Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1980, Blaðsíða 3
hraðar — þar til allt endaöi í einum logandi hvelli... Starfsmennirnir í flugturninum voru orðnir áhyggjufullir enda höföu þeir ærna ástæöu til. Einkennisstafir flugvélarinnar voru kallaðir upp hvað eftir annað en það barst ekkert svar. Henni hlaut aö hafa hlekkst á. Þeir geröu í skyndi áætlun um þaö landsvæöi, sem hún heföi aö líkind- um komiö niöur á, og skömmu síðar haföi slysavarnasveitum í nærliggj- andi byggöarlögum veriö gert viövart. En flugvélina haföi borið langt af ieiö. Enginn sá hana þar sern hún steyptist á manndrápshraöa niöur úr himninum, plægöi sig í gegn um snjóskafl og reif af sér báöa væng- ina — skrökkurinn valt eins og tvinnakefli nokkur hundruö metra og þyrlaði upp snjónum í himinháum gusum en lá síöan kyrr eins og afvelta stórhveli í fönninni. Hann skildi eftir sig slóö af ferðatöskum og allskonar drasli sem rifnað haföi utanaf honum á leiöinni, — og eitt bióöugt lík. Innan Iftillar stundar var allt fennt í kaf. Þaö var eins og náttúruöflin blygöuðust sín fyrir ódæöi sitt og vildu hylja þaö sem fyrst í snjónum. ... mér fannst eins og ég heföi misst meövitund augnablik. Þegar ég rankaöi viö mér var flugvélin grafkyrr og allt var hljótt. í hálfrökkrinu þarna inni var ægilegt um aö litast. Maöurinn sem setiö hafði við hliðina á mér lá niðri á gólfinu, — allur sundur slitinn. Innyflin voru út um allt. Flugvélin haföi brotlent og ég var innikróaöur einhverstaðar inni í brak- inu. Hræöileg innilokunarkennd náöi tökum á mér og þaö varö mín eina hugsun aö komast út. Ég tróöst upp úr sætinu og fann mér til furðu aö ég var hvergi brotinn, — ég fann eiginlega hvergi til en var einkennilega dofinn um allan líkaman. Gömul kona lá þvert á leið mína fram eftir flakinu, — hún var sýnilega dáin. Blóð vætlaöi út um hálf opinn munninn og augun voru brostin. Þaö fékk undarlega miklö á mlg aö þurfa aö stíga á hana en hjá því varö ekki komist. Flugvél- arskrokkurinn hafði lagst aö nokkru leyti saman á þessum stað og ég varö að neyta allra bragöa til að komast áfram. Alsstaöar í kringum mig voru lík, — sundurtætt og blóöug. Ég reyndi aö veita þeim sem minnsta athygli en tróöst áfram eins og óöur maöur. Ég varö aö komast út. Fremst í flugvélinni var allt útspýtt t blóöi. Ég tróöst framhjá flugmanninum, sem lá framá stýriö, og gat meö naumind- um troöið mér út um framglugga vélarinnar, — alls hugar feginn aö sleppa út. Þá kom mér fyrst í hug aö fleiri heföu getaö sloppiö lifandi eins og ég. Þaö var alls ekki útilokaö. Ég varö aö troöast inn aftur og athuga þaö. Ég skyggndist inn í myrkan flugvél- arskrokkinn. Flugmaöurinn sat enn keikur undir stýri, — þaö vantaöi á hann höfuöið og það var eitthvað fáránlegt viö stellinguna. Hendurnar héldu enn dauöahaldi um stýrið, eins og hauslaus skrokkurinn héldi aö flugferöinni væri alls ekki lokiö og hann heföi enn veg og vanda aö stjórninni. Ég fyltist viðbjóöi og það greip mig óhugnanlegur beigur. Þarna inni í myrkrinu beiö mín eitthvað skelfilegt, — ég ákvaö aö fara ekki inn aftur. Það heyrðist þrusk og ég sá hvar hún birtist inni í rökkrinu. Það undarlega var aö þaö kom mér alls ekki á óvart. Þetta var dökkhaerða stúlkan, sem ég haföi veriö aö viröa fyrir mér, þegar flugvélin lagöi af staö. „Hjálpaöu mér að komast út...“ hún skreið fram í gluggann og ég hjálpaði henni niöur. Hún virtist alveg ómeidd. Hún skjögraöi nokkur spor í snjónum en hallaði sér síöan upp aö flakinu. „Þetta er hræöilegt. . . þarna inni,“ stamaöi hún. „Ertu ómeidd?“, spuröi ég. „Já, ég held þaö en mér líöur eitthvað svo einkennilega .. . ég veit ekki ...“ „Mér líður eins .8 . þaö hlýtur að vera eftir höggiö, — það er hreint kraftaverk að viö skyldum sleppa lifandi — það er voðalegt aö sjá sum líkin.“ „En þaö gætu verið einhverjir fleiri, er þaö ekki? ... Viö verðum aö athuga þaö ... ég ...,“ hún þagnaöi. Ég gekk aö brotnum glugganum og ætlaöi aö fara aö skríöa inn þegar ég fann aö ég gat þaö alls ekki. Þarna inni var einhver óhugnaöur, — eitt- hvaö ennþá voöalegra en blóðugir líkamirnir. Óttinn hríslaöist um mig allan og ég sneri mér frá glugganum. Ég hugsaöi mig um. Þetta voru sjálfsagt einhver eftirköst eftir tauga- áfalliö og höggiö, — þaö hlaut aö vera. Ég fann aö ég skalf allur og seildist niöur í jakkavasann eftir sígarettu- pakkanum. Ég rétti henni sígarettu og kveikti í fyrir okkur bæöi. „Ætlarðu ekki inn?“, spuröi hún og ég sá aö þaö runnu tár niður kinnar hennar. „Þaö gætu veriö ein- hverjir." „Nei, — þau eru öll dáin,“ sagöi ég ákveöinn. Ég leit undan um leiö og ég sagöi þetta, — ég vildi ekki aö hún sæi hversu skelfdur ég var. Ég fann aö ég varö aö vera ákveöinn. Ég varö að komast burt frá þessu lemstraða flaki. Þarna inni í myrkrinu var eitthvað sem lamaöi vilja minn, — ef ég kæmist burt væri okkur borgiö. „Hvaö eigum viö að gera? spuröi hún lágt. Ég litaðist um. Þaö snjóaði ekki eins mikiö og áöur og skyggniö var mun betra. Rennislétt snjóbreiöa teygöi sig til allra átta svo langt sem séö varö. Þaö var dauðaþögn. „Viö veröum aö fara héöan — komdu," ég greip í hönd hennar og hún fylgdi mér án þess aö hreyfa andmælum. Mér sýndist landið halla dálítiö til einnar áttar, — ég þóttist vita að viö værum einhver staðar uppi í fjöllum og ákvað aö halda undan hallanum. Þannig hlytum viö aö komast til byggða eða rekast á einhvern sæluhúskofa. Bara aö hún gæfist ekki upp. Viö héldum svona áfram í um þaö bil klukkustund. Ég fann hvernig smádró af henni, — skrefin urðu styttri og hún varð reikul í spori. Loksins nam hún staöar. „Ég kemst ekki lengra“, sagöi hún lágt, „mér er kalt — þetta er alveg vonlaust." Nú veitti ég því fyrst athygli hversu illa hún var klædd. Sjálfur var ég aöeins á skyrtunni innan undir jakkanum en fann nú fyrst hversu kalt var í veðri. Ég mátti ekki hugsa um þaö — þá væri öllu lokiö. „Viö veröum aö halda áfram,“ sagði ég í örvæntingu, „ég er alveg viss um aö þetta er rétta leiðin — og ef viö „Ég get ekki meira — haltu bara áfram.“ Hún hefði látiö sig detta niöur í snjóinn ef ég heföi ekki haldið henni uppi. Hvað átti ég aö gera. Ég ákvaö aö Ijúga aö henni. Frh. á bls 14. © Valtýr Gudmundsson, Sandi LOGNALDA Þú leitar til strandar En sá, er vakir um um langan veg, vetrarnótt, léttstíg, broshýr veit að mynd þessi og dásamleg. — breytist fljótt, Með hrynjandi lokka er vinda herðir um Ijósa kinn um heimalönd og laugar skipin og hafið byltist við barminn þinn. við úfna strönd. Hver snerting er hlý Rödd, sem áöur var eins og hljóðlát nótt, mjúk og mild — er hlúir að barni og minnti sérhvern og svæfir rótt, — á.töfra snilld, tónn þinn við unnarstein verður á stundinni er því kær kynja hvell — öllum sem búa og köld eins og þeim töfrum nær. hrímþakin jökulsvell, Örmunum glæstu þú vefur vítt, um hæöir, dranga og hamrafell. og vættum árdagsins Álfar Ijóssins kiappar þýtt, — um byggð og ból og sérhver maður, þá búast dökkleitum sem ann þér af sorgarkjól. — einhug dáir þitt Leiðast einmana hreina traf, hönd í hönd, horfnir nær bláa blikandi haf. bak við sjónarrönd. Þá morgunstundin Augun þýðlegu er mild og hlý þögul tjá, og mynstur skýjanna þeirra óskir og eftir því, — hjartans þrá. sól við fjallsbrún — Sömu hugsanir að fullu skrýdd höfum viö, — og foldin ástkæra heilagi faðir geislum prýdd. veit oss lið, huggun, gleöi og himnafríð. ÞÖGULT VITNI — Friöriksborgarhöll — Þessi íburðarmikla bygging var reist á tímum örbirgðar þegar almenningur svalt heilu hungri og hafði ekki klæði til að skýla nekt sinni. Gólfábreiður og glitrandi veggteppi eru handaverk þúsunda og aftur þúsunda þegnskyldra karla og kvenna, sem enginn veit nú að hafi nokkurn tíma veriö til. Gullið sem alls staóar glóir íþessum óhóflegu salarkynnum var eitt sinn aleiga nauöstaddra bænda. og sjómanna norður á íslandi sem ætluöu aö kaupa fyrir þaö brauð handa börnum sínum en blessaðir valdhafarnir voru skilningslausir á það og hafa máski átt enn minna í pokahorninu af hjartans yl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.