Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1980, Blaðsíða 13
SKAK
Margeir Pétursson
Þaö vekur œvinlega athygli þegar
börn skara framúr fullorðnum, hvort
sem er á sviði tónlistar, stæröfræði
eða í skák. Þeim er þá jafnan
hampaö hátt og nefnd undrabörn.
Slík börn eru auðvitaö merkilegust
fyrir það aö hafa ekki náö leikni
sinni nema meö mjög takmarkaöri
ástundun, en byggja hana nánast aö
öllu leyti á meöfæddri sérgáfu.
Skáklistin hefur ekki boriö skertan
hlut frá boröi hvaö barnunga hæfi-
leikamenn varöar og margir af
mestu snillingum hennar voru þeg-
ar orönir mjög sterkir skákmenn
áöur en þeir höföu slitiö barnsskón-
um. Frægastir slíkra eru þeir tví-
mælalaust Capablanca og Res-
hevsky. Karpov núverandi heims-
meistari á þaö reyndar sameiginlegt
meö Capablanca aö þaö þurfti ekki
aö kenna honum aö tefla, heldur
læröi hann leikreglurnar á því aö sjá
fööur sinn tefla viö kunningja sína.
Af og til koma ætíö fram slík
undrabörn og unglingar. Englendingar
leita t.d. dyrum og dyngjum aö börnum
meö skákhæfileika og hefur sú viöleitni
þeirra reyndar þegar boriö árangur þar
sem Nigel Short er, en hann varö annar
á brezka meistaramótinu í fyrra, þá 13
ára aö aldri. Sá unglingur sem um
þessar mundir er spáð mestum frama
er þó án efa Garry Kasparov frá Bakú
viö Kaspíahaf, sem nú er nýoröinn 17
ára. Hann ávann sér rétt til þátttöku í
úrslitum sovézka meistaramótsins aö-
eins 15 ára aö aldri og stóö sig meö
prýöi. Stuttu seinna vann hann síöan
sigur á mjög sterku alþjóölegu skák-
móti í Banja Luka í Júgóslavíu og náöi
þar fyrri áfanga aö stórmeistaratitli.
Rétt fyrir síðustu áramót varö hann í
þriöja til fjóröa sæti á sovézka meist-
aramótinu og í sumar varö hann í efsta
sæti á alþjóölegu skákmóti í heimaborg
sinni, Bakú. Þar skaut hann ellefu
stórmeisturum ref fyrir rass og náöi
seinni áfanga sínum aö stórmeistaratitli
þannig aö sem stendur, og líklega
nokkur næstu ár í viöbót, er hann yngsti
stórmeistari í heimi.
Af flestum er Kasparov því talinn
langlíklegasti arftaki Karpovs núverandi
heimsmeistara og nú þegar viröist hann
a.m.k. ekki standa heimsmeistaranum
aö baki hvaö varðar frumleika og
sókndirfsku. Þessir eiginleikar í tafl-
mennsku hans lýsa sér einmitt mjög vel
í skák dagsins.
Andstæðingur hans þar er litlu eldri
en hann sjálfur, en hefur þó einnig fyrir
löngu öðlast heimsfrægð. Maja Chibur-
danidze varö heimsmeistari kvenna áriö
1978, þó aöeins 17 ára gömul. Fram aö
mótinu í Bakú hafði henni þó yfirleitt
vegnað illa í baráttu sinni viö landa sína
af sterkara kyninu, en þar náöi hún
ágætum árangri, varð yfir miöju, jöfn
stórmeisturunum Torre frá Filippseyjum
og Csom, Ungverjalandi. Skákin í dag
er tefld á því móti.
Chiburdanidze, sem stýrir svarta
liöinu beitir uppáhaldsbyrjun sinni gegn
drottningarpeöinu, hinni hvössu kóngs-
indversku vörn. í hinu hefðbundna
afbrigöi sem upp kemur er venjulega
hrókaö í sjöúnda leik, en með 7. Be3
velur Kasparov afbrigöi sem júgóslavn-
eski stórmeistarinn Gligoric kom fram
meö áriö 1962 og er kennt viö hann.
