Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Page 9
FISKUR UNDAN STEINI Suöurnesjamönnum og einkum og sér í lagi Keflvíkingum hefur oftar en einu sinni verið núiö um nasir, aö þeir væru frekar blankir á menning- arsviðinu og aö andleg áhugamál þeirra snerusf framar ööru um kana- sjónvarpið og aö leggja sjónvarpskapla milli húsa til þess aö geta horft á kábojmyndir á síðkvöldum. Aö sjálf- sögðu er sú skoðun byggð á grófri alhæfingu og á páskum vart gert átak í þá veru aö reka menningarlegt slyöru- orö af Suðurnesjamönnum. Lesbókin var viöstödd opnun þessarar menningarvöku, sem bar heitiö Fiskur undan steini (meö sér- stöku tilliti til kvikmyndarinnar al- kunnu um Grindavík). Hátíöin hófst meö einsöng og tvísöng þeirra Ragn- heiðar Guömundsdóttur úr Keflavík og Guömundar Sigurössonar úr Njarövík viö undirleik Gróu Hreinsdóttur, eiginkonu Guömundar. Þau sungu lögin hans Sigvalda Kaldalóns, sem eru hreinar perlur og hafa ugglaust mörg þeirra verið samin í Grindavík, meöan Sigvaldi var læknir þar. Aö því búnu voru opnaðar mál- verkasýningar Baðstofunnar, sem er skóli áhugafólks á Suöurnesjum, Ijós- myndasýning og sýning Eiríks Smith, sem veriö hefur aöalkennari Baö- stofufólks um 6 vetra skeið, — og þessvegna boöiö að sýna meö nemend- um sínum. Eiríkur sýndi þarna all- margar myndir frá síðustu árum, sem vöktu verðskuldaöa athygli. Verulega athygli vakti einnig, aö nem- endurnir í Baðstofunni hafa tekiö næsta undraveröum framförum undir handleiöslu Eiríks, enda ríkir mikill áhugi og í vetur var þátttakan slík, aö hópnum var skipt og Gunnlaugur Stefán Gíslason listmálari frá Hafn- arfiröi tók aö sér 10 byrjendur. Bæjarfélögin í Keflavík, Njarövíkum og Sandgerði styrkja þessa starfsemi, sem er lofsvert og vonandi gefa meðfylgjandi myndir þriggja nemenda einhverja hugmynd um, hve biliö er breitt á milli þeirra sem taka þessa hluti markvissum tökum og njóta góörar leiðsagnar, — og hinsvegar ýmissa áhugamanna, sem eru aö efna til sýninga á vankunnáttu sinni. Venju- lega sinnir Lesbókin ekki byrjenda- sýningum, en hór var svo vel að verki staðið aö ástæöa þótti aö gera undan- tekningu. Á menningarvöku Suöurnesja var margt fleira á dagskrá, sem Lesbókin haföi ekki aöstööu til að fylgjast meö svo sem leiklistarsýningar, popptón- leikar og heimsókn Sinfóníuhljóm- sveitar Islands. Er sá siöur til fyrir- myndar, sem nú tíðkast á nokkrum stöðum, aö efna til listahátíða um páska, — og verður væntanlega fastur liöur á Suöurnesjum hér eftir. GS. Að neöan: Þrfr úr nemendahópnum, sem myndar Baóstofuna og áttu verk á sýningunni. Efst: Soffía Þorkelsdóttir viö olíumólverk sitt, í miöju: Ásta Pálsdóttir ásamt nokkrum vatnslitamyndum, sem hún er höfundur aö og neöst: Óskar Pálsson viö olíumálverk sitt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.