Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1980, Page 12
Gísli Magnússon
Eyhildarholti
AÐ FARA I HAM
Jafnbeztu þætti Lesbókar á
tvímælalaust nafni minn, ritstjórinn.
En fyrir kemur aö hann „fer í ham“
og sést þá lítt fyrir, líkt og á hann
renni berserksgangur, atast þá
eins og Ásgeir Jakobsson sem
mannýgt naut í leirbornu moldar-
flagi, hefur allt á hornum sér,
varpar óþverranum í allar áttir og
skeytir hvorki um skömm né heið-
ur. Tilvaliö dæmi þessa óhemju-
skapur er Rabbþáttur nafna míns í
21. tbl. Lesbókar þ.á.
íslendinga skortir rökhugsun,
a.m.k. í oröi. Þeir kvarta sáran
undan „skattpíningu“, sem svo er
kölluð, en fárast í sömu andrá yfir
of litlum og of hægum framkvæmd-
um. Árum saman, ef ekki áratug-
um, hefur Alþingi og ríkisstjórn
verið úthúöaö fyrir of lítil framlög til
vegamála. Nafni minn tekur hressi-
lega undir þann söng og dregur
ekki af. Sannleikurinn er hins vegar
sá aö á hálfri öld hefur íslenzk þjóö,
lengstum innan viö 200 þúsund
sálir, unnið hreint ótrúleg afrek, svo
á sviöi vegamála sem annarra
framkvæmda ýmiss konar, þrátt
fyrir þá „kotrassastefnu", sem G.S.
segir af smekkvísi sinni, aö fylgt
hafi verið.
Fyrir 50 árúm voru engir vegir, er
þaö nafn væri gefandi, fáar brýr,
fáar hafnir og engar góöar, fáir
vitar, fáar skólabyggingar, fá
sjúkrahús og engin fullkomin, iö-
naður svo til enginn, skipastóll lítill
og vanbúinn, vélvæðing atvinnu-
veganna ýmist engin eöa næsta
skammt á veg komin. Vatnsafl svo
til allt ónýtt sem og jarðvarmi. Á 50
árum hefur þjóöin byggt yfir sig í
bókstaflegum skilningi. Og svona
mætti lengi telja — aö því
ógleymdu, aö lífskjör á íslandi eru
aö öllu samtöldu betri en annars
staöar víöast á byggðu bóli.
Og svo heimtar ritstj. Lesbókar
ameríska vegi um allt land!
Eitt er víst: íslenzk þjóö, sem
Ásgeir Jakobsson frýr alls vits, þarf
engan kinnroöa aö bera gagnvart
öörum þjóðum, margfalt fjölmenn-
ari, margfalt ríkari, hvorki vegna
lítilla né hægfara framkvæmda —
ef dæmt er af einhverju viti,
einhverri sanngirni.
Gísli Magnússon
Éa vil þakka nafna mínum, Gísla í
Eyhíldarholti fyrir pistilinn a tarna. í
bréfkorni, sem hann lét fylgja meö, taldi
hann aö nú mundi reyna mjög á
frjálslyndi mitt hvort ég tæki þessa
ádrepu til birtingar í Lesbók, þarsem
hún beindist aö mér persónulega. Nú
þykir mér Bleik brugðiö, ef Skagfirö-
ingar halda að viö séum svona viö-
kvæmir sunnan heiöa. í fyrsta lagi vil ég
þakka Gísla hóliö og í annan stað kann
ég því vel, aö mér sé líkt viö Ásgeir
Jakobsson. Hinsvegar vísa ég því á
bug, aö skortur á rökhyggju felist í því
aö kvarta annarsvegar yfir skattpíningu,
sem er staöreynd og hinsvegar yfir
aðgerðaleysi í gerö varanlegra vega,
sem er líka staöreynd. En eins og ég
benti á, þá hefur skattpínsluféö runnið
til verkefna, sem ekki áttu aö hafa
forgang og voru ekki eins brýn. Þaö er
líka hægt aö leggja alvöru vegi án þess
aö fé til þess sé sótt beint í vasa
skattgreiöenda, en skilningur á arösemi
þessarar framkvæmdar hefur ekki verið
fyrir hendi og allrasíst á undanförnum
„framsóknaráratugi“.
„Fyrir 50 árum voru engir vegir er
þaö nafn væri gefandi”, segir nafni
minn í greininni aö ofan. Þetta er rétt,
en þaö er sorglegt hvaö þaö hefur lítið
breyzt á hálfri öld. Aumingjaskapurinn
er m.a. fólginn í aö sætta sig viö
malarslóöana og kalla þá vegi.
Og svo er eitt aö lokum: Hvenær hef
ég beöiö sérstaklega um „ameríska"
vegi, — og hvernig eru amerískir vegir?
