Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 6
an varalits og augnskugga «*Jfe*' 'VfeÉi, ''/*'. -!§*% -|^#" -?>T "#"^"" "i#r' ¦ / / Chang McCurdy er Bandaríkja- % • :.^f^^fe» maöur, upprunninn ur Koreu. Hann '»¦•'**? er afburða hosmvndari oa hefur Almenna bókafélagiö kynnt hann rækilega meö útgáfu á glæsilegri myndabók um ísland. Hér eru nokkrar myndir úr þeirri bók, en í ] dag opnar McCurdy Ijósmyndasýn- ingu aö Kjarvalsstööum; þar sem hann sýnir Ijósmyndir frá íslandi og víöar. Vsi W Maöur er nefndur John Ghang McCurdy og upprunninn austan úr Kóreu, en hefur ílengst í Bandaríkjunum. Varla mun réttu máli hallaö þótt staöhæft sé, aö hann sé ekki til muna þekktur á íslandi og hefur hann þó meö sérstökum hætti haft afskipti af landinu — og í þá veru aö þakklætisvert er. McCurdy er Ijósmyndari, sérkennilegur og merkur Ijósmyndari; einn fárra, sem tekst aö nota myndavélina sem tæki til listrænnar sköpun- ar. Því til sönnunar er bók, sem einfaldlega ber heitiö ICELAND og út hefur komiö á vegum Almenna bókaféiagsins. Út af fyrir sig er þaö ekki nýmæli, aö Ijósmyndarl sendi frá sér íslandsbók. Landið okkar er „öoruvísi" eins og allir vita víst nú oröiö og mikil náma hug- kvæmum Ijósmyndara. En ís- landsmyndabækur hafa vel flest- ar hyllst til aö sýna fjallkonuna meö varalit og augnskugga: Atlavík í sumarblíöu með slút- andi birkihríslur, sem sýnast vera alvöruskógur, ellegar róm- antísk mótíf og heyra til sögunni: Sláttumaður meö orf og Ijá og vallgróinn torfbær í baksýn. McCurdy viröist ekki hafa komiö auga á þau myndefni, sem prýöa túristabæklinga ööru fremur. Mér er stóriega til efs að túristum sunnan úr löndum geti litizt vænlega á þaö land, sem McCurdy kynnir fyrir þeim með þessarí bók. Halldór Laxness segir í formála, sem hann hefur ritað í bókina, aö hikandi yrði hann aö ganga inná sviö þessara mynda, ef einhver tjáði honum aö þær væru auglýsing á feröa- mannastöðum. McCurdy hefur ekki tekiö mynd af Gullfossi í bjartviöri og með hinum skylduga regnboga. Þar ríkir dumbungur og fölbrúnn er litur vetrarins á landinu, en klaki umhverffs fossinn. Tignar- leg er loftmynd McCurdys af suðurströnd landsins; silfurlitt hafið og þessi ægilegi sandur, — en nokkrir umkomulitlir fuglar í hópflugi og sýnast vera á leiö innyfir þessa eyöilegu strönd. Kaldur er blámlnn viö jökullóniö á Breiöamerkursandi í tungls- Ijósi, — kaldur er hann undir Eyrarfjalli, þar sem útigangs- hrossiö krafsar. Viö vitum, að ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.