Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Blaðsíða 13
vilja stýröi hann viti sínu og stjórnaöi tilfinningum sínum. Þannig eiga sannmenntaöir menn aö vera. Og þannig tókst þessu blásnauða bóndaskáldi aö veröa, þrátt fyrir lærdómsleysi sitt, — og jafnvel, aö því er hann sjálfur segir, vegna þess. Af þessu má mikiö læra. En hvaö? í hagsæidarríkjum nútímans, eins og því þjóöfélagi, sem við íslend- ingar búum nú viö, þykir löng skólaganga — og yfirleitt ókeypis — „Hin æðsta lífs- hamingjaer auðvitað ekki fólgin í velmeg- un og ekki einu sinni í þekkingu. Hún er fólgin í sambandi fólks, sem þykir vænt hvoru um ann- að." sjálfsagöur undirbúningur undir ævi- starf. En hugleioum viö af nægilegri alvöru og einlægni, hver vera eigi ávöxtur þeirrar skólagöngu? Lögð er mikil og sívaxandi áherzla á aö gera unglingum kleift aö laga sig að þjóðfélaginu, gera þá að nýtum þegnum, kenna þeim að lifa í félagi viö aöra og þjálfa þá til aöhæfingar aö síbreytilegum aö- stæöum í atvinnulífi og félagslífi. Af mörgum ástæðum sæti það sízt á mér að skorta skilning á því, hve örum breytingum nútímaþjóöfélag tekur og hve nauðsynlegt það er, að þegnarnir lagi sig að þeim með sem auöveldustum hætti. Engu aö síöur kann hinn sívaxandi áhugi á aö gera manninn að góðri félagsveru að valda því, aö hitt gleymist, hve mikla nauðsyn ber til, að sérhver maöur sé sjálfum sér nægur, — geti staöiö einn, veriö einn og vantað þó ekkert. Hin æðsta lífshamingja er auövit- aö ekki fólgin í velmegun og ekki einu sinni í þekkingu. Hún er fólgin í sambandi fólks, sem þykir vænt hvoru um annaö. Maöur og kona öölast hamingju, foreldrar og börn. Þau, sem þykir vænt hvoru um annaö, hjálpa hvort ööru. En allir menn verða fyrir því í lífi sínu — ekki einu sinni, heldur oft — að verða að standa einir andspænis miklum vanda. Jafnvel fjölskylda og vinir geta þá enga aðstoð veitt. Þá er ekki von, að samfélagið geti þaö heldur. Nóbelsskáldið Hermann Hesse segir í einu kvæöa sinna: Drum ist kein Wissen Noch Können so gut, Als dass man alles Schwere Alleine tut. Magnús Ásgeirsson þýddi þetta svo: • Því er mest um þá þekking vert: Allt hiö þyngsta er af einum gert. Því eru auövitaö takmörk sett, hvað unnt er að kenna í skóla. Ef til vill geta skólarnir eflt meö hverjum manni þann innri styrk, er þarf til aö leysa vanda, sem enginn getur leyst nema maður sjálfur. En jafnvel þótt svo kunni aö vera, ber okkur að hafa fullan skilning á takmörkunum okkar og gera þær ungu fólki Ijósar. Og höfum viö nægan skilning á því, hversu nauösynlegt það er, aö menn þurfi ekki sífellt á hvers konar félagsskap að halda? Höfum viö reynt að kenna ungu fólki að reyna að vera sjálfu sér nægt og finna í sjálfu sér þau verðmæti, sem gefa lífinu gildi? Oft er sagt, aö ungu fólki leiðist, þaö sé aö leita aö tilbreytingu, einhverju nýju, ööru vísi, frumlegu. Sé þetta rétt, ef ungu fólki leiðist, þá held ég, að hvorki skólar né þjóofé- lagiö í heild eigi að bregöast viö þessum leiða með því að skemmta því meira en orðið er. Fremur ætti að reyna að opna augu ungs fólks fyrir þeim sannindum, sem felast í þeim orðum Halldórs Laxness, að „leiðin- legt er ekki neitt nema skemmta sér". Með þessu er auðvitað ekki gert lítið úr gleöinni, lífsgleöinni. Hún er heilbrigöu og hamingjusömu lífi jafn nauðsynleg og velmegun og þekk- ing. En eigi markmiöiö að vera, aö