Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Page 5
„Hvernig má læra þá aöferö?“
„Svo aö vitnað sé til þess sem
margir þekkja, þá vil ég nefna slökun-
aræfingar sem Hulda Jensdóttir Ijós-
móöir hefur kennt lengi á námskeiðum
fyrir barnshafandi konur. Þaö sem þarf
til að ná slíkri slökun, er kyrrð í
umhverfinu, þægileg stelling, róleg
öndun, það þarf að slaka á vöðvunum
meö athygli, og það sem erfiðast er
fyrir marga, — þaö þarf að tæma
hugann.
Þekktur bandarískur læknir, Her-
bert Benson sem stundað hefur rann-
sóknir og meöferð á hækkuðum blóð-
þrýstingi, hefur hagnýtt aldagamla
hugleiðslutækni Austurlandabúa til að
kenna sjúklingum sínum og ööru fólki
slökun með einföldum hætti. í bók
sinni „The Relaxation Response" mæl-
ir hann meö því aö fólk stundi
hugleiðslu sína og slökun í 10 til 20
mínútur tvisvar á dag. Til þess að
tæma hugann, mælir hann með því að
hafa yfir í huganum eitt orð, orðið einn
í hvert skipti sem maöur andar frá sér.
Einnig má endurtaka stutta bæn
jafnoft. í flestum trúarbrögðum heims
eru kenndar aöferöir sem gera mann-
inum kleift að komast í samband viö
Guö sinn og öðlast ró. Innhverf íhugun
er fyrst og fremst í þessu fólgin,
markviss leit að friöi og slökun. Það er
mikilsvert að menn nenni aö læra að
beita slökunaraöferöum, en grípi ekki í
óþolinmæöi sinni til þess auðvelda aö
gleypa róandi pillu eöa fá sér einn
tvöfaldan. Slökun kemur líka eölilega
eftir líkamlega áreynslu, t.d. sund,
böö, skíöagöngur og gönguferðir yfir-
leitt. Þeim aðferðum hafa margir
merkir menn beitt. Góður svefn er
reyndar sú aðferðin sem flestir nota
með ágætum árangri. Eigi fólk erfitt
með svefn vegna streitu, er gott ráö að
koma við í sundlaugunum eftir vinnu,
fara í góðan göngutúr að kvöldi eða
fara í þægilega heitt bað fyrir svefninn.
Líkamleg slökun tryggir andlega slök-
un. Það er mikill munur á þeim sem
sofna meö höfuöverk og í hnipri og á
hinum sem teygir úr sér og slakar á.
Þar sem leikfimi er kennd, er sums
staöar lögð áhersla á að kenna slökun.
Þeir sem hafa lært vel aö slaka á, þurfa
ekki aö keyra sig áfram þar tii þeir
komast í vandræöi. Þeir geta gripið til
slökunar mörgum sinnum á dag, t.d. í
kaffihléum eöa á leiöinlegum fundum.
En mönnum er mishætt við aö verða
langvarandi streitu að bráð. Fyrir um
20 árum báru 2 hjartasérfræðingar í
Kaliforníu, Freedman og Rosenman
fram þá kenningu, að persónulegur
lífsstíll manna gæti átt þátt í orsök
hjarta- og æðasjúkdóma. Menn hafði
lengi grunað, bæði lækna, sjúklinga og
ekki síst eftirlifandi aöstandendur að
streita gæti valdiö hjartaslagi. Eitt það
fyrsta sem hægt var að staðfesta í
þessu tilliti var þaö, aö viö aukna
streitu, hækkar cholesterol í blóði.
Tekinn var til rannsóknar hópur
manna, sem allir voru endurskoöend-
ur. Við rannsókn kom í Ijós aö
cholesterolmagn hækkaði mjög í blóði
þeirra fyrir og um 15. apríl á ári hverju,
en sá dagur er skiladagur á skatt-
framtölum fyrirtækja þar í landi. Chol-
esterolið lækkaði síðan aftur í maí og
júní. Menn þessir voru Undir miklu
andlegu álagi fyrir skiladaginn, en
lífsmynstur þeirra og mataræði var
ekki öðruvísi en venjulega.
Skv. kenningum þessara vísinda-
manna, má skipta fólki í tvo flokka,
A-menn og B-menn, eftir lífsstíl og
persónugerð. í stuttu máli, sá er
munurinn á þeim, aö A-menn eru í
stanslausri keþpni viö tímann en
B-menn eru rólegri í tíðinni. Til að
kanna heilsufar manna í þessum
hópum, völdu þeir 80 manns af hvorri
gerö, sem voru í leiðandi stöðum í San
Fransisco. Voru hóparnir bornir sam-
an. Meöal annars sem fram kom, var
þaö aö A-menn voru með hærra
cholesterolmagn í blóöinu og meðal
þeirra voru hjarta- og æðasjúkdómar
7 sinnum algengari en hjá B-mönn-
um.“
„Getur þú gefið okkur nánari
lýsingu á manngerðunum A og B?“
„Háttalag A-manna einkennist af
tilhneigingu til að afkasta sífellt meiru
á sama eöa styttri tíma. Þeir hafa
mikla baráttuhneigö og keppnisvilja og
eru alltaf aö koma sér áfram. Kapp-
girni þeirra fylgir oft árásarhneigö, sem
oft er vel falin, en notast sem orka í
þeirra stanslausu baráttu. Þeir bregö-
ast við verkefnum með áhlaupi, keyra
hraðar en aörir, og boröa hraöar en
aðrir. Þeir eru sívinnandi, og sjálfsmat
þeirra og sjálfsöryggi er í hlutfalli viö
afköstin. Séu þeir í fríi, fá þeir
sektarkennd. Þessir menn eru kallaöir
dugnaöarmenn á Vesturlöndum.
B-maðurinn hagar sér yfirleitt þver-
öfugt. Hann hefur betri stjórn á lífi sínu
yfirleitt. Hann fer sér rólegar. Hann
vasast ekki í mörgu í einu, hefur tíma
til að tala viö aðra og hlustar með
óskiptri athygli á hvað aörir segja.
Mönnum finnst gott að tala viö hann
og þeim líður vel í návist hans (stress
hjá einum er alltaf öðrum til ama,
óróleikinn smitast). En B-menn eru
ekki síður farsælir í störfum og geta
verið á sinn hátt framagjarnir, þótt
baráttan um framann sé ekki eins
hörð. Jafnmargir B-menn og A-menn
eru sagöir vera í trúnaðarstörfum í
Kaliforníu. B-mennirnir eru farsælli og
verða langlífari.
í bókinni „Type A Behaviour and
your Heart'* eftir Freedman og Rosen-
man er gerð ítarleg grein fyrir því, hvaö
A-maöur getur gert, ef hann vill bæta
líf sitt og lengja þaö og gerast
B-maður. Hann þarf þá að breyta um
lífsstíl en auðvitaö er það skilyrði að
hann þekki og viðurkenni sinn stíl og
vilji breyta honum. Slíkt er ekki hægt
með piiluáti, aö vísu er hægt aö lækka
blóðþrýsting með pillum og minnka
stress með róandi lyfjum, og það er
hægt að drekka sig ærlega fullan til aö
slaka á og mörgum A-manninum finnst
hann ef til vill eiga það skilið eftir erfiöi
vikunnar sem hann er þó sjálfur
höfundur aö, en þaö leysir engan
vanda og mynstrið er sífellt endurtek-
iö.“
„Hvað á hann þá að taka til
bragðs?“
„Þaö fer ekki hjá því, að læknir á
íslandi sem vinnur 10 til 12 tíma á
sólarhring, skammist sín svolítið, þeg-
ar hann reynir að svara þessu. En
svariö myndi verða eitthvaö á þessa
leið: Hann á í fyrsta lagi að fækka
störfum — setja frítíma inn í daginn
(þótt ekki sé nema nokkrar mínútur af
og til). Ætla sér ekki meira en hann
kemst yfir meö góöu móti, taka sér frí
um helgar, taka ekki vinnuna með sér
heim — menn hvílast ekki meö allt
drasliö á bakinu eins og könguló. Ætla
sér tíma fyrir leiki, sport og annað sem
hægt er að njóta í frístundum. Það er
hægt að temja sér svona lífsstíl en til
þess að gera þaö, þarf að taka ábyrgö
á tilverunni og stjórna henni talsvert
fremur en aö láta umhverfiö endalaust
stjórna sér. Menn hafa gert þetta meö
góðum árangri. Það kostar einbeitingu
og vilja og talsvert skipulag, skipulag
sem eykur frelsi, en minnkar það ekki.
Þess háttar leiðrétting á skaölegum
lífsmáta tengist reyndar þeim greinum
af læknisfræði og sálfræði, sem kölluö
hefur veriö atferlisfræði.
©
Matthías Johannessen
VEGLAUST
HAF
1 VI
Þú ert ögurstund Við lögöum af staö
í ævi/ minni í langa óvissa ferö
ég er flóö og fjara og hrynjandi hafsins með lítið nesti,
í hreyfingu yndi sem festi
þinni ég ungur
Þú komst eins og sól viö grunleysi þitt
um suöurhimin og vindurinn tínir
fórst eldi um vötn af birkinu blaö
og apalhraun og blaö og eins og þú sérö
og brjóst mitt fylltist sóttu haust og vindar
fegurö þinni á laun á hjarta mitt Og senn fellur einnig
II Bros klettaaugu fyllast aö
furðuljósum VII
bros Þaö sverfur
djúpir hyljir til stáls
blána af þínu Ijósi undir- vængsúg arna sólir hverfa hrynjandi sindur
III á bak viö skýin
Ur nalægö þinni og augu þín
var þögn mín sprottin og sól kveikti himin hnigin til viðar
viö haf, augu þín glæöur
auga mitt fylgdi auga þínu báls augu þín leiftur
þá nótt þegar enginn svaf löngu dauöra stjarna
IV VIII
Þú ert bros Haf
þú ert vor þú ert vormilt bros forvitið lognhvítt haf og svo eitt kvöld
þú ert sól fer lúinn maöur
þú ert sumar úr lífi þínu,
þú ert sumarsól gengur í jöröina
gamall maöur
þú ert ár þú ert eilífö þú ert eilíft ár meö gullbúinn staf
V Þú sem frönsk og dularfull dugga sigli sólþöndum voöum inní vitund mína 1977/1980
þei þei og haf ei hátt hér er margt aö ugga og blátt speglast hafiö
svo blá spegla augu þín æsku sína