Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1980, Qupperneq 15
Þættir úr ævi Geirs Zoéga 430—450 föömum, ef þaö átti aö fiskast á hana alla. Það var aldrei lagt þversum á straum. Þaö var kóralbotn þarna, afleitur botn. Lúðan var heilfryst en þorskurinn flakaður og pækilfrystur. Sá var ókost- ur viö pækilfrystingu þorskflaka, að þau drukku hratt í sig saltiö í pækliri- um. Þaö hentaði ekki fyrir brezka markaðinn, aö það væri saltbragö af flökunum. Bretar vilja salta sjálfir á diskinn sinn. Pækilfryst flök vilja og verpast í frystingunni og verða heldur óhrjáleg útlits, ef ekki er á þeim góö pressa. Þaö var vandaminna aö heil- frysta fisk í saltpækli. Þá varnaði roöiö því, að fiskurinn drykki strax í sig saltið. Lúöufrystingin tókst vel. Gúst- avson í sænska var byrjaður um þetta leyti aö heilfrysta fisk í saltpækli, en það er trúa mín, að ég hafi orðið fyrstur til aö flaka fisk til frystingar hérlendis. Þaö var eftir aö ég kom úr sögöum Grænlandsleiðangri, aö viö Gustavson hittumst í kaffi á Hótel ísland og ræddi ég þá viö hann um flökun. Þar kom tali okkar, aö ég fór fyrir Gústavson og keypti hentugan flökunarhníf og flakaöi nokkra fiska og sýndi handbrögðin við þaö verk. Við vorum mest á Bananabankan- um. Þegar viö veiddum þorsk vorum viö náttúrlega miklu grynnra. Það þýddi ekkert aö leggja fyrir lúðu þar sem þorskurinn var mestur. Hann tók strax. Ég hafði 90 menn í flatningu og söltun. Þaö fór mikill tími í umstöflun og flutning á saltfiskinum um borð. Aöstæöur voru svo óhagstæðar. Við umstöfluöum á 60 klukkustundafresti. Þegar fiskurinn var oröinn sæmilega staðinn, fluttum viö hann meö járn- braut, sem var neöan í lestarloftinu og framí gamla kolalest, sem tók þúsund tonn af saltfiski. Þaö var mikill kola- mokstur um borö í Arctic Queen. 10 menn unnu ekkert annaö en flytja til kol. Þaö voru þrír katlar í skipinu og einn þeirra alltaf meö miklum eldi, hann dreif frystivélarnar og spilin og þaö var einnig lifandi undir öörum katli, sem var til taks, ef færa þurfti skipiö eöa hagræöa því eitthvaö. Og svo þurftu spilin, doríuspilinn mikinn damp. Viö misstum enga doríu, en einn mann misstum viö. Hann fyrirfór sér, unglingspiltur. Hann var kominn á skipsspítalann, því aö hann haföi áöur reynt aö fyrirfara sér. Salerniö var handan við ganginn og pilturinn fór þangaö og annar piltur meö honum, sem átti aö gæta hans, þegar sá sjúki kom útaf salerninu, tók hann undir sig stökk og aftur ganginn og afturdekkiö og stökk afturaf skipinu. Skipið var á ferö og þaö var náttúrlega ekki hægt aö stööva nær 11 þúsund tonna skip á punktinum. Þaö tók tíma að koma niöur doríum og hann var sokkinn áöur en komizt varö til hans. Viö sáum hann þar til hann sökk og heyrðum í honum ópin. Þann 26. maí fékk