Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1980, Qupperneq 15
19. aldar var gimsteinn í kórónu
brezka heimsveldisins.
Enn voru Englendingar víðs fjarri,
og Kirgísar, Tadsjíkar og Úsbekar gátu
litla mótspyrnu veitt gegn Kósökkum
og fallbyssum hershöfðingjanna
Skobelevs og Kaufmanns. 1865, ári
eftir innrás Rússa íTurkestan, hertóku
þeir Tasjkent. Þremur árum síðar féll
Samarkand, sem forðum var glæsi-
legur aðsetursstaöur arftaka Djengis-
Khan, Tamerlans. 1868 eyddu Kósakk-
ar Kaufmanns her Tadsjíka fyrir utan
Bukhara.
Það voru fyrst fallbyssudrunurnar
frá Bukhara, sem skelfdu hernaðar-
ráögjafa brezka utanríkisráðuneytis-
ins. Hálfri annarri öld áður voru 6000
km á milli austustu útvarða Rússlands
í Orenburg og Petropavlovsk og
stööva East India Company við Beng-
alflóa. Nú var bilið milli Khyberskarðs
og Kósakka setuliðsins í Bukhara ekki
nema tæpir 600 km — og Alexander II
drottnaöi yfir landssvæði í Asíu, sem
var tvisvar sinnum stærra en Banda-
ríkin.
Hvar myndi Alexander reiöa næst til
höggs? Fyrst hvergi. Þess í stað hófust
endalausar samningaviöræður. Það
var ekki fyrr en fimm árum síðar, 1873,
aö Gortsjakov fursti og enski utanrík-
isráöherrann, Granville lávaröur, gátu
komið sér saman um hlutlaust belti til
aö foröast árekstra. Byröin féll á
Afganistan, sem Gortsjakov af veg-
lyndi sínu lét falla undir enskt áhrifa-
svæöi. Jafnframt lofaði Alexander
Bretum að taka ekki „einn einasta
þumlung af landi" meir. En áöur en
blekiö var þornaö á samningi Gortsja-
kovs og Granvilles, hertóku Rússar
Khiva viö Oxus — einmitt þaö fljót,
sem samkvæmt samkomulaginu átti
aö vera óhagganleg markalína. Lond-
on taldi farið á bak viö sig — og
Gortsjakov þótti þetta afar leitt: „Hers-
höfðingjar okkar eru svo kappsfullir,
að ég fæ ekki við neitt ráöið.“
í augum Englendinga var Kabúl nú
tákn hinna yztu marka þolinmæöinnar.
Sir Henry Rawlinson, þingmaður og
fyrrum sendifulltrúi í Kandahar, skrif-
aði: „Rússland mun sækja fram í áttina
til Indlands, þangaö til þaö rekst á
hindrun, sem það getur hvorki rutt úr
vegi né komizt yfir. Við veröum aö
treysta aöstööu okkar í Kabúl til aö
loka sóknarleiö Rússa."
Árið 1864, í byrjun stríösins í
Turkestan, hafði Gortsjakov hugsað
og skrifað þannig: „Mesti vandinn er
aö vita, hvar verði aö láta staðar
numið." 1881 réðust hersveitir Skobe-
levs á síöasta vígi Turkestanbúa —
virkiö Gök-Tepe. Þetta var ein af
úrslitaorrustunum í sögu Asíu: Hiö
rússneska nýlenduveldi í Miö-Asíu var
nú fastmótað. „Guð gefi, að þessi
sigur knýi okkur ekki lengra,“ skrifaði
Alexander II fullur af stolti til mágs
síns, Ludvigs von Hessen.
En guð gaf þaö ekki. Þremur árum
síöar — 1884 — hertóku Rússar Merv,
lykilinn að Herat og öllu Afganistan,
1885 gróöurvinina Pandsjeh og nú
nægöi neisti til að hleypa öllu í bál milli
Englands og Rússlands.
Það var ekki fyrr en 1907, sem
Rússar fengust til aö losa um tökin á
Afganistan — ekki af því aö þeim hefði
nú loksins lærzt í Pétursborg, „hvar
verði að láta staðar numið", heldur af
því að aörar áhyggjur höföu tekiö
yfirhöndina: Þýzkaland. Til þess að
verjast hinni vaxandi hættu að vestan,
var keisarinn nú fús til aö lægja
deilurnar milli Englands og Rússlands í
Austurlöndum. Stjórnin í Pétursborg
hét því, að Afganistan yröi „utan viö
hið rússneska áhrifasvæði". Meö því
endaöi gamall óskadraumur Bis-
marcks, sem hann lýsti þannig 1878:
„Það væri sigur fyrir stjórnlist okkar, ef
þaö tækist aö halda hinu austurlenska
kýli opnu og koma þannig í veg fyrir
einingu hinna stórveldanna og tryggja
okkur sjálfum friö.“
Hinn sameiginlegi ótti við hinn þýzka
nykur geröi hlé á hinu „Stóra spili“ milli
Breta og Rússa, en við lok fyrri
heimsstyrjaldar, voru hinir byltingar-
sinnuöu arftakar keisarans komnir í
hringinn.
