Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Page 10
ÞÆTTIR
ÚR ÆVI
GEIRS
ZOÉGA
Annar hluti
Ásgeir Jakobsson
skráði
Geir Zoöga. Myndina tók Óiafur Magnússon nú í vor.
Landakoti, þar var ég á dögunum á
gjörgæzludeild og finnst ég nú vera
eins og sextugur en ekki áttatíu og
fjögra. Faöir minn fékk slæmsku í
hálsinn, einhver þrengsli, þegar hann
var oröinn aldraður og hann gat ekki
boröað nema einstaka mat síðustu
árin. Þaö kom í Ijós um síöir, aö það
var sár í vélindanu neöarlega. Ég
þjáöist um tíma af þrengslum í vélind-
anu líkt og faöir minn, en þá haföi nú
rannsóknartækninni fleygt svo fram aö
meinið fannst fljótt. Ég var rannsakaö-
ur ítarlega úti í Bretlandi og skorinn
uþp. Þá reyndist nú um meira að ræða
en sár í vélindanu. Það voru fjögur sár
á þindinni. Þaö mátti heita ég fengi
fulla bót. Þó er þaö nú svo, að ég
má nú oröið dálítiö gæta mín í
mataræði. Það er ekki alveg sama,
hvaöa mat ég borða. Þaö var ekkert
smáræöisfyrirtæki aö gera við þindina.
Þeir fóru inní bakið á mér, klufu rifin
frá hryggnum. Viðgeröin hefur haldiö
ágætlega, en þaö er farin að setjast aö
henni gigt. Svo var ég á Kommune-
hospital í Kaupmannahöfn viö liöagigt-
inni og þaöan fór ég til Mounte Bellow.
Þar átti ég aö fitna og braggast, en
þaö gekk hægt. Ég var lengi ræfill á
og hann dó úr henni. Hann var alveg
heill á sál og líkama fram til þessa,
gamli maðurinn, var alltaf í búðinni, sat
þar oft á stól og rabbaði viö menn. Ég
var lítiö í búöinni, ég vildi veröa
sjómaöur en ég var einkasonur og
pabbi vildi ekki aö ég stundaöi sjóinn.
Ég er búinn að fara 70 sinnum yfir
hafiö og oft á togurum og lenda í
mörgu misjöfnu í þeim feröum. Og nú
ætlar þaö aö rætast, sem mig dreymdi
sjálfan um fyrir 60 árum. Sonarsonur
minn er að Ijúka prófi úr Stýrimanna-
skólanum í maí og í þeim mánuði eru
150 ár frá fæöingu fööur míns.
Mesti fiskveiði-
leiðangurinn
Hellyersbræöur geröu fyrst út leiö-
angur til Grænlands áriö 1926. Þaö var
einskonar rannscknaleiöangur og far-
inn undir norsku flaggi. Brezka stjórnin
vildi ekki aö hann væri undir brezkum
fána þar eö meiri hluti áhafnarinnar
væru Norömenn. Þetta breyttist svo
strax áriö 1927 þegar Hellyersbræður
gerðu út algerlega á eigin ábyrgö. Þeir
gerðu út á lúöuveiðar allt fram á 1933.
Lúöuveiðarnar (og þorskveiöar 1930)
LEIÐANGURINN MIKLI
TIL GRÆNLANDS 1930
Hafnarfjörður 1920. Bitabryggja viö Haddenstööina, sem einnig var nefnd Zoögastöð. Fjær sér á fiskmóttökuhúsið.
Útgerðartilraunir
og sjúkrasaga
Þaö var ekki fyrr en 1918, sem ég
fór aö fást viö útgerö. Þá keypti ég af
Duus kútter Hafstein og geröi hann út.
Mér leizt svo vel á hann Sigurö
Sigurðsson frá Seli, síöar var hann
kenndur við togarann Geir, og þess
vegna keypti ég Hafstein. Siguröur
haföi veriö stýrimaöur hjá Friðriki
Ólafssyni á Ásu. Með okkur Sigurði í
kaupunum á Hafsteini var Sigurjón
móðurbróöir minn. Siguröur var meö
Hafstein í tvö ár. Þá voru komnir svo
margir togarar, að þaö fengust ekki
menn á kútterana og viö seldum
Færeyingum Hafstein. Hafsteinsút-
gerðin gekk ágætlega.
Ég byrjaöi í Hafnarfirði 1920, þá
fékk ég Haddensstöðina, sem svo var
kölluö. Ég fékk fisk af togaranum Geir
og Vínalandinu (Geir Thorsteinsson).
Þetta voru erfiö ár fram til 1924 og ég
tapaöi miklum peningum. Svo missti
ég eitt ár úr, lá í liöagigt, fyrst hér
heima en síðan úti í Danmörku. Mér
var helzt ráölagt aö rúlla, en ég geröi
þaö ekki. Mér tókst aö hætta án þess
aö bankinn tæki stööina. Ég komst
ekki úr þeirri kreppu fyrr en 1941. Þá
afhenti bankinn mér öll veöskjöl.
Þegar Loftur Bjarnason hætti far-
mennsku og kom í land, geröum viö
félag meö okkur um Haddensstööina,
leigöum hana fyrir sanngjarnt verö. Viö
fengum fisk af Júpiter, sem Þórarinn
Olgeirsson haföi látiö smíða sér. Þór-
arinn haföi landaö hjá mér áöur þegar
hann átti Belgaum. Hann fiskaði mikiö,
Þórarinn, og góöan fisk og Jes Zimsen
borgaði alltaf. Svo keyptum viö Loftur
meö Ólafi Gíslasyni, framkvæmda-
stjóra hjá Kárafélaginu í Viöey, miklum
ágætismanni, línuveiöarann Eljuna.
Guömundur Júni var skipstjóri og
fiskaöi geysimikið og viö græddum á
Eljunni, en svo skemmdist hún í
ofsaveöri. Þá leigöum viö þessir þrír,
togarann Sindra, en hann var allt of
erfiöur fyrir línu og þaö fiskaöist ekkert
á hann. Þar töpuöum við því, sem við
höföum grætt á Eljunni. Guömundur
Júni var var fiskimaður, en mikiö var
hann blautur, indæliskarl, eins og
mannskepnan er reyndar öll ef hún er
rétt tekin. Margan góöan manninn hef
ég þekkt en engan eins og Loft
Bjarnason, þaö var mikill öndvegis-
drengur, óhemjuduglegur og vakandi í
starti. Hann var framkvæmdastjóri
stöövarinnar og færöi allt bókhaldiö.
Ég var þá oröinn framkvæmdastjóri
hjá Hellyersbræðrum. Liöagigtin lék
mig illa. Ég var kominn niöur í 135
pund en haföi veriö 187 pund, þegar
ég veiktist. Þeir eru sex spítalarnir,
sem ég hef verið á. Hér heima á
Landspi'talanum, Borgarspítalanum og
eftir. Þaö átti að senda mig til ítalíu en
ég sagöi nei. Næsta ár fór ég aö hjarna
viö og byrjaöi aftur aö synda í sjónum
hérna heima og svo kom þetta smátt
og smátt. Þessi liöagigt kom frá
hálsbólgu. Ég byrjaöi 5 eða 6 ára aö fá
gigt og á unglingsárunum var ég oft aö
fá hálsbólguköst og þá var mér ráðlagt
aö láta taka úr mér hálskirtlana. En ég
vildi þaö ekki, þetta var gert við börn
og kvenfólk og mér fannst ég vera
orðinn alltof stór til aö láta gera þetta.
Þetta dróst svo, aö ég léti taka
kirtlana, þar til ég lagöist fárveikur í
liöagigtinni þá voru kirtlarnir rifnir úr
mér, en upp úr því fór mér aö batna
gigtin. Ég hef aldrei fundiö til gigtar
síðan þetta ár, nema nú, sem áöur
segir rifjagigtar. Ég var alltaf fljótur aö
jafna mig eftir veikindi, enda er ég af
heilsuhraustu fólki kominn. Pabbi lá
aldrei veikur fyrr en hann var skorinn
upp viö þvagsteinum 87 ára gamall.
Hann fékk þá lungnabólgu og við
henni var ekkert meöal í þennan tíma
voru stundaöar á doríum frá stórum
móöurskipum nema sumariö 1927, aö
gerö var tilraun meö doríuúthald frá
togara, Imperialist, en á því varö ekki
framhald. Kolaverkfalliö í Englandi
1926 er lengsta kolaverkfall í sögu
Englands. Þaö stóö í 6 mánuöi. Vegna
verkfallsins græddu Hellyersbræður
stórfé á Grænlandsleiöangrinum 1926.
Þaö vantaöi fisk á brezka markaðinn,
allur togaraflotinn lá mánuöum saman.
Hellyersbræöur vissu hvaö var aö
gerast og birgöu sig upp af kolum. Þeir
geröu samning við Þjóöverja um
kolakaup og fluttu 10 þúsund tonn
hingað upp til Hafnarfjarðar. Þau kol
voru notuö viö Grænland. Togararnir
sem fluttu fiskinn af Grænlandsmiðum
tóku kol í Þýzkalandi á bakaleiöinni
eins og þeir gátu flutt. Ég held ég fari
ekki rangt meö aö þeir Hellyersbræöur
hafi fengiö móöurskipiö Arctic Prince
borgaö þetta sumar.
Fyrsta sumariö var móöurskipiö
5.500 tonna skip, sem hét Helder en