Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Blaðsíða 6
Á vegum vestur-þýzka vísindaráðu- neytisins er um þessar mundir verið að hefja byggingu á nýrri gerð orkuvers, sem með aðstoö sólarinnar mun framleiða vind, sem raforka verður síöan unnin úr. Hér er um aö ræða frummynd að slíku orkuveri, hún mun kosta um milljarð ísl. króna og verður byggð fyrir sunnan Madrid. Tillagan er afar einföld. Bygglngar- teikningarnar sýna hringlaga tjaldþak úr gagnsæjum gerviefnayfirbreiöslum. Þða er opið á hliðunum, en hækkar nokkuð í miöju, þar sem þykkt báru- járnsrör skagar hátt upp. Hin glæra yfirbreiösla veldur hinu sama og gerist í gróðurhúsum. Undir gerviefnaþakinu hitnar loftið af sólinni, Sá vindi - upp- skera rafmagn verðu þar með létt og leitar upp og kemst út um rörturninn. Fyrir sogverkun, sem er þeim mun meiri sem turninn, „skorsteinninn," er hærri, styrkist uppstreymið verulega. Það snýr stóru vindhjóli inni í tumin- um, en hjólið knýr rafal. í hinni einföldu samsetningu eöa gerð slíks „uppstreyrnisorkuvers" fel- ast hinir miklu yfirburðir umfram aörar aðferðir tíl að nýta sólina sem ótæm- andi raforkugjafa. Viö hin svokölluðu sólarorkubú, þar sem færanlegir speglar beina sólargeislunum aö gufu- katli, vinna menn enn að nokkru leyti á tæknilega óunnu landi, en hvaö upp- streymisorkuverið snertir, geta verk- fræöingarnir stuözt viö fengna reynslu í grundvallaratriöum. En til þess að framleiöa rafmagn í umtalsveröum mæli veröur aö gera áætlanir í stórum stæröum. Aöeins hiö kringlótta þak spönsku tilraunabygg- ingarinnar nær yfir 20 hektara, og í miðju er 200 metra hár turn. Þó mun vindrafallin ekki framleiöa nema 100 kílóvött — sem rétt myndu nægja 25 fjölskyldum. En á teikniborðunum eru þegar tilbúnar uppstreymisrafstöövar, sem myndu framleiöa 10 þúsund sinnum meira rafmagn — sannarlega risa- vaxnir framtíðarorkugjafar. Þvermál plastþaka þeirra er 20 kílómetrar og turnarnir eru 900 m háir. Heita loftiö í þeim æöir tipp meö fellibylskrafti. Þess vegna gæti hvert þessara raforkuvera komiö í stað kjarnorkuvers og meira aö segja meö sambærilegum fram- leíöslukostnaöi rafmagnsins. Frá tæknilegu sjónarmiði eru slík ferlíki aö byggingu ekkert vandamál. „Við getum byggt turna, sem eru kílómetri að hæð og meira", segir prófessor Jörg Schlaich, byggingar- verkfræöingur viö háskólann í Stutt- gart. Hann hefur ásamt verkfræöiskrif- stofu teiknaö tilraunaorkuverið á Spáni og mun hafa umsjón meö byggingu þess. En hugmyndin aö uppstreymisorkuveri er þó ekki komin frá þeim .í Stuttgart, heldur sótti franskur uppfinningamaður um einka- leyfi á því þegar áriö 1929. í Evrópu er hugsanlegt aö finna slíkum rnannvirkjum staö í löndum eins og Spáni, ítalíu og Grikklandi, þar sem nóg er um sólskin og strjálbýl landsvæöi. En ríki eins og Saudi- Arabía, Mexikó og Brasilía hafa þegar sýnt þessu máli mikinn áhuga. En í Vestur-þýzkalandi munu ekki rísa nein uppsteymisorkuver. Skortur á sólskini er þó ekki meginástæöan, heldur hiö háa lóðaverð. Ef fermetrinn er reiki*- aöur á 10 mörk (ca. 2500 ísl. kr.), myndi lóöarkostnaöurinn einn undir 1000 megavatta raforkuver nema 3 milljöröum marka. Schlaich hefur reiknaö út aö auk þess þyrfti aö þekja 4% af landsvæöi Sambandslýöveldis- ins meö plastábreiöum til þess aö sinna heildarþörf þess á rafmagni. Verkfræöingar í Stuttgart hafa fundið furðulega einfalda aðferð til aö breyta sól- arljósi í rafmagn Bragi Ásgeirsson Lífs- orka á sumar- degi — Það má fullyrða, að sumariö hafi verið okkur, sem byggjum þéttbýliskjarna Suö- vesturlandsins, gott og gjöfult. Sumarblíöan hefur veriö upp á sitt besta og fegursta, og votviðrisdagarnir inn á milli hafa stuölað aö mikilli blómstran náttúrunnar og vænlegri uppskeru garöávaxta. Mannfólkiö hefur og smitast af tíöarfarinu og duldir kraftar hafa leystst úr læðingi á mannlífsvettvangi, — þannig brosir fólk á góöviörisdögum og býr sig undir kaldsamari tíö með útiveru, iökun lista, loikja og hvers konar íþrótta. Einn góöviörisdag greip ég myndavélina og fékk son minn í leiöangur á myndlistar- sýningar, í sundlaugarnar og dálítiö krafta- trimm. Tókst mér aö ná nokkrum myndum, sem ég tel táknrænar fyrir sól, sumar, gáska í mannfólkinu og framtakssemi. Aö Korpúlfsstööum voru menn aö leggja síöustu hönd á framkvæmdir á vettvangi norrænna tilraunalista, „Experimental Envir- onmcnts". Skildist mér, að skrautlega tjaldiö væri nokkurs konar fjarskiptastöð, — dreng- urinn, sortur minn, Ásgeir Reynar, hefur tekið sér stööu á hugarorkustöð Jóns Gunnars Árnasonar og hugsar stíft í austur til móöur sinnar. Næst sjáum við Níels Hafstein vera að ganga frá skúlptúrverki sínu, „Tálmynd", (lllusion). Þarnæst sjáum viö landsþekkt hjón úr leikarastétt í sólskinsskapi. Þau Helgi Skúlason og Helga Backmann brosa undur- blítt til Ijósmyndarans. Á næstu mynd hefur Thor Vilhjálmsson skotið fram brjóstkassan- um, króaö af og ræðir ábúöarmikill viö valkyrju eina og fagran fastagest í sundlaug- unum. Á síðustu myndinni sjáum við greinar- höfund, er hefur kosiö að Ijúka athöfnum dagsins í anda Ólympíuleikanna og kjörorðs- ins, aö meginmáli skiptl aö vera meö en ekki sigra...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.