Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1980, Qupperneq 7
taka viö vestur-evrópskri þróunaraö-
stoö, svo að þjóðin væri verðug hins
nýja hlutverks síns.
Metnaöargirnd og frægöarþorsti
ásamt bjargfastri sannfæringu um aö
hafa miklu hlutverki að gegna, knúöi
Pétur mikla áfram eins og aöra
mikilhæfa einvalda á hans öld. En
metnaður og kappsemi keisara skýrir
ekki uppgang og útþensluáráttu hins
rússneska stórveldis. Þaö veröur aö
leita margra skýringa, samverkandi
ástæöna til aö gera sér grein fyrir
viöleitni og markmiöum rússneskrar
utanríkismálastefnu, hinni stööugu
sveiflu milli friðsamlegra tilburöa og
hernaöarlegra hótana, hinu undarlega
samblandi af köldum útreikningi og
brennheitum trúboösáhuga, slægö og
góösemi, menningu og siöleysi, í stuttu
máli til aö átta sig á duttlungum Rússa,
á því aö þeir séu óútreiknanlegir.
Hinar landfræöilegu forsendur liggja
fyrir. Þetta er ríki, sem hefur nær engin
eölileg landamæri og er skiliö frá hafi
af „þaki heimsins'1 í suöri og Tyrklandi
í suövestri. Feikilegt meginlandsflæmi
þess er opiö á allar hliðar og því
ofurselt innrás hvaðanæva aö.
Hvaö stoöar fórnarlambiö
hinar fegurstu ástæöur
árásarríkisins?
Það hefur oft veriö litiö svo á, að
Úralfjöll væru mörkin á milli Evrópu og
Asíu, og þaö er ekki svo langt síöan de
Gaulle lét þá skoöun í Ijós sem og
fleiri, en samkvæmt skilningi fjöl-
margra skipta þau jafnmiklu eöa litlu
máli og Alpafjöllin í Evrópu í augum
Vestur-Evrópubúa. Rússland hefur
Janusarhöfuö, annaö andlitiö snýr aö
Evrópu, en hitt aö Asíu. Og eins og
Ameríkumenn létu ekki staöar numið,
fyrr en landamæri þeirra náðu frá einni
strönd til annarrar, þannig leituöu
Rússar að „mörkum" sínum, þangaö til
þeir réöu yfir stærsta landi heimsins.
Þaö er stærra en Kína og Kanada
samanlagt og tvisvar og hálfum sinn-
um stærra en Bandaríkin. Frá því er
Pétur mikli kom til valda og fram um
1900, hefur rússneska ríkiö stækkaö
daglega um níutíu ferkílómetra, eftir
því sem hótfyndinn heimspekingur
reiknaöi út um aldamótin.
Þegar litiö er þannig tölfræðilega á
málið, gætu jafnvel sagnfræöingar
fengiö þá hugmynd, aö um stööuga og
sífellda útþenslu hafi veriö aö ræöa. En
í rauninni hefur svo alls ekki verið.
Tímabil útþenslu skiptust á viö löng hlé
og kyrrstöðu. í tvö hundruð ár lokuðu
Kínverjar Rússum hinn þráöa aögang
aö Kyrrahafi. Lengri framsókn heföi
líka oröiö keisaraveldinu um megn.
Milli Vínarráöstefnunnar 1815 og
októberbyltingarinnar breyttust heldur
ekki vesturlandamæri ríkisins aö neinu
marki.
En síðan þröngvuöu Þjóöverjar, Pól-
verjar, Englendingar og Frakkar Rúss-
um tii aö halda sig innan viö mörkin,
eins og þau voru fyrir Pétur mikla, og
Rússland var svo eins og farsóttar-
sjúklingur umlukt velviljuðum smáríkj-
um. Þannig stóöu málin í um þrjátíu ár.
En síðan færöi Stalín út valdsviö
sovézka heimsveldisins, svo aö þaö
náöi langt inn í Miö-Evrópu. Fyrst fór
hann af stað í boði Hitlers, en síðan
hélt hann áfram í kjölfarið á misheppn-
aöri sókn Hitlers til Volgu. Þegar
Eisenhower, Bandaríkjaforseti, lýsti
áhyggjum sínum út af þróun málanna í
Evróþu, spuröi de Gaulle hann: „Hald-
iö þér, aö maður eins og Pétur mikli
heföi tekiö aöra afstööu til málanna,
hvaö snertir landamæri og yfirráöa-
svæði, eftir allt sem hent hefur Rúss-
land í báöum heimsstyrjöldunum?"
