Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Blaðsíða 16
ÁSTRÍKUR OG GULLSIGÐIN Eftír Goscinny og Uderzo. Birt i samráði við Fjölvaútgáfuna Framhald af bls. 5 lega vakandi aö nóttu, eöa fyrir að vera afkomandi einhvers, sem var „óæskilegur". Ef sjá má kenningar Khieu Samph- ans aö baki fyrirmyndarríkis Pol Pots, hlýtur aö mega greina mynd Maos þar einnig, en Pol Pot lýsti hugsunum hans sem hinni „dýrmætustu aöstoö, sem Kína heföi veitt". Það var Mao, sem fyrstur byggöi kommúnistíska byltingu á bændum og vantreysti mennta- mönnum borganna, sem sá fyrir sér stéttlaust Kína sem taflboro samyrkju- búa eöa sveitarfélaga, sem væru sjáifum sér næg, sem prédikaöi, aö rétt innrættur maöur meöal fjöldans væri máttugri en vél (og þess vegna var þaö kaldhæönislegt, aö þegar Kínverjar sendu Kambódíu 200 trakt- ora, voru þeir látnir ryöga niöur á þeim forsendum, aö þaö væri fólk, en ekki „jámnaut" sem væri hráefni efnahags- byltingarinnar). Hin fáránlega einföldun allra hluta geröi Kambódíu aö landi glottandi hauskúpa og broslausra eftirlifenda. Poi Pot haföi eins og eldsnöggur skopmyndateiknari búið til stéttlaust kommúnistaríki á stundinni, skelfilega mynd, sem varaöi heiminn viö eöa ætti að vara viö vinstrisinnuöum helgibrjót- um og niðurrifsmönnum, sem eru óöfúsir aö kollvarpa því kerfi og þeirri skipan, sem fyrir er, út á fræðikenning- ar og eru reiöubúnir aö leggja framtíö lands síns aö veöi viö tilraunir, sem byggöar eru á einberum kennisetning- um og neikvæðum fordómum. Khmer- arnir voru einfaldlega sniönir þanjiig, að þeir féllu inn í mynd Pol Pots. Þaö hvarflaöi ekki aö honum aö auösýna neina miskunn viö sniðið. Pol Pot heimsótti Peking á laun 1965 og kveöst þá hafa hitt Mao formann, en hann er sagður hafa orðið fyrir miklum áhrifum þá af hinni róttæku „fjórmenningaklíku" kringum Mao, enda þekkti hann tvo þeirra. Þaö varö svo til bjargar sambandi hans viö Kína eftir fall klíkunnar, aö sameigin- legir hagsmunir frá hernaðarlegu og stjórnmálalegu sjónarmiöi gagnvart Rússum og Vietnömum geröu þaö nauösynlegt. í september 1977 þóknaðist hann svo hinum kínversku bandamönnum sínum, sem voru mjög tortryggnir hans garð, meö því aö lýsa því yfir, ai Kommúnistaflokkur Kambódíu, serr hefði veriö stofnaður 1960, vær óháöur marx-lenínískur flokkur. Þa< setti á hann virðulegan rétttrúnaðar blæ, sem átti aö draga úr því óorði sem „Þjóðbyltingarflokkur" Kambódíu haföi getiö sér. Nafnaleikurinn var leikinn enn einu sinni. Sagan var skrifuö að nýju. Pol Pot flaug til Kína, og rauöi dregillinn var tekinn fram. Eftir aö Hanoi og Moskva höfðu undirritaö sáttmála sín á milli 1978, töldu Vietnamar sig í stakk búna til aö láta til skarar skríöa gegn hinum ofstopafullu Rauöu Khmerum. Á und- anhaldinu brenndu Khmerarnir þær hrísgrjónabirgðir, sem þeim tókst ekki aö flytja meö sér til fjalla, brutu fiskibáta og jafnvel hin einföldustu verkfæri og skildu eftir sig land, þar sem rtkti ótti, hungur, fár og örvænting hryllilegrí en orð fá lýst, svo aö þaö fjöldadráp eða þjóðarmorö, sem þeir hófu fyrir fjórum árum, heldur áfram af sjálfu sér meö enn meiri hraöa en fyrr. En hinir vietnömsku innrásarmenn, sem reyna árangurslaust aö réttlæta villimannlega framkomu sína meö markfausu málæöi, bera fulla ábyrgð á þeim misþyrmingum, sem þessi þjóö hefur oröiö og veröur aö þola. Þeir studdu löngum Pol Pot í brjálæöi hans, svo aö hann átti þeim aö þakka þaö tæklfæri, sem hann fékk til aö láta þaö af sér leiöa, sem hann gerði. Eftir að Vietnamar settu á fót leppstjórn sína í Phnom Penh, er málum nú svo komið, að hann er ekki aöeins foringi í sjáifstæöisbaráttu þjóöarinnar í augum þeirra Rauöu Khmera, sem enn fylgja honum, heldur og hinn löglegi forsætisráðherra Kambódíu í augum ríkisstjórna víðsvegar um heiminn. Þær álykta sem svo, að ef þær hætti aö viöurkenna hann, séu þær aö réttlæta innrás erlends ríkis og slíkt myndi alvarlega veikja stööu smáríkja í heiminum. Fyrir flestum er Pol Pot aöeins skuggi, en hvort sem hann er maöur eða ófreskja, þá er hann nú fyrst og fremst siöferði- legt vandamál. — svá — stytt úr „Observer" ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.