Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Blaðsíða 5
blaöamennsku). En í september 1960 hélt „Kommúnistaflokkur Kambódíu" fyrsta þing sitt á laun í járnbrautar- vagni í höfuðborginni, og Pol Pot var kjörinn í framkvæmdanefndina. 1963 var Pol Pot kjörinn ritari flokksins (og „Saloth Sar" líka), en „ég gat ekki lengur haldist við í Phnom Penh," segir hann — svo að „Saloth Sar" fór nú huldu höfði ásamt Khieu Ponnary, konu sinni, sem nú hefur komið fram í dagsljósiö sem eiginkona Pol Pots. Næstu ár skipulagði Pol Pot skæru- liðasveitir fjarri höfuðborginni gegn stjórn Norodom Sihanouks prins, sem gaf þeim nafnið „Rauðu Khmerarnir". Hann var einróma endurkjörinn ritari flokksins og síðan formaöur hernaöar- nefndar hans og var þá enn „Saloth Sar". En þó að ávallt væri skírskotaö til „Saloth Sar" sem mannsins meö völdin á bak við tjöldin, var það maöur, sem kallaði sig Pol Pot, sem varð forsætisráðherra Kambódíu í hinni nýju byltingarstjórn, sem kom til skjalanna í Phnom Penh í ársbyrjun 1976. Rauöu Khmerarnir réöu nú yfir höfuöborginni. Bandalagið, sem gert haföi veriö áöur milli skæruliöa komm- únista og Sihanouks prins, sem var í útlegö í Peking, var nú orðið ótíma- bært. Hinir nýju stjórnendur lýstu yfir jafnréttislýðveldi verkamanna og bænda í Kambódíu, afnámu konungs- veldið og eignarétt einstaklinga og mæltu svo fyrir, að vinnan yröi eini þáttur framleiðslunnar. Enn var ekkert minnst á flokkinn eða alræöi öreig- anna, en hiö miskunnarlausa „kerfi" hafði auga meö öllu. En hvernig er hægt að skýra skapferli þessa ofstækismanns, sem fremur en alla fylgismenn hans verður að telja ábyrgan fyrir „hreinsun" á sinni ástkæru Kambódíu, sem hefur blætt svo út, að hún er dauöinn uppmálaður? Hann hefur lifað auömýkingu franskrar nýlendustjórnar, lénsstjórn- arduttlunga hins ráöríka Sihanouks, gegndarlausar loftárásir Bandaríkja- manna, sem kostuðu meira en hálfa milljón samlarída hans lífiö, og grimmdarlega innrás Vietnama, sem réttlættí þá ásökum Sihanouks, aö hinir yfirgangssömu og rángjörnu nágrannar Kambódíu væru „villidýr", sem væru að éta af henni holdiö. Allt þetta virðist hafa snúiö hinum guörækna bóndasyni til ofstækisfulls útlendingahaturs. Hann varö haldinn þjóöernislegu ofsóknarbrjálæöi og sá hættur og djöfla, hvar sem var innan- lands og utan. Þegar hann svo var kominn til valda, lýsti hann fjálglega yfir því, að Kambódía væri sjálfstæð í fyrsta sinn í 2000 ár, frelsuð af alþýðu landsins, er innibyrgö ofsareiöi losnaöi úr læöingi, mögnuö af aldalöngum ofsóknum og aröráni útlendinga, kap- ítalista, nýlenduherra, lénsherra og gróöafíkinna borgarbúa. En nú var Kambódía loks frjáls með stríði og byltingu. Þó var loft enn lævi blandið. 1977 sagði hann, að Kamb- ódíu stafaöi ógn, sem varöaöi líf eöa dauða, af miklum fjölda útsendara óvina, af heimsvaldasinnum og alþjóö- legum afturhaldsöfium, sem ætluöu aö eyöileggja byltinguna. Svarið við þessu umsátri og öllum þessúm undirróöri var að loka Kamb- ódíu, setja hana íeinangrun til verndar gegn ágóðasýkingu og hrinda í fram- kvæmd kenningum Khieu Samphans og gera hugsanir Maós aö veruleika. En á það hefur verið bent, að Khmernum hættir til aö veröa þræll sinnar eigin einföldu röksemdafærslu, sem hann heldur fast við með enda- lausum ályktunum, hann er orðinn msm Latum okkur annt um mannréttindi þótt