DJUP
MANNSFÓRN
Leikurinn 12. ... c5?! er ekki byggð-
ur á réttum forsendum, því Kasparov
haföi ekki enn ákveöiö hvort hann
myndi reyna aö komast áleiöis á
drottningarvæng eöa á kóngsvæng. 11.
h3 benti fremur til hins síðarnefnda og
Chiburdanidze heföi því betur leikiö 12
... a5 og geymt c5 reitinn fyrir riddara.
Hvítur haföi síðan mjög góö sóknarfæri
eftir 14. g4!
Hugmyndin meö 15. ... g5 var
greinilega að leika 17. ... f5l? eftir 16.
Bxc8 — Hxc8, 17. Bg3. Svartur hefur
þá dágóö færi eftir 17. ... e4, 18. De2
— He8. En Chiburdanidze hafði yfirsést
ótrúlegur möguleiki. Kasparov hirti ekki
um aö valda biskupinn á h4 í stööunni á
stöðumyndinni heldur lét hann af hendi
fyrir riddarastaösetningu á f5 og sókn.
Þar eö hvítur heföi hvort eö er haft öll
tök á hvítu reitunum eftir 17. ... Rh5,
18. Rg4l, og nú ekki 18. ... gxh4, 19.
Rxh6+ — Bxh6, 20. Dg4+ og hrókurinn
á c8 fellur, afréö svartur að þiggja
fórnina. Kasparov hafði hins vegar séð
framhaldið fyrir af ótrúlegri nákvæmni
og þó hann yrði aö eyða tveimur
leikjum í aö ná peöinu á h4 virtist þaö
ekki tefja árásina aö ráöi.
Varnarleysi svarts í framhaldinu varð
síöan augljóst er hann þurfti hvern
einasta mann sinn til þess aö valda
biskup sinn á g7. Svartreitabiskup
svarts er oft mikill vandræöagripur í
kóngsindversku vörninni, en biskupinn í
þessari skák er svo aumkunarveröur aö
þaö hlýtur aö nálgast heimsmet.
Þar eö svartur fann engin úrræöi til
þess aö losa sig úr klemmunni hlaut
koma síöasta hvíta mannsins í sóknina,
rlddarans á c3 aö ráöa úrslitum.
Svartur gafst síöan upp þegar að
tímamörkunum var náð.
Meistarinn ungi frá Bakú telur þessa
skák vera eina af sínum albeztu og þaö
segir hreint ekki svo lítiö.
Svart: Maja Chiburdanidze.
Kóngsindversk vörn.
1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — Bg7,
4. e4 — d6, 5. Rf3 — 0—0, 6. Be2 —e5,
7. Be3 — De7, 8. d5 — Rg4, 9. Bg5 —
f6,10. Bh4 — h5,11. h3 — Rh6,12. Rd2
— c5,13. Rf1 — Rf7,14. g4 — hxg4,15.
Bxg4 — g5,16. Bxc8 — Hxc8.
17. Re3 — gxh4,18. Rf5 — Dd8,19, Dg4
— Rg5, 20. Rxh4 — Hc7, 21. Rf5 — a6,
22. h4 — Rh7, 23. Hg1 — Df8, 24. Ke2
— Ha7, 25. a4 — b6, 26. Dh5 — Kf8, 27.
Hg6 — Hf7, 28. Hag1 — Hfb7, 29. Dg4
— Hc7, 30. Hg2 — Hab7, 31. Kf1 —
Ha7, 32. Kg1 — Hf7, 33. Re2 — Dc8, 34.
f4 — b5, 35. axb5 — axb5, 36. cxb5 —
Hab7, 37. h5 — Rf8, 38. Dh3 — Rxg6,
39. hxg6+ — Kg8, 40. gxf7+ — Kf8 og
svartur gafst upp um leið.
