handleiðslu og vorkunnsemi, og eg segir fyrir mig, mér finnst alþýöa á Islandi fara lángt fram úr því, sem von væri að henni. Mál okkar reyna þeir að draga ef þeir geta. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.