Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1980, Page 4
Josef Joffe
Samantekt úr
Magazin
I Afganistan hefur sovet
herinn beitt nýjustu
skriðdrekum sínum og
jafnvel eiturgasi, en þaö
ótrúlega hefur gerzt, að
skæruliðar með frum
stæðan búnað hafa stað
ið uppi í hárinu á mesta
hervetdi heimsins
VERÐUR
BJÖRNINN
METTUR?
Saga rússneskrar útþenslu-
stefnu. Þaö sem Kósökkum
tókst ekki, hefur Kremlverj
um heppnazt með skrið
drekum sínum í
Afganistan
■
■ígœ
twi
mm
„Viö segjum, að lengra
gangi það ekki, en höldum
samt áfram, og hingaö til
hefur sérhver nágranni
okkar sætt sig við land-
vinninga okkar...“
Úr rússneska tímarítinu Vest-
nik Jevropy 1870.
Þetta var Jom-Kippur-stríðiö á
rússnesku: Á Vesturlöndum voru
stjórnarskrifstofur auðar, stjórnmála-
menn og embættismenn voru löngu
farnir úr höfuðborgunum, þegar fyrstu
risaflutningaflugvélarnar af 350 alls,
lentu á flugvöllunum við Kabúl og
Bagram á aöfangadagskvöld 1979. 28.
desember var Kabúl örugglega í hönd-
um Sovétmanna. Daginn eftir hófust
©
hernaðaraögerðir á landi: Vélaherdeild
hélt yfir norövesturlandamærin í átt til
Kandahar, og önnur stefndi beint til
Kabúl. Nákvæmlega viö byrjun hins
nýja áratugs lokaöist töngin: Sovét-
menn stóðu við Khyberskarð, hið
sögufræga hlið til Pakistans og Ind-
lands.
Einnar viku leifturstríð hafði loksins
bundiö enda á „The Great Game“,
tafliö mikla, eins og baráttan um
yfirráðin í Miö-Asíu var kölluð í Eng-
landi á Viktoríutímabilinu. Rússar
höfðu sigraö, eöa höfðu þeir kannski
aðeins unniö eina lotu í endalausri
glímu?
Á 19. öld var það England, sem
stemmdi stigu fyrir hinni viðstöðulausu
og markvissu sókn Rússa í suöurátt,
eins og hún virtist vera. Á þessari öld
eru þaö Bandaríkin. „Þaö er blekking
aö ætla,“ sagöi brezki utanríkisráö-
herrann, Salisbury lávarður, í bréfi til
sendiherra síns í Pétursborg árið 1880,
„aö hægt veröi aö koma á neins konar
fastri skipan mála í Austurlöndum,
meðan við lifum. Hið lengsta sem viö
getum komizt, er aö reisa múra, sem
gangan stöövast viö um hríð.“
Fimm árum síöar lá viö, aö stríö
brytist út milli Englands og Rússlands.
Kósakkariddarar Skobelevs, hershöfð-
ingja, höföu sótt fram aö landamærum
Afganistan og hernumiö votlenda
gróöurvin, sem Pandsjeh heitir. Þessi
mýri virtist fráleit orsök til styrjaldar.
En í Englandi fannst mönnum Rússar
hafa beitt prettum, þó aö þeir, Eng-
lendingar, hóldu uppi samningaviö-
ræöum í heilt ár um afmörkun áhrifa-
svæöa í Miö-Asíu. Gladstone, forsæt-
isráöherra, hélt þrumandi ræöu í
brezka þinginu: „Rússland hefur fótum
troðiö sjálfstæöi ríkis (hann átti viö
Afganistan), sem ekkert hefur af sér
brotiö." Neöri deild þingsins sam-
þykkti þegar heimild til aö taka
stríöslán aö upphæö 11 milljónir
punda. í Indlandi voru tvær herdeildir
kvaddar til vopna og sendar áleiðis til
Khyberskarös.
Þaö vantaði aöeins hinn fræga
neista til aö kveikja ófriöarbáliö, og
úlfaldavatnsbóliö Pandsjeh heföi veriö
ákjósanlegt Sarajevo — aö vísu
ómerkilegur flugnaskítur á heimskort-
inu, en þó punktur, þar sem álit
tveggja stórvelda var í veöi. Og þaö
þeim mun frekar sem rússnesk blöö
voru að springa af þjóölegum eldmóði
og kröföust þess, aö rússneskar her-
sveitir yröu sendar til Herat í Afganist-
an til aö „hrinda upp glugga í suöaust-