ég heillaskeyti á Grænlandsmið. Philip leiöangursstjóri spuröi, hvort ég heföi veriö aö eignast son. Ég sagöi þaö ekki vera heldur væri fjölskylda mín og ættmenni heima aö halda uppá 100 ára fæöingardag föður míns. Philip gaf þá vindla og koniakssnafs eftir kvöldmatinn. Svo var þaö, aö þann 20. ágúst fékk ég aftur heillaskeyti. — Hvaö var nú, spuröi Philip. — Nú var sonur minn aö veröa eins árs, sagöi ég og þá voru enn gefnir vindlar og koniak eftir matinn. Þetta var þaö eina, sem viö yfirmennirnir og K EN AíOREl ER HUGSA-D > UM, AÐ ÉG &£n ÞJÁ-BSTAF B/ETIEFNASKORTI, ÞO É& HAFt VER/Ð SVO ÓHBPPINNAÐ DETTA „ í POTT Á BAPNSAIDR/.. -4 ÞAD ER SflGT,AÐ ÞESSl SK06-UR S£ MORAND/ AF PÆNINCJ UM. V/SSARA AÐ V/TA MÍNVÆÐA SIC MEÐ E/NUM DR.OPA ' -7 ÁSTRÍKUR, m . FÉKKSTU NOKKURm FEROAMANNA- A JSJALOEYFU ? 7 JA, EG FEKK HUNDfC- AÐ GUUPEN/N&A FyR- /R S/C0/NM/ 60 N0KKRA KOPARPEN/NGA HANDA v OKKUR... ASTRIKUR OG GULLSIGÐIN Eftir Goscinny og Uderzo. Birt í samráði við Fjölvaútgáfuna JA.LECCJUM í ÞÁ/ HEVRDUÐ þ/d, hvað HANN ' SAGÐ/ ? KOMIÐ ME0 6ULLJÐ! . ÆTU ÞETTA ' SÉU RÆN/NCJAR SENNtLEGA '7HANN HLVTURy AD VERA RÍKUR HANN GLAMRÍKtn . FRÆNDI þ/NN'j , hANn' ER MUR AOUR! HVAB SKVLD/HA/Tt GERA V/Ð ALLA GULLPEN/NCANA, SEM HANN FÆR FYR/R GULLS/GD/RNAR 7 rHANN GER/R UR ÞEIM GULLS/CD/R. skipshöfnin brögöuöum vín um borö í Arctic Prince meöan viö vorum á miöunum og var þó nóg vín til. Fiskimennirnir, doríukarlarnir, fengu rommflösku þegar dorían þeirra hafði fengiö tiltekinn lúöuafla, og þá fóru þeir meö hana inná sín herbergi og drukku hana þar. Viö vissum ekkert af því, né skiptum okkur af því, stjórn- endurnir. Þaö var svo á Hvítasunnudag aö fiskiskipstjórinn norski, Jacobsen, ágætur maöur, stakk uppá því aö ÉG VONA.AÐ VIÐ REK■ ~UMST EKKI ’A OF MARGA - RÆN/NGJA 'A LE/Ð/NN/. ÞAD ER. SVQ LE/p/NLEGT AÐ UTB/A NATTURU/VA.. . mennirnir fengju frí og þaö samþykkt- um viö, fannst það sjálfsagt, en þá hljóp Philip á sig, hann gaf í einu lagi hverri doríuskipshöfn rommflösku. Það varö mikill darraöardans, sumir urðu náttúrlega útúr fullir, og þá upphófust deilur, allskonar uppgjör á ýmsu er laut aö veiöunum. Einn hafði lagt línuna ofan í annars Itnu og einn haföi tekiö pláss frá öörum og allt eftir því. Við vorum allan daginn, yfirmenn- irnir, að ganga á milli og stilla til friöar. Þeim dugöi nefnilega ekki romm- skammturinn. Á mótorlampana var notaöur spíri, hreinn spíri, ekki neinn óþverri eins og nú er. Það reyndist margur mótorlampinn hafa misst spír- ann sinn, þegar róiö var morguninn eftir, annaö eins og þetta kom aldrei fyrir aftur. Um haustiö þegar viö héldum heim og skiluöum af okkur Norömönnunum í Bergen, var aftur tekinn tappi úr flösku. Framhald í næsta blaöi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.