Kannski ég fái senda lýsingu á því
fyrirbæri noröan úr Skagafiröi. Ég hef
nú dálítiö farið akandi um Ameríku og
séö allskonar vegi, bæði þá sem
íslendingar þar í landi kalla „turnpíkur"
og eins þá, sem kallaðir eru express-
vegir. Hvorki hef ég beðiö um neitt slíkt
né heldur þaö sem þýzkir kalla auto-
bahn og er ennþá fínna. Ég er nú bara
meö í huga vegargörn eins og liggur hér
austur yfir Fjall og dugar fyrir þá
umferö, sem þar er og til þess aö hægt
sé að mætast án teljandi lífsháska.
Það er nú allt og sumt, og þaö er
hægt ef vilji er fyrir hendi. Eg vænti
þess, nafni minn, að þú skipir þér ekki í
sveit úrtölumanna, sem alltaf veröa
hlægilegir þegar tímar líöa eins og þeir
menn úr minni sveit, sem eitt sinn riöu
suöur til Reykjavíkur til þess að koma í
veg fyrir framþróun símans. En nú er ég
víst kominn „í ham" á nýjan leik — og
mál aö linni.
Gísli Sigurösson
HYBRID
gengur bæöi fyrir
bensíni og rafafliog er
hiö merkasta framlag í
orkukreppunni
Briggs & Stratton heitir nokkuð
gamalt fyrirtæki í Ameríku og hefur
lengst af sérhæft sig í smíði smá-
véla, sem knýja garðsláttuvélar og
annað smálegt. Þetta fyrirtæki hefur
nú fært út kvíarnar og hafið til-
raunaframleiðslu á afar sérstæðum
bíl, sem sker sig frá hjörðinni í útliti
vegna þess að hann rennur á sex
hjólum; tveimur að framan og fern-
um að aftan. Varla er það til
sparnaðar að bæta við tveimur
hjólum, eða hvað, — og hvaöa
nauðsyn ber til þess? Því er til aö
svara , að Hybríd eins og bílar af
þessari gerð eru kallaöir, ganga
fyrir tvenns konar orku. í fyrsta
langi er venjuleg, sparneytin,
tveggja strokka, loftkæld, 18 hest-
afla vél að framan og afl hennar er
leitt á venjulegan hátt með drif-
skaftí til fremri afturhjólanna. Aö
aftan eru 12 stórir rafgeymar og
rafmagnsmótor. Vegna þess arna
þykir nauðsynlegt að hafa fjögur
afturhjól. Þau aftari eru aðeins til
burðar, en drifið er á þeim fremri.
Því er á þann veg háttaö, að hægt er
að aka bílnum á rafafli einu saman,
á bensínmótor einum saman, — en
einnig meö því að sameina þessa
orkugjafa. í undirvagninn eru notað-
ir vel reyndir hlutir úr Ford Pinto og
Mustang. Þaö er svona sitt lítið frá
hverjum; framrúöan úr Volkswagen
Scirocco og hurðir einnig frá Volks-
wagen. Yfirbyggingin er úr fíber-
gleri og áli.
Rafmótorinn skilar að jafnaði 8
hestafla orku, en getur komizt í 20.
Ekki er viðbragðið þannig að neinn
fari úr hálsliðnum, enda gengur
ævintýrið útá orkusparnaö. Hag-
kvæmast þykir að taka Hybrid af
staö á raforkunni og eins að nota
hana í borgarumferð, þar sem sífellt
er veriö aö stöðva og taka af staö. í
vegarakstri þykir best að koma
bílnum í 60 km hraða á raforkunni,
en skipta þá yfir á véiina, sem dugar
til aö halda bílnum á góöum feröa-
hraöa með afar litlum tilkostnaði.
Hægt er aö aka á rafhlöðunum
einum allt að 100 km vegalengd viö
beztu skilyrði. Tankurinn tekur 33
lítra af bensíni og á honum er hægt
að komast um 370 km. Gangur
vélarinnar þykir aö vísu dálítiö í ætt
við garösláttuvélar og eitt og annað
hefur ekki verið leyst á þann hátt,
sem æskilegt væri. Briggs & Stratt-
on lítur einungis á þetta sem tilraun
og er alls ekki ætlunin þar, að hafin
veröi fjöldaframleiðsla á Hybrid. Hér
er þó um að ræða athyglisveröa
tilraun á sviði, sem knýjandi er að
leysa.
Teikningin sýnir, hvernig tvennskon-
ar gangverk vinna saman í Hybrid:
Bensínvél aö framan, en rafhlöður aö
aftan og hægt aö aka á hvoru fyrir
sig, eða nota hvorttveggja saman. Að
innan er Hybrid aö öllu leyti áþekkur
því sem gerist í smærri bílum nú á
dögum.
Hybrid er enginn stórgripur, en samt á 6 hjólum
lekanum.
— og fer ótrúlega langt á