Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1980, Síða 2
Næst á myndinni er hús, sem enn
stendur: 'Líverpool. neðst við Vestur-
götuna. Áftan við það stendur stórhýs-
ið Glasgow sem reist var 1863. en
brann til grunna 1903. Nú er þar
bílastæði.
Síðustu greinar Árna Óla
Þessi er önnur í röðinni
af þremur,
sem hann ætlaði
til birtingar í Lesbók
Grjóti hét ein af hjáleigum Reykja-
víkur og stóð á háholtinu ofan við
Víkurbæinn. Brekkan þar á milli var í
öndverðu stórgrýtt mjög og svo alla
leiö niöur að Grófinni. En eftir að
klæðaverksmiðjurnar komu, tók að
byggjast þarna upp á brekkunni og
um miðja 19. öld voru þar komin um
20 býli, allt torfbæir. Þarna haföi því
myndast sérstök byggð og var hún í
daglegu tali kennd viö fyrsta kotiö
og kölluð Grjótaþorp. Þeir bæirnir,
sem næstir voru Grófinni, mundu nú
teljast til Vesturgötu, en þá var engin
Vesturgata til.
Svo var þaö árið 1863 aö brezkir
kaupsýslumenn keyptu tvo nyrztu
bæina, Þorfinnsbæ og Melbysbæ og
reistu verslunarhús á lóöum þeirra.
Þetta hús var kallað Glasgow og var
stærsta hús, sem þá var til á íslandi,
40 alnir á lengd og 20 alnir á breidd,
GLASGOW
stórhýsi og stórverzlun sem gnæfði
yfir Griótaþorpið og setti svip á bæinn.
tvær hæðir og hátt ris með kvistum,
en undir öllu húsinu hár og mikill
kjallari. Til hliðar við það var 25x12
alna stór geymsluskúr. Þarna skyldi
svo rekin stærsta verslun á íslandi
og voru eigendur hennar taldir
Henderson, Anderson & Co. Sölu-
búö var í miöju húsinu, og mjög stór.
í suðurenda voru skrifstofur, en
geymsla í norðurenda. Framundan
Grófinni var gerð stór bryggja og
lágu þaðan járnbrautir inn í kjallara
hússins, og meö þeim fluttar allar
vörur, en í kjallara var lyfta upp í
þakhæð, og með henni var vörunum
dreift um húsakynnin. Var þarna allt
með nýtísku sniöi og bar mjög við af
því er íslendingar höfðu átt aö
venjast.
Um þessar mundir voru ekki nema
rúmlega 1400 sálir í Reykjavík, eða
svipaöur fjöldi og nú er á Sauðár-
króki. Var það því dirfska mikil að
hefja hér svo stórt verslunarfyrir-
tæki, en eigendur verslunarinnar
hljóta að hafa haft óbifanlega trú á
vexti og viðgangi Reykjavíkur.
Það fór nú samt svo, að rekstur
verslunarinnar gekk skrykkjótt og
eftir fimm ár varð hún gjaldþrota.
Voru þá allar eignir hennar seldar á
uppboði, en húsið sjálft var ekki selt
fyr en fjórum árum seinna. Var þá
söluverð þess 6000 ríkisdalir, eða
12.000 krónur. Kaupandinn var Egill
Egilsson, bróðir Benedikts Gröndal.
Lagðist þá verslun þar niður aö
mestu leyti. Mikill hluti hússins var
tekinn til íbúðar og áttu þar heima
ýmsir kunnir menn auk Egils, svo
sem Jón Hjaltalín landlæknir, Hall-
dór Danielsson bæjarfógeti, Tryggvi
Gunnarsson bankastjóri, Steingrím-
ur Johnsen söngkennari, Magnús
Einarsson dýralaéknir o.m.fl. En í
ósélegri útbyggingu hafðist við Sæ-
finnur á sextán skóm og safnaöi þar
að sér kynstrum dýrgripa á sinn
mælikvaröa, en allir aðrir töldu
aðeins rusl og óþverra.
En krambúðin mikla í miðju hús-
inu varð þá samkomustaður bæar-
búa. Þar fóru fram leiksýningar og
allskonar fundir. Og þá var það að
Þorlákur Ó Johnsen stofnaöi Sjó-
mannaklúbbinn ásamt Agli Egilsen,
Árna Thorsteinsson landfógeta og
skáldinu Matthíasi Jochumssyni,
sem þá var ritstjóri Þjóðolfs. Hlut-
verk þessa klúbbs var að auka
alþýðumenntun og venja sjómenn af
drabbi og drykkjuskap. Klúbburinn
fékk inni í Glasgow og var opinn alla
daga. Þar voru töfl og spil og bækur,
sem sjómenn gátu skemmt sér við í
landlegum, þar voru fluttir fræðandi