Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1980, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1980, Side 2
Flugvélin stóö á brautarenda tilbúin aö hefja sig til flugs. Hvass noröanvindur næddi um vængina og þaö hrikti í flugvélinni viö snörpustu vindhviðurnar. Ég lét fara vel um mig í sætinu og horföi út um gluggann. Útifyrir var kuldalegt um að litast. Veöriö haföi fariö versnandi eftir því sem leiö á morguninn og nú var fariö aö snjóa. Þó klukkan væri orðin rúmlega tíu var enn hálf myrkt. „Þaö er vonandi aö þaö veröi nú ekki hætt viö aö fljúga", heyrði ég eldri mann í sætinu fyrir framan mig segja viö konu sem sat viö hliðina á honum, — þau voru sýniiega hjón. Mér haföi dottiö það sama í hug. Veöurútlitiö var ískyggilegt. Þetta var sextánsæta flugvél og hvert sæti skipaö. Ég haföi lent framarlega í sætaröðinni og þaö var ekki laust viö aö ég finndi til innlokunarkenndar þar sem ég sat, — aöþrengdur á alla vegu af túpu- laga skrokknum. Sem betur fór þekkti ég ekki neinn af farþegunum, — en þekktu þeir mig? Ég leit rannsak- andi í kríng um mig. Viö hliöina á mér sat miöaldra maöur sem virtist hálf sofandi, — hefur líklega veriö á fylliríi í gærkvöldi, hugsaöi ég. í sætinu fyrir framan voru eldri hjón, dálítiö sauöarleg á svip- inn og kumruðu saman í hálfum hljóðum. Viö hliðina á flugmanninum sat táningur en ég sá aðeins baksvip- inn. Ég leit afturfyrir mig og brá ónotalega þegar ég kom auga á dökkhæröa stúlku sem sat aftarlega í vélinni, — mér fannst í svip eins og ég þekkti hana en þaö hlaut aö vera hugarburður. Skyndilega hertu hreyflarnir á sér og fíngerður titringur fór um vélina. Hún rann af staö og ég sá hvernig flugbrautin þaut framhjá útifyrir. Flugvélin jók hraöa jafnt og þétt þar til hún hóf sig upp af flugbrautinni. Ég sá flugvöllinn fjarlægjast fyrir neöan. Hann varö sífellt minni og minni en hvarf loks alveg í sortann. Meöan flogiö var upp í gegn um skýin tók fyrir allt útsýni, — út um gluggann sást ekki annaö en mjólkur- hvít kafaldshríðin. Þaö birti eftir því sem ofar dró. Ég hallaöi mér aftur í sætinu. Þaö var gott aö vera loksins kominn af staö. Nú þegar allt var afstaöiö var mér á vissan hátt rórra. Ekki svo aö skilja aö ég hlakkaði til aö koma noröur, en þaö var eina úrræöiö eins og á stóö. Ég haföi verið kominn á toppinn þegar allt hrundi. Og hverjum hafði þaö verið aö kenna, — sjálfum mér, auövitaö. Meö dugnaði og heppni haföi mér tekist að vinna mig upp í bankastjórastöðu, — á tiltölulega skömmum tíma frá því aö ég byrjaöi sem skitinn gjaldkeri. Þaö var vel af sér vikið því ég var ekki nema 27 ára þá. Nú var ég þrítugur. Allt hafði fariö til andskotans í einni lotu. Ég haföi misnotaö mér aðstöðuna og dregiö mér fé. Svo einfalt var þaö. Og þar meö var ég oröinn atvinnulaus, peningalaus og ærulaus. Meö hjálp góöra manna komst ég hjá tugthúsi. Konan yfirgaf mig, — og börnin fóru meö henni, þaö var í rauninni best aö þannig færi, því eins og málum var komiö gat ég ekki legnur séö fyrir þeim. Eftir þaö kom yfir mig einhver sljóleiki og ég haföi mig lítiö í frammi í um þaö bil ár. Svo haföi gamall æskufélagi minn útvegaö mér þetta sparisjóös- stjórastarf fyrir noröan. Þaö var reynd- ar lítiö annaö en nafniö eitt. En ég átti ekki völ á ööru betra og nú var ég á leiöinni þangaö. © Flugvélin var komin hátt upp fyrir skýjabreiöuna sem teygði sig eins og drifhvít heimskauta-eyöimörk til allra átta. Þetta einskismannsland var í senn auönarlegt og kyrrt. Ööru hvoru kastaöist flugvélin til eins og hún væri skekin af tröllahöndum en þess á milli var eins og hún stæöi kyrr í loftinu, — eins og hún héngi á þræöi þarna hátt uppi í tóminu. Dynurinn frá hreyflunum var jafn og svæfandi, — hann virkaöi eins og einskonar þögn — síbyljandi niöur sem útilokaöi öll önnur hljóö og ómögulegt var aö rjúfa. Eftir um það bil hálftíma yröum viö komin á leiðarenda. En hvernig myndi mér vegna þar. Ég fann hvernig spennan náði tökum á mér og seildist niöur í vasann eftir sígarettupakk- anum. Innst inni gazt mér eingan veginn aö þessu ferðalagi og heföi heldur kosiö aö vera um kyrrt í Reykjavík. En héöan í frá yröi ekki aftur snúiö — og þó sjálfsagt yrði ekki auövelt að byrja uppá nýtt meö tvær hendur tómar, þóttist ég vita aö ég myndi standa mig þegar á hólminn kæmi. En fortíð mín — myndl hún ekki ávalt veröa mér þrándur í götu ... Ég hrökk upp úr þessum hugsun- um viö aö ganghljóö hreyflanna breyttist og flugvélin byrjaöi að tapa hæö. Skýjabreiðan færöist nær og flugvélin hristist óþyrmilega, — misvindiö jókst sífellt eftir því sem neöar dró. Var flugmaöurinn aö búa sig undir lendingu eða þurfti hann aðeins aö lækka flugiö af einhverjum ástæö- um. Eftir nokkra stund vorum viö komin niöur í skýin og grámóösku- leg kafaldshríö byrgöi alla útsýn. Loks byrjuðu hreyflarnir að vinna eölilega á ný og flugvélin hækkaöi sig. En þaö var eins og þá skorti afl, — fljótlega byrjaöi flugvélin aö tapa hæö og sökk niöur í mjólkurhvít snjóskýin. Farþegarnir voru byrjaðir aö ókyrrast og sjálfum var mér alls ekki rótt. Ég sá ekki betur en flugmaðurinn væri sífellt aö fást viö talstööina en þaö var eins og honum tækist ekki aö ná sambandi. Þaö hlaut eitthvaö aö vera aö. Skyndilega var eins og hreyflarnir næöu upp fullri orku og flugvélin reif sig upp úr skýjunum. Ég varö ólýsanlega feg- inn, — líftóran er manni víst því kærari sem nálægö dauðans veröur raunverulegri. Vonandi tæki rellan ekki uppá aö tapa hæö á ný. Marrandi skrölthljóö frá öðrum hreyfilnum geröi þessa von mína að engu. Flugvélin nálgaöist skýja- breiöuna óöfluga. Hún kastaöist heiftarlega til og nötraöi undan sviptibyljunum. Hún var komin alveg niöur aö skýjabreiöunni og tætingsleg éljaský þutu framhjá útifyrir. Beint framundan var tröllaukinn skýstrók- ur sem gnæföi hátt upp úr sléttri skýjabreiöunni. Þaö var eins og hann yllti á móti okkur dimmur og ógnandi, — og áöur en varöi steypti hann sér yfir flugvélina. Þaö var eins og flugvélin hefði orðiö fyrir höggi, — þaö brast í henni og hún hringsnérist í loftinu en skaust síöan uppáviö meö firna krafti. Þaö var niödimmt og ég heyrði fólkið æpa alstaöar í kring um mig, — ef til vill æpti ég sjálfur án þess aö gera mér þaö Ijóst. Loks byrjaöi hún aö falla, — fyrst hægt og hægt en síöan hraöar og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.