Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Blaðsíða 12
„Þvímiður er enginn grammófónn
hér," sagði húsráöandinn.
„Spilaöu fyrir okkur á gítarinn,"
sagöi Óskar.
„Já. Geröu það," sagöi stelpan, sat
í stól og haföi ekki farið úr kápunni.
Húsráöandinn tók aö spila og
syngja vinsæl popplög. Strákurinn meö
gleraugun setti fætur upp á borö og
dottaði. Tóti rak augun í grænan
gúmmífrosk sem sat í giuggakistunni.
Var þaö eftirlíking af Kermit, augun
útstæö, munnurinn opinn, gult skraut um
hálsinn. Á öðrum fætinum hafði hann
plástur. Tóti brosti.
„Yesterday. All my trouble seem so
far a-way," söng strákurinn.
Tóti sótti froskinn og fór að setja
hann í ýmsar stellingar. Froskurinn var
kámugur og angaöi af gúmmílykt. Tóti lét
froskinn dansa í takt viö lagiö og hreyfa
munninn líkt og hann væri að syngja.
Stelpan fór aö flissa. Tóti iét froskinn
tvista, hrista sig á alla kanta, halla
höföinu aftur og galopna munninn er
strákurinn söng háa tóna. Stelpan
skellihló.
„Gemmer sjúss," sagðí Tóti og
hreyfði varir frosksins.
„Gjöröu svo vel," sagöi Tóti, lyfti
glasi að vörum hans og hermdi eftir
hljóði er verið væri að kyngja.
„Gemmer sígarettu."
Tóti kveikti í sígarettu og stakk upp
ífroskinn. Froskurinn japlaöi á sígarett-
unni af mikilli nautn, hóstaöi, slagaöi og
var kominn meö hiksta. Stelpan náöi
varla anda fyrir hlátri.
„Helga komdu og sjáöu," kallaöi
hún.
Tóti fór meö froskinn til stúlkunnar
og lét hann setjast á hné hennar; sat
sjálfur á hækjum sér.
„O ... Hann er svo sætur."
„Halló, svítípæ. Ertu ekki hress?"
spuröi froskurinn.
„Jú, ég er hress," sagöi stelpan og
bros lék um varir hennar.
„En hvaö þú hefur fallegar hendur."
„Finnst þér það."
„Beittar neglur og mjúka húö.
Hvers getur maöur óskaö sér annars."
Froskurinn færöi sig upp á öxl
hennar og blikkaöi ööru auga, nuddaöi
saman lófum án þess hún tæki eftir.
Óskar fór aö hlæja. Strákurinn hætti að
spila, Helga kom ídyragættina, Valli á
eftir og strákurinn meö gleraugun
rankaöi viö sér.
„Þú ert kósý. I think I love you,"
sagði froskurinn og strauk vang hennar
og fitlaöi viö hárlokk. „Væri yöur sama
þó einmana en góöhjartaður froskur
fengi aö kyssa varir þínar."
„Til hvers?"
„Bara, mig langar til þess," sagöi
Tótf og hreyföi varir frosksins.
„Allt í lagi," sagöi stelpan og
myndaöi stút á varirnar.
Froskurinn þóttist bretta upp
skyrtuermarnar, laga á sér háriö, svo
lét Tóti hann kyssa stúlkuna á munninn.
Á eftir tók froskurinn heljarstökk og
stakk netinu otan í bringu.
„Var gott aö kyssa hana, froski?"
spurði Valli.
„Um ... nammi, namm. Feitar
varir, magrar varir. Allar vilja þær
eignast mann," söng froskurinn og vagg-
aöi sér til og frá. Allir hlógu.
„Fröken, má bjóða yöur sígarettu,
kannski áfengi. Viljið þér koma heim
meö mér?"
„Ekki svona ákafur," sagöi stúikan
og ýtti frosknum frá sér, hvorfði á Tóta
og sagði: „Þu ert bara helvíti skemmti-
legur."
„Ég?" sagði Tóti og lagði hendi á
bringu sér. „Nei. Það er froskurinn."
„Já, en. — Þú stjórnar honum,"
„Þarna komstu upp um sjálfan þig.
Búinn að kyssa hana og allt," sagöi
Valli.
„Nei. Þaö var froskurinn."
Allir hlógu. Tóti roðnaði.
„Mér líkar vel viö þinn innri mann,"
sagði stelpan og horföi í augu Tóta.
Fyrir rúmum hundraö árum fædd-
ist efnalitlum, en gáfuóum hjónum
sonur á kotbæ noröur í Skagafiröi.
Hann ólst upp í fátækt, gekk aldrei í
skóla, en læröi samt snemma aö
lesa og draga til stafs í heimahúsum.
Nýfermdur fór hann í vinnumennsku,
og tæplega tvítugur fluttist hann
síðan til Vesturheims meö foreldrum
sínum og fleira frændfólki. Rétt áður
fékk hann fáeinar vikur tilsögn í
ensku hjá prestum í sveitinni. Það
var eina skólagangan á lífsleiöinni.
í Vesturheimi varð hann fyrst
daglaunamaður, síðar efnalítill bóndi
langa ævi. En hann varð eitt mesta
skáld, sem ort hefur á íslenzka
tungu.
Þessl skáldbóndi, Stephan G.
Stephansspn, hefur ritaö drