Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Side 6
Chang McCurdy er Bandaríkja- maöur, upprunninn úr Kóreu. Hann er afburöa Ijósmyndari og hefur Almenna bókafélagiö kynnt hann rækilega meö útgáfu á glæsilegri myndabók um ísland. Hér eru nokkVar myndir úr þeirri bók, en í dag opnar McCurdy Ijósmyndasýn- ingu aö Kjarvalsstööum; þar sem hann sýnir Ijósmyndir frá íslandi og víðar. Maöur er nefndur John Chang McCurdy og upprunninn austan úr Kóreu, en hefur ílengst í Bandaríkjunum. Varla mun réttu máli hallað þótt staðhæft sé, aö hann sé ekki til muna þekktur á fslandi og hefur hann þó meö sérstökum hætti haft afskipti af landinu — og í þá veru aö þakklætisvert er. McCurdy er Ijósmyndari, sérkennilegur og merkur Ijósmyndari; einn fárra, sem tekst aö nota myndavélina sem tæki til listrænnar sköpun- ar. Því til sönnunar er bók, sem einfaldlega ber heitið ICELAND og út hefur komiö á vegum Almenna bókafélagsins. Út af fyrir sig er þaö ekki nýmæli, aö Ijósmyndari sendi frá sér íslandsbók. Landiö okkar er „ööruvísi" eins og allir vita víst nú oröið og mikil náma hug- kvæmum Ijósmyndara. En ís- landsmyndabækur hafa vel flest- ar hyllst til að sýna fjallkonuna með varalit og augnskugga: Atlavík í sumarblíðu meö slút- andi birkihríslur, sem sýnast vera alvöruskógur, ellegar róm- antísk mótíf og heyra til sögunni: Sláttumaöur meö orf og Ijá og vallgróinn torfbær í baksýn. McCurdy viröist ekki hafa komiö auga á þau myndefni, sem prýöa túristabæklinga ööru fremur. Mér er stórlega til efs aö túristum sunnan úr löndum geti litizt vænlega á þaö land, sem McCurdy kynnir fyrir þeim með þessari bók. Halldór Laxness segir í formála, sem hann hefur ritað í bókina, aö hikandi yröi hann að ganga inná svið þessara mynda, ef einhver tjáöi honum aö þær væru auglýsing á feröa- mannastöðum. McCurdy hefur ekki tekiö mynd af Gullfossi í bjartviðri og meö hinum skylduga regnboga. Þar ríkir dumbungur og fölbrúnn er litur vetrarins á landinu, en klaki umhverfis fossinn. Tignar- leg er loftmynd McCurdys af suöurströnd landsins; silfurlitt hafið og þessi ægilegi sandur, — en nokkrir umkomulitlir fuglar í hópflugi og sýnast vera á leið innyfir þessa eyðilegu strönd. Kaldur er bláminn viö jökullóniö á Breiðamerkursandi í tungls- Ijósi, — kaldur er hann undir Eyrarfjalli, þar sem útigangs- hrossiö krafsar. Viö vitum, aö ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.