við höfum þau Það er eitt sérkenní á mannrétt- indum, að á meðan menn hafa þau, taka þeir ekki eftir þeim, en séu þeir sviþtir þeim, fer það ekki fram hjá neinum og getur valdið ómæld- um þjáningum. Af þessari ástæðu hafa menn á Vesturlöndum, þar sem mannréttindi eru íheiðri höfð, stundum tilhneigingu til að álíta það marklítið hjal, þegar talað er um mannréttindi. Einstaka sinnum eru þeir nefndir öfgamenn, jafnvel kaldastríðsmenn, sem vilja svara mannréttindabrotum með einhvers konar aðgerðum. En þeir, sem brotið er á, eru ekki sama sinriis. Á þeim brennur eldurinn. I nýlegri bók, Frelsisbaráttan í Ráðstjórn- arríkjunum, hikar Solsénitsyn ekki við að kalla valdsmenn ráðstjórnar- innar böðla og vill, að við þeim sé brugðist sem slíkum. Hann sat í þrælkunarbúðum Stalíns íellefu ár fyrlr engar sakir. Þau mannréttindi, sem mestu skiþta, eru frelsi, frelsi til að láta skoðanir sínar íljósi, frelsi til að lifa lífi sínu að eigin geðþótta, frelsi til að leita hamingjunnar að vilja sínum og einskis annars. Ogjafnvel þótt frelsi virðist ekki miklu máli skiþta, þegar maður hefur það, þá gera menn sér Ijóst gildi þess, þegar þeir hafa glatað því. Rannsóknarráð verkalýðsfélaga í Ungverjalandi (SZEKI) réð tvo fé- lagsfræðinga til þess að gera rannsókn á skoðunum verkamanna ílkarus strætisvagnaverksmiðjunni á aðbúnaði sínum á vinnustað og rekstri fyrirtækisins. I skýrslunnl, sem þeir skiluðu, kom fram mikil gagnrýni á stjórn fyrirtækisins og skiþulagið í verksmiðjunni. Nú heföi mátt ætla, að engir erfiðleikar meistari í aö einfalda hluti, svo aö þeir veröi fásinna og fjarstæða. Pol Pot og félagar hans skópu það sveitarsamfélag, sem átti að vera sjálfu sér nægt samkvæmt skólarit- gerö Samphans, meö því aö „afnema" borgir. Þeir útilokuðu persónulegan hagnaö og útrýmdu gróða með því aö afnema peninga og eignir, og þeir losuðu sig við stétt menntamanna með því að afnema alla aðra menntun en lestur, skrift og reikning (og myrða þá sem kunnu meira). Gamalt fólk og lasburöa var ekki annaö en munnar, sem þurfti að mata, svo að því var að mestu leyti útrýmt. Eina refsingin fyrir yfirsjónir var snöggur og formálalaus dauöi, því að með því móti var engin þörf á fangelsum eða refsibúðum, og sá sem braut af sér, var drepinn meö ættu að vera á þvíað koma þessari gagnrýni á framfæri. Hún var þó frá verkamönnum í ríki, sem þykist bera hag þeirra sérstaklega fyrir brjósti. En raunin varð önnur. Vandræði félagsfræðinganna tveggja, Tamás Földváry og Zoltán Zsille, hófust með því, að rann- sóknarráðið neitaði að greiða þeim fé fyrir rannsóknina á þeim for- sendum, að skýrslan fjallaðl ekki um verkamenn við Ikarusverk- smiðjuna heldurum verkalýðsstétt- ina í landinu í heild sinni. Ætti það þó að þykja kostur í verkalýðsrík- inu. í uþþhaflega samningnum var ekkert kveöið á um innihald skýrsl- unnar. Nú hugðust þeir gefa skýrsluna út í helzta félagsfræðitímariti Ung- verjalands, Valóság, sem kemur út mánaðarlega. Þá vildi svo illa til, að ritstjórinn var veikur og ritstjórnin, sem réð efninu í tímaritið í fjarveru hans, neitaði að taka á sig þá erfiðleika, sem óhjákvæmilega myndu fylgja í kjölfar þess, að greinin yrði birt. Ritstjórnin var hins vegar mjög hneyksluð á framferði rannsóknarráðsins. Næst snéru félagsfræðingarnir sér til helzta bókmenntatímarits Ungverjalands, sem nefist