Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1980, Blaðsíða 13
OG PLEBEJAR Smásaga eftir Hans Kirk Halldór Stefáns- son þýddi pao neyröist dynkur frá risher- bergjunum og frú Pliníus þeyttist upp, til aö áminna drengina um aö þeir yröu aö vera kyrrlátir, svo læddist hún niöur og hlustaöi andartak viö dyr vinnuherbergisins, en guði sé lof Pliníus haföi ekki vaknaö. Hún heyröi djúpan, rólegan andardrátt hans. — Ojá ojá, Pliníus gapti, þegar konan hans gekk inn með kaffibakk- ann. — Þá er maður aftur úthvíldur og tilbúinn í stríðið. Þakka þér fyrir, víltu svo rétta mér kassann meö smá- vindlunum. * Frú Pliníus brosti ánægð, maður- inn var í góöu skapi. Á milli gat hann verið dálítið erfiður, þegar hann vakn- aöi og átti aö fara aftur í skólann. Hann haföi ákaflega viökvæmt skaplyndi. Hún strauk sér yfir þunnt, fölnaö hárið og ákvaö aö segja frá því stríði sem hún haföi átt í með stofustúlkuna í húsinu. — Fyrir 10 mínútum bað ég fröken Hansen aö fara til Justesens kaupmanns, eftir vörum, sagði hún, en hún fullyrti að fólk mundi gera grín að henni, ef hún léti sjá sig með körfu á götunni. Hún vill fá vörurnar heim- sendar. En mér sýnist nú samt, enda þótt hún sé ráöin sem stofustúlka en ekki sem vinnukona aö hún sé skyldug til aö reka þau erindi sem henni er faliö. — Þetta er táknrænt, sagöi Pliníus. — í hæsta lagi táknrænt. Þessi hálfmenntunarhroki. í gamla daga voru hinar virkilegu hugsjónir í heiöri haföar, nú fyrirfinnst ekkert nema hrokinn. Eins og hinn virkilega menntaði maður mundi fyrirverða sig fyrir aö sýn sig með körfu á armi á götunni. Vilt þú biðja fröken Hansen að koma ihn til mín. Og heyrðu kallaöu á drengina. Þaö er góö lexía í uppeldi hvernig ég bregst við slíkum vanda. Frú Pliníus flýtti sér út til að kalla saman íbúa hússins. Andartaki síöar voru allir samankomnir í stofu doktors- ins. Drengirnir gáfu hver öðrum olnbogaskot. Þeir voru ekki á þvi hreina með hvort það voru þeir sem höfðu misstigiö sig. Fröken Hansen var rjóö íkinnum. Frú Pliníus hafði tekið sér stöðu við dyrnar, sem dyravörð- ur. Pliníus lagfærði á sér gleraugun og leit rannsóknaraugum á ungu stúlk- una. , — Fröken Hansen, sagði hann, konan mín hefur látið mig vita að þér hafið neitað aö sækja vörur til kaup- manns Justesens í körfu... — Ég neitaöi ekki, greip unga stúlkan fram í, mér fannst bara ... — Viljið þér sýna mér þá velvild aö lofa mér aö tala út, sagöi Pliníus og þurrkaöi ennið, þér færðust aö minnsta kosti undan svo að konu minni fannst það skylda sín, að láta mig vita um það ... Viljið þér segja mór hvort okkar þér haldiö að sé þekktara í þessum bæ, og þar af leiöandi viðkvæmara fyrir gagnrýni og bjánalegum athugasemdum. Mér mundi aldrei detta þaö í hug, aö reyna að telja yður hughvarf til aö fara meö körfu út á götu, ég ætla þess vegna að biðja yður um leiðsögn þegar ég núna eftir nokkrar mínútur fer í skól- ann. Ég ber körfuna og þegar viö komum að dyrum Justesens kaup- manns, takið þér hana og pantiö hinar umbeðnu vörur og látið sendil Justesens kaupmanns fara með körf- una heim. — Já en fyrst að drengurinn á hvort sem er aö bera körfuna heim, geturm við alveg eins hringt, sagði fröken Hansen þrjósk. Pliníus andvarpaði uppgefinn og greip ígrásprengt háriö. Stúlkan skildi sem sagt ekki aö hann hæddi hana yfirlætislega. — Viljið þér fylgja mér niður götuna fröken Hansen, eöa viljið þér það ekki, sagði hann. Gott, viljiö þér þá vera svo vinsamlegar að fara fram og finna körfuna og þið drengir veröið að koma ykkur í skólann. — Þaö er eitt enn, sagði frú Pliníus frammi í ganginum. — Ég held ég verði aö segja þér að hænsni Knudsens kennara hafa aftur verið inni í garöinum okkar. Þau hafa rótað til í jurtabeðinu svo skelfing er aö sjá. — Jæja, sagði Pliníus, ég er greinilega neyddur til að biðja herra Knúdsen kennara um að koma því inn í höfuðið á hænsnunum sínum að við lifum enn þá í samfélagi þar sem eignarrétturinn er virtur. Það skal verða gert. Fröken Hansen kom meö körfuna og rétti doktornum hana. Um leið rétti frú Pliníus honum silfurbúinn staf. Pliníus vafraði á undan niður veginn. Unga stúlkan fylgdi honum eftir í nokkurra skrefa fjárlægð. Við hornið á aðalgötunni stansaöi Piiníus aöeins, stúlkan var komin upp að hlið hans. — Við fylgjumst, sagði hann hranalega. Göngulag Pliníusar var sambland af virðulegum vöðvahreyfingum og fyrirmyndar galliskum þokíca. Hann var útskeifur og fjaðraði mjög í hnjáliðun- um viö hvert skref. Þegar hann mætti einhverjum sem hann þekkti, heilsaöi hann með yfirdrifnum hátíðleg- um serimonium. i tíu skrefa fjarlægð færöi hann körfuna yfir í þá hönd sem hann hélt á stafnum íog sveifiaöi barðabreiöum hattinum í glæsilegum boga, og boraði augunum í ásjónu viðkomandi. Eftir einn tvo tíma yrði þaö komið út um allan þennan litla bæ, aö dr. Pliníus hefði í eigin persónu borið körfuna til kaupmannsins, vegna þess aö þjónustustúlkan heföi neit- að því. Fólk myndi skilja, aö svoleiðis framkomu hafði aöeins sérstakur and- ans jöfur og fordómalaust fólk. Við dyr Justesens kaupmanns rétti hann frk. Hansen körfuna með form- legri kveðju. Kona er kona, jafnvel þótt þaö sé hlutskipti hennar aö bursta stígvél manns. Svoleiðis kemur andans aristokrat fram. Látum nú demokratana leika þaö eftir hugsaði hann ánægöur. í síðasta tíma hafði Pliníus þriðja bekk í latínu. Sá fyrsti sem hann tók upp var sonur Knudsens kennara. Fórnardýrið lauk tveimur erfiöum spurningum málfræðilegum, en við hina þriöju lenti hann í strandi. — Gott, sagði Pliníus, þá reynum við að fara aðra leið. Eftir um þaö bil fimm mínútur haföi honum tekist meö regni af spurningum aö gera Knud- sen kolruglaðan og taugaveiklaðan, og hann hjó velhirtri hendinni í púltiö og sagöi: — Þetta er einfaldlega forsmán! Aðrir í bekknum önduðu léttar. Fórnardýrið var fundið. Það sem eftir var tímans mundi Plinius óskapast, sökkva sér niður í eyðilegginguna, ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.