sérhver maður verði hamingjusamur, er þá nóg, að hann njóti hagsældar, að hann lifi glöðu lífi, að hann búi yfir þekkingu, aö skólaganga hafi lagt þann grundvöll aö ævilangri sjálfs- menntun, sem hún þarf að gera? Er slíkur einstaklingur fær um aö standa einn og sigrast á því, sem er svo erfitt, að hann einn getur þaö? Sá einstaklingur, sem getur í jafnríkum mæli eflt þroska sinn meö samvistum viö aðra og í einveru, sá einstaklingur, sem á aö geta staöið einn í lífi og dauöa, veröur aö vera sáttur viö sjálfan sig. En sá einn veröur sáttur viö sjálfan sig, sem er sáttur viö Guö. Og sá einn er sáttur viö Guð, þann Guð, sem þessi kirkja þjónar, sem í afstööu sinni til hans efast aldrei, spyr einskis, af því að hann nýtur náöar hans, þeirrar náðar, sem Kristsmyndin hér yfir altarínu er tákn um. Ef einhver spyrði mig, hvort ég hafi orðiö trúhneigöur á fullorðinsár- um, þá svaraði ég, að þaö heföi ég alltaf veriö. Þaö á ég aö þakka manni, sem aldrei talaöi viö mig um trúmál, heldur kenndi mér latínu og rómverskar fornmenntir, þegar barni aö aldri. Séra Friðrik Friðriksson var nánasti vinur föður míns á bernsku- og unglingsárum mínurrK Hann lét sér mjög annt um mig og sinnti mér mikið. Ég heyrði hann og marga aöra auövitaö tala um trú sina á fundum í KFUM og söng þar söngva hans. Samt held ég að þaö hafi einkum verið hann sjálfur, með sérhverju því, er hann sagði og geröi, sem ósjálf- rátt beindi fótum mínum upp á þaö bjarg, sem síðan hefur ekki bifast, það bjarg, þar sem staðið verður einn, í sátt viö Guö og sjálfan sig. Þáö eru greinilega háskólámenn, sem skapa Ijóðtískuna í landinu. Fyrir nokkrum vikum hóf limran fyrir alvöru innreiö sína á síöur Morgunblaösins — og þar meö í þjóoarsálina. — Og nú er þaö svokallaö sentó, ég breyti stafsetn- ingunni, svo aö ég geti þó eitthvað lagt til málanna. Fyrir nokkrum árum varð Þorsteinn heitinn Valdemarsson alþjóö- lega vinsæll fyrir limrur sínar, ekki síst fyrir þá um Vilmundarvitiö. En það er einmitt læröur maöur af vílmundarættinni, sem nú nýlega, þegar Þorsteinn er látinn, hefur hlaupio undir limrubaggann. Og það er líka hann, sem axlar sentóið á skemmtilegan hátt. Þar er geröur rímaöur fjórtánfótungur með þeim hætti aö raöa af smekkvís- legri hugkvæmni saman Ijóölínum eftir fjórtán skáld af klassískri gerð, sakar ekki aö þeir séu fyrir lögnu gengnir á vit feöra sinna og helst þurfa þeir aö vera háskólagengnir. En myndu nú nokkrir menn þess umkomnir aö hafa slík bókmenntaleg áhrif á íslandi á vorum dögum, sem hér um getur, ef ekki væri fyrir í landinu þó nokkurt magn af háborgaralegu klass- ísku lærdómssnobbi? Þjóöviljamenn voru fljótir aö taka viö sér, þegar limrurnar komust í tísku í Mogganum. Ætli viö höfum ekki séö eitt eða tvö sentó eftir róttæku heimilis- blaöamennina okkar, áöur en vetrar- stormarnir hefjast? Nú mega menn ékki halda, aö ég sé aö hneykslast á þvt', þótt andlegt samband sé á milli þeirra, sem rita í háttvísi aö sitjá ekki of lengi. Því mætti bæta við nú, aö lögjafi gerir ekki ráð fyrir aö leikhússtjóri Þjóöleikhúss sitji lengur en átta ár í einu. Leikhússtjóri leikfélagsins í Reykjavík fór eftir þessari reglu, ennfremur hefur dagskrárstjóri sjónvarpsins hafnað ellisetu. Ég held aö fleiri ættu aö fara aö dæmi þessarra manna, lofa nýjum og ungum mönnum aö komast aö. En þetta þarf allt aö tryggja með lagasetningu, þar