Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1980, Blaðsíða 8
' * ili Hér er Nína ásamt móöur sinni, Elinu Guöjónsdóttir, sem stundum skrifar um Parísartízkuna og fleira í Lesbók. Á bak viö þær er vefmynd eftir Nínu. Hjúkrunarkonan Nína Gautadóttir. Myndin er tekin meöan hún starfaöi við hjúkrun hér heima. Hans og Grétu-húsiö, sem Nína og eiginmaöur hennar hafa nylega flutt í. Paö er útjaöri Parísar, en Nína veröur áfram meö vinnustofu í Latínuhverfinu. - Utveggurinn var að Nína: „Ég hef ver- iö alveg ótrúlega heppin og hef uppá síökastið getaö framfleytt mér af Ii8tinni“. Þegar Nína Gautadóttir hélt utan til Parísar fyrir nærri tíu árum, þá var þaö aö mestu ferö án fyrirheits. Hún haföi lært hjúkrun og ævintýraþráin togaði hana út fyrir pollinn. Þá var ekki beint í sigti aö afla sér frekari menntunar — og engin sérstök nauösyn rak hana heldur til fararinnar. En hún var áræöin eins og hún hefur alltaf veriö og rauöa háriö, sem er og var sterkasta einkenni hennar, gaf hugmynd um írskar formæður. Hvaðan listrænir hæfileikar hennar eru upp sprottnir, er ekki gott aö segja um. En trúlega hefur hún haft með sér í farangr- inum handlagni frá fööur sínum, Gauta Hannessyni handavinnukennara, — og ævintýraþrána mætti ef til vill rekja til móöurinnar, Elínar Guöjónsdóttur, sem annaö veifið hefur stungiö niöur penna í Lesbókina; til dæmis um tízkuhúsin í París og framleiöslu þeirra. Fyrir ævintýrafólk er hjúkrun aö því leyti heppileg starfsgrein, að hægt er að fá vinnu hvar sem er á sjúkrahúsum. Þótt Nína heföi aðeins lítilsháttar lært frönsku áriö 1970, gekk henni vel aö fá vinnu t sérgrein sinni, þegar út kom til Parísar. Sá starfsferill hófst raunar meö dálitlu ævintýri, sem veröur henni minnisstætt — og var því líkast, þegar mennskir menn gengu inn björgin í sögum og litu þá dýrö, sem ekki blasti viö hvunndags. Þótt ótrúlegt megi viröast, var hún tiltölulega lítt reynd og illa talandi á frönsku, send til aö vera innan handar á því heimili í Frakklandi, sem trúlega getur státaö af mestum auöi. Þar búa nefnilega þeir barónar og greifar og stórfaktorar, sem eiga heilan banka bara fyrir sig, ásamt ýmsu ööru að sjálfsögöu — og heita Rotschild. Þeir munu vera gyöingar aur og bleyta á gólfunum — en NÍNA GAUTA- DÓTTIR kippti því í lag, settist að í Latínuhverfinu og hefur þegar skap- að sér nafn sem veflistakona í Paris. eítir Gísla Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.