Nú í vor, þegar úthlutun starfsstyrkja
rithöfunda eöa svokallaöra mánaöa-
launa, var nýafstaðin, rituöu 46 höfund-
ar undir mótmælaskjal, töldu úthlutun-
ina nú og í fyrra mjög óréttláta. Þaö
vakti þó mesta athygli aö úthlutunar-
mennirnir, sem allir munu taldir til
vinstri manna, voru sakaöir um pólitíska
misbeitingu, og aö hafa nú og í fyrra
valiö skoöanabraeður sína og systur í
hæstu og næsthæstu launasætin.
Hægri menn á Alþingi og ritarar íhalds-
blaöa settu upp sína stórrósóttu rétt-
lætissvuntu og geröu vegna þessa
aösúg aö Alþýöubandalagsmönnum.
Tillaga um nýja reglugerð kom fram á
Alþingi, en dagaöi uppi, veröur eflaust
vakin til lífs í haust.
Ég var ekki meðal undirritunar-
manna, hef þó ekki farið dult meö
gagnrýnishug minn vegna úthlutunar-
málanna, bæöi varðandi listamanna-
laun og svokölluð starfslaun, hef mikiö
ritað um þessi efni í Morgunbl. á
undanförnum árum, en einmitt fyrir
daufum eyrum þeirra, er fremstir stóöu
í uppreisninni aö þessu sinni.
En það vil ég þó taka fram að
óánægja mín á ekki rætur sínar til þess
aö rekja, aö ég telji aö ég hafi þarna
HAGSMUNASTRÍÐ
RITHÖFUNDA
OG
FJÖLMIÐLARNIR
sjálfur verið órétti beittur. Þörf rithöf-
unda fyrir þennan fjárhagsstuöning er
mjög misjöfn. Sumir sækja því ekki um
þessi laun nema þá öðruhvoru, jafnvel
aðeins um tvö til þrjú mánaðarlaun. Svo
er t.d. hvað mig snertir. Ég hef fengið
það sem ég hef beðiö um. En þaö hefur
ekki farið fram hjá mér, aö sumir
höfundar hafa beöiö um meira en þeir
þurfa, vegna þess að þeim viröist þaö
vera eitthvert metnaöarmál aö vera
alltaf skipað meöal þeirra hæstu. Og því
miður hafa úthlutunarnefndirnar of oft
fariö aö óskum þessara manna.
Ókunnugir reka upp stór augu, þegar
mesti höfundur landsins núlifandi er
ekki meðal þeirra styrkja- og launa-
hæstu úr opinberum sjóöum. Hér á ég
auðvitað viö Halldór Laxness. Hann
hefur sýnt félögum sínum þann þegn-
skap og félagsanda aö vera ekki aö
sækjast eftir þessum starfslaunapen-
ingum. Sumir hálauna rithöfundar aörir
hafa hinsvegar gert þessa launasjóöi aö
tekjulind fyrir skattheimtumenn ríkis og
bæja og þar með launabaráttu venju-
legra rithöfunda aö skrípaleik, sem
dagblöð og aörir fjölmiölar gera tor-
tryggilega í augum almennings.
Dagana nærri 20. maí s.l. birti Vísir
þrjár viöamiklar greinar um launamál
rithöfunda eftir Elías Snæland Jónsson
ritstjórnarfulltrúa, ennfremur ritstjórn-
argrein og heilsíðumál eftir I.G.Þ. rithöf-
und. Út úr þessum skrifum varö allmikið
fjaörafok.
E. Sn.J. gerði hér skrá yfir tæplega
40 launahæstu rithöfundana síöustu 5
árin. En þó þær tekjur einar meöreikn-
aöar, sem fengnar eru úr opinberum
styrkja- og launasjóðum. Þetta er
matreitt á blaöamannavísu, þannig aö
ókunnugir geti haldið aö hér sé sann-
leikurinn allur, og ekkert nema sann-
leikurinn á borö borinn. Þaö sem gerir
þessa fimm ára starfs- og launamynd
rithöfunda um fram annaö villandi, er
þaö, aö hér er hvorki gerö grein fyrir
bókaútgáfu þeirra þessi ár eöa sagt frá
öörum tekjum þeirra af ritstörfum: fyrir
handrit, frá útvarpi, frá bókasöfnum
vegna útlána, launa fyrir blaða-
mennsku, eftirlaun o.s.frv. en öll þessi
atriöi skipta höfuðmáli.