1921 gerðu Sovétríkin vináttusamn-
ing við Afganistan, og hiö sama ár
lagöi Moskva grundvöllinn að flugher
Afganistans með því aö færa landinu
aö gjöf tvær orrustuflugvélar. 1928 var
flugherinn í Kabúl örugglega í höndum
Rússa, því aö öllum flugvélunum 12
flugu rússneskir flugmenn.
Innrás á gefnum vegum
1948 veitti England Indlandi sjálf-
stæði. Þar með var Stóra spilinu lokið,
hvað England snerti, en ekki hina
bolsévisku arftaka keisarans. Meöan
Bandaríkin sóttust eftir vináttu írans
og Pakistans og studdu þau meö
milljónum dollara, birtist Krustjov einn
góðan veöurdag í Kabúl, 1956, og
deildi út gjöfum eins og jólasveinn: 100
milljón dollara lán handa landinu,
llyusjin-farþegaflugvél handa kóngin-
um og 50 strætisvagna handa þjóð-
inni. A næstu árum var hinum aldurs-
hnignu tvíþekjum afganska flughersins
skipt fyrir nýjar MIG-vélar. Á sjöunda
áratugnum kom svo stærsta gjöfin:
breiður vegur frá Herat til Kandahar,
og Afgönum til aðdáunar var hann svo
sterkbyggður, aö hann gat boriö hin
þyngstu farartæki.
Á þessum vegi og öðrum, sem síöar
voru byggðir, óku svo á morgni
nýársdags árið 1980 skriðdrekar og
herflutningabílar sem leið lá til Kanda-
har og Kabúl. Þeir voru nýtt og hingaö
til hæsta útspilið í hinu aö því er virðist
endalausa Stóra spili um Miö-Asíu.
Hvernig endar þessi lota?
Mun sovézkur stjórnmálamaður ein-
hvern tíma síöar meir taka undir
kveinstafi Hartingstons lávarðar, ráð-
herra í stjórn Gladstones, er hann
sagöi eftir annað stríðiö í Afganistan
(1878—1879): „Allt, sem áunnizt hefur,
eftir aö viö höfum unnið tvær styrjaldir
og teflt fram feikilegum herafla, er
hnignun ríkis, sem viö vildum að væri
sterkt, sjálfstætt og hliðhollt okkur.“
Eða mun sovézkur hershöfðingi,
áður en langt um líöu,r tilkynna þaö,
sem foringi Kákasushersins 1864
sendi boð um til Pétursborgar: “Héðan
í frá eru engir frjálsir þjóöflokkar til
hér“?
Eöa mun Gortsjakov reynast hafa
haft rétt fyrir sér: “Mesti vandinn er aö
vita, hvar verði að nema staöar.“
—SvÁ— úr „Zeitmagazin“
Höf. Josef Joffe.
Sveinbjörn Beinteinsson Draghálsi
HUGLEIÐING
Hátt ofar hamraskörðum
hittist fornkunnug gata,
vísað er á meó vörðum
veg sem gott er að rata.
Minning mikilla daga
markar stefnuna rétta.
Þar er hin sígilda saga
sögö meóal nýrra frétta.
Hvort sem ég kom af heiðum
hrakinn og vegamóður
eða frá lífsgáskans leiðum
leikfús og viðræðugóður,
gott var löngum að leita
liös hjá manni sem vildi
heldur vera en heita
heill þegar reyna skyldi.
Hugir heilir í dáðum
hlýja fremur en skína,
góðfús með gjöfum og ráðum
gleður náunga sína.
Því var hinn góði granni
glaóur á skemmtifundum,
hollráður hvarflandi manni,
háttvís á raunastundum.
Ræddum við oft með oröum
yfir hófsemdarskálum
margt sem var fögnuður forðum
fátt var dauft íþeim málum.
Líf þeirra liðnu daga
lék þar um stund á vörum,
minning um heimahaga
hljómaði glöggt ísvörum.
Nú er skarð fyrir skildi.
Skal þó héðan að frétta
margt sem í minningagildi
miðar fram til hins rétta.
Oróstef mitt einkum skyldi
okkur söknuðinn létta,
vörðubrot, sem ég vildi
væri til marks um þetta.
1.4. 1980.
Jón P. Ragnarsson
NAUÐUNGARFLUTNINGAR
SKÁLDS
Raddir hússins eru þagnaðar.
Rökkurfingur klóbeittir teygja sig
eins og þéttriðinn köngllóavefur
inn í hvert horn þess.
Blöð þín öll og ritföng,
bækur þínar, orö og hugsanir,
já, jafnvel fótatak þitt
var flutt burt úr húsinu í feröatösku
— án áfangastaðar.
Raddir hússins eru þagnaðar
í rökkurnótt banna og valdboðs.
Og rakkarnir einir spangóla
úti á myrkri sléttunni.
Sigurður Ingólfsson
STÍLVOPN
Stíivopn sé því stjórnað rétt
stQrum getur hugann létt,
bjargað beiskri sál.
Boðað frið um breiöa jörö
eöa breytt í vítisbál.