Uj Irás, en þaö birtir stundum efni um félagsvísindi. Þaðan var skýrslan send til aðalstöðva flokksins til athugunar, sem hafnaöi henni með þeim oröum, aö hún hæfði ekki efnisvali blaðsins. Að síðustu leituðu Földvárý og Zsille aftur til Valóság, þar sem ritstjórinn hafði nú náð heilsunni. Hann lofaði þeim þegar í stað, að greinin yrði birt, og hún myndi þann sama dag fara í þrentsmiðj- byssusting eða barefli, því að það sparaöi skotfæri. Liðin tíö var afmáö, gleymd og grafin, svo að framtíðin yrði tandur- hrein eða öllu heldur tárhrein. Fórnar- lömb hins villimannlega þjóðfélags- uppskurðar án deyfingar, „það sem eftir er af þjóð vorri", voru flokkuð niður í 10 000 manna samyrkjubú eða hreyfanlegar vinnubúöir samkvæmt kerfi, sem haföi breytt landinu í eina allsherjar þvingunarvinnubúð. Þar vann fólk 11 tíma á dag tíu daga í röö, en þeir þrír dagar, sem þaö átti aö eiga frí, fóru að mestu leyti ístjórnmálainnr- ætingu. Og enginn mátti eiga neitt nema mottuna, sem það svaf á, og náttfötin svörtu, sem þeim voru úthlut- uö einu sinni á ári. Fjölskyldulíf var afnumið ásamt með una. En þá hljóþ snurða á þráðinn. Ritstjórinn barfyrirsig, að einhverj- ir menn hefðu komizt í málið, en neitaði að segja, hverjir það voru. Jafnvel þótt M. Kornidesz, sem er yfirmaður þeirrar deildar í mið- stjórn ungverska kommúnista- flokksins, sem fæst við ritskoðun, væri mjög undrandi á þvf, að greininni hefði verið hafnað, hann heföi ekkert heyrt um þaö og þetta hlyti þvíað vera ílagi, þá þokaðist ekkert áleiðis. Að síðustu birtist greinin í Mozgó Világ, blaði ung- kommúnista. Þar voru geröar við greinina tfu til tólf athugasemdir, sem höfundarnir voru neyddir til að samþykkja. En á endanum birtist greinin ísinni upphaflegu mynd, því að þrentararnir tóku ekki eftir leiðréttingunum. Greinin birtist í febrúar 1978 og olli miklu fjaðrafoki. Henni var oþinberlega hafnaði í ágúst það sama ár. Það fer engum sögum af því, hvort félagsfræðingarnir fengu að svara fyrir sig. Þetta er lítil saga, sem segir nokkuð margt. Einn meginlærdóm- ur, sem af henni má draga, er, að rétturinn til aó láta skoðanir sínar í Ijósi er mikilsverður, sennilega mik- ilvægasti réttur, sem þegnar í lýðræðisríkjum hafa. Jafnvel þótt menn hafi þennan rétt, eiga þeir að láta sér annt um hann. Mannrétt- indi skiþta máli af því, að þau gera mönnum kleift að ráða lífi sínu að eigin vild, og það er eitt mikilvæg- asta skilyrði hamingjunnar. (Uþplýsingar um þetta ung- verska dæmi ritskoðunar má hafa í ritinu Index of Censorshiþ, apríl 1980, 9. árgangur, 2. hefti.) Guðmundur Heióar Frímannsson. peningunum, mörkuðum, verzlunum, bókum, ferðalögum og flutningum, póstþjónustu og prestþjónustu og allri menntastétt landsins. Aö því er flótta- fólk hefur sagt, var öllum gefiö aö borða í stórum matsölum, en hjón sváfu oft sitt íhvoru lagi ísvefnbúðum. Börn voru látin fara að vinna 7 eða átta ára gömul, en 12 ára voru þau tekin í uppeldisbúöir. Aga var einfaldlega haldiö uppi með ógnarstjórn. íbúa í Kambódíu Pol Pots var ekki aðeins hægt aö taka af lífi vegna óhlýöni eða fyrir aö spyrja of margra spuminga (til dæmis um, hvar eiginkona eða móöir gæti verið niður komin), heldur og fyrir að dansa, daðra eða leika forboðna tónlist, fyrir að sofna að degi eða vera grunsam- Framhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.