sem því veröur viö komiö. Menn temja sér ritkæki, og halda aö það sé frumleiki. Blaöamenn og fjöl- miölaliöar eru mjög aö skreyta mál sitt meö orötækjum, en kunna ekki alltaf með að fara. í gær var sagt í fréttum, að íþróttalið íslenskt, sem keppti í Dan- mörku, hefði gert garðinn frægan. Hér heföi smekkvís íslenskumaður komíst öðruvísi aö oröi. Maöur fer ekki til útlanda meö garö til þess aö gera hann frægan. Þá eiga aörar líkingar betur viö. Fyrir skömmu var verið að segja frá refarækt og þannig komist aö oröi aö maður gat haldið aö hægt væri aö flá refina, án þess aö lóga þeim, líkt og ær eru rúnar á hausti. í annarri frétt var atltaf talaö um að pelsa í stað þess aö Hnarreist og útskeift gekk skáldíð niður Skólavörðustíg hægri og vinstri blöö á Islandi. Nei, slíkt ætti einmitt aö gera mönnum auöveld- ara aö skilja hvor aöra. En ég er aö auglýsa eftir örlítiö meiri frumleik í hugsun. Þaö er gott og blessaö aö þekkja eins og sína tíu fingur alla klassíkina frá elstu skáldum frummenn- ingar tíl Jónasar Svafárs. En hitt er verra, aö geta ekki gert sér grein fyrir því hvaöa nýjungamenn eru builarar, leirhnoöarar og ruglukollar, hvort sem þeir ríma eöa ekki. Sumir halda, aö altt sé gott sem stendur í hljóöstaf, aörir sjá ekki neinn mun á því, sem órímað er, halda aö þaö sé stórsnjallt aö skrifa pulsa í staö pyisa og prenta & í staöinn fyrir og. f þætti fyrir skömmu fór ég nokkrum gagnrýnisoröum um æviráöna ritstjóra bókmenntarita — og ritdómara dag- blaöa, sem kunna sér ekkert hóf í miskilinni elskusemi viö nýgræöinga. Satt aö segja var ég meö böggum hildar, þegar óg haföi skilaö handriti. Eftir eina andvökunött reis ég upp og ætlaöi aö milda orð mín ögn. En á leiöinni til ritstjóra Lesbókar varö ég fyrir líkamlegu áfalli, sem fylgir sjúk- dómi sém eltir mig. Þegar ég reis af beöi var allt um seinan að breyta hljómi minna skrifuöu oröa. En þessi pistill, sem ég nú skrifa, er kannski eftirhreyt- ur, og þó öllu heldur árétting þess sem áöur er ritaö. Ég fagnaöi því þar, aö forseti vor sem þá var, skyldi sýna þá flá, sagt tæfur í staöinn fyrir læöur. En tæfa er gælunafn á tóu, án þess aö tiltekiö sé kyn. Siguröur Grímsson rithöfundur sagöi oft sögur af kynnum sínum af Einari skáldi Benediktssyni, sem hann dáöi mjög, sá þó á honum hans mannlegu og stundum barnalegu hliöar. Á blaða- mennskuárum Einars í Reykjavík var Siguröur hans hægri hönd um tíma, þá námsmaöur. Skáldinu hætti til aö fá sér hressitega í staupinu, en vtldi helst ekki auglýsa þann veikleika sinn meö reikulu göngulagi. Einhverju sinni, þegar Einar var þéttkenndur sagöi hann við Sigurð: Nú er ég búinn að finna gott ráö. Ef maður gengur bara hnarreistur og útskeifur sér þaö enginn á göngulaginu að maður sé drukkinn. — Svo reis hann úr sæti stnu og hélt niöur Skólavöröu- stíginn, bætti Siguröur viö og hló. Allir sneru sér viö og störöu á skáldiö. Þessi saga kemur mér stundum í hug, þegar ég sé rithöfunda og biaöa- menn vera meö tilgerö og látalæti í stíl og frásagnargerö. Meö tillærðum kækj- um og mannalátum eru þeir oft aö fela vankunnáttu sína, vekja óþarfa eftirtekt á því, sem þeir helst vilja fela. Mönnum verður starsýnt á vankanta þeirra og hafa þá aö háöi og spotti. — Þetta getur komiö fyrir stórgáfaöa og skemmtliega menn, — en líka fyrir bjána. Jón úr Vör. ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.