Hinir rússnesku ráöamenn hafa
einnig oft á tíöum og nú síðast Brésnef
varöandi Afganistan skírskotaö til ör-
yggissjónarmiöa, þegar þeir hafa rétt-
lætt íhlutun sína í málefni nágranna-
ríkjanna, og jafnoft hafa þeir svarið og
sárt við lagt gegn betri vitund, aö
hersveitir þeirra myndu aöeins veröa
um kyrrt til bráðabirgða í viökomandi
landi, síöast íTékkóslóvakíu og Afgan-
istan. En fyrir þær þjóöir, sem rússn-
eski björninn hefur snert meö hrammi
sínum, hefur ekki reynzt neinn munur á
því, hvort þær yröu fórnarlömb „bróö-
urlegrar aöstoöar" eöa „árásar í varn-
arskyni". Jafnvel þær þjóöir, sem „af
frjálsum vilja" hafa játazt undir vernd
keisarans eöa síðar Sovétríkjanna,
hafa oft haft ástæöu til aö formæla
hinni rússnesku hnútasvipu.
Rússland hefur gripiö tækifæri, sem
því hafa boöizt — en þó alls ekki alltaf.
Rökstuöningurinn og tilefnin hafa verið
breytileg á hinum ýmsu tímum. Katrín
mikla, sem upprunalega var þýzk
prinsessa, og elskhugi hennar, hinn
mikilhæfi þjóöskörungur og hershöfö-
ingi, Potemkin, færöu út mörk ríkisins
Sjá nœstu síðu
Hér er ekkert til sparaö: Innrásarskip frá
hernum opnast aö framanveröu og út úr því
skriðdrekar, sem sigla eins og bátar unz
ö . ■wi
Geitin milli
Ijónsog
) bjarnar
IRússarnir koma — í þrjár
aldir. Fyrst sendi Pétur
mikli hersveitir sínar suður á
I bóginn. Árið 1722 varð Persa-
keisari aö láta af hendi viö
Pétursborg Baku og Derbent
sem og vestur- og suðurhluta
strandhéraðsins viö Kaspía-
haf. Arftakar Péturs urðu að
vísu að skila aftur þessum
ránsfeng.
I
2Hálfri öld síöar lagöi Katrín
mikla til atlögu. Hin þýzka
prinsessa, sem varð keisara-
drottning, lagöi undir sig
Krímskagann — hina „rússn-
I esku Rivieru“.
3Eftir Krímstríðið (1853—
1856) hófst sóknin suður í
Kákasus á stjórnarárum Alex-
anders II. Sex árum síðar gat
yfirhershöfðingi hers keisar-
ans tilkynnt Pétursborg: „Héð-
an í frá er enginn sá þjóðflokk-
ur i Kákasus, sem ekki hefur
verið lagður aö velli.“
4Fyrir Alexander II. var
„friðun“ Kákasus merki
um, að haldið skyldi austur
fyrir Kaspíahaf. 20 árum síöar
var hinum mikla hring um
Turkestan lokað. Rússneski
fáninn blakti frá Kaspíahafi til
Vestur-Kína, frá Aralvatni til
Pamir og Hindkush. Rússland
hafði nú nálgast ískyggilega
hið brezka heimsríki í Ind-
landi. Milli hinna tveggja stór-
velda var nú aðeins smáríkið
Afganistan. „Land mitt“, sagði
Abdur Rahman, konungur,
stynjandi 1885, „er eins og
geit, sem björninn og Ijónið
hafa komið auga á.“ Meðan
sendimenn í London og Pét-
ursborg voru aö semja um
afmörkun áhrifasvæöa, treystu
Rússar hina miklu landvinn-
inga sína með lagningu járn-
brautar. Á árunum 1883—1886
var brautin lögö handan við
Kaspíahaf, en Síberíujárn-
brautin 1891—1904.
5Jólainnrás Sovétríkjanna í
Afganistan hófst í árslok
1979, er sótt var til Kabúl og
Kandahar að mestu leyti á
vegum, sem Rússar höfðu
byggt sem „þróunaraöstoö“.