Þegar þessi vinnubrögð eru gagn-
rýnd setur blaðamaöurinn upp sinn
alrra heilagasta sakleysissvip og segir,
að athugull lesari hafi í greinunum
nauðsynlegar upplýsingar. Sú fullyrðing
er þó hæpin. Lífsreyndur blaöamaöur
hlýtur aö vita, aö meginhluti dagblaöa-
lesenda setur sig ekki mjög nákvæm-
lega inn í þau mál, sem ekki snerta þá
sjálfa mjög náiö. Lengi hefur þaö og
legið hér í landi, aö sjálfsagt sé að
rithöfundar og aörir listamenn eigi ekki
aö gera peningakröfur til almennings,
heldur „vinna fyrir sér sjálfir," eins og
þaö er oröað. Almennir lesendur eru því
ekki mjög jákvæöir gagnvart rithöfund-
um í þessum efnum. Nú, og svo er máliö
allt kannski ekki eins einfalt og manni
viröist blaöamaðurinn ætla.
Til þess aö geta gert sér undirstöðu-
grein fyrir því meöa hvaða rétti rithöf-
undur getur gert þá kröfu'til þjóðfélags-
ins, aö það veiti honum nokkra fjár-
hagsstoð, þarf fólk aö átta sig á því, aö
ritstörf eru vinna, og að baki lukkaðri
bók geta legiö í valnum margar mis-
heppnaöar. Hér á landi eru upplög bóka
aldrei stór og þaö getur tekiö heiian
mannsaldur aö selja frumútgáfu. Verk
þeirra höfunda, sem setja svip á
bókmenntir síns tíma, halda áfram aö
vinna fyrir þjóöina löngu eftir að
höfundurinn er horfinn af sviöinu. Og
ekki síst ber þaö aö hafa f huga, aö í
framtíöarskugga hvers höfundar, sem
kalla má meiri háttar, er fjöldi minni
spámanna, sem í samtíðinni eiga sama
rétt á sér, og eru jafnvel engir smákallar
í augum sjálfs sín og almennings. — En
sleppum þessari hliö málanna.
Tiltölulega fáir rithöfundar á íslandi
geta gefið sig alla aö ritstörfum, enn
færri þá nema örfá ár ævinnar, flestir
sinna köllun sinni sem aukastarfi. Und-
antekningalítið sætta þeir sig viö þessi
kjör. En nú, þegar meiri möguleiki er á
því en áöur, að rithöfundar allir í
sameiningu eigi kost á nokkrum mán-
aðarlaunum á ári, er aö sjálfsögðu
barist um þessa bita. Er þaö nokkuð
undarlegt?
Ég hef lesið um þaö í blöðum, að
rithöfundar hafi sýnt á sér veikari og
jafnvel Ijótari hliöar í þessu hagsmuna-
stríöi en ýmsir velunnarar þeirra áttu
von á. Þaö kann aö vera. Þá er aö reyna
aö bæta stööuna. Það er gott aö taka
aörar þjóöir okkur til fyrirmyndar, en
viö höfum mikla sérstöðu vegna
fámennis. Þeir fáu hérlendis, sem tekst
aö brjóta sér braut, svo aö þeir geti
lifaö viö þolanleg kjör, eiga aö láta sér
þaö nægja og þann heiður og ánægju
sem fylgir. Svíar hafa margskonar
launasjóði handa rithöfundum og öör-
um listamönnurn. Einn er nokkurskonar
heiöurslaunasjóöur ríkisins. En sá
böggull fylgir þar skammrifi, aö heiö-
urslaunin eru ekki greidd, nema að
skattskýrsla viökomandi sýni aö hann
þurfi á þeim að halda. Svona var þaö,
þegar ég vissi síðast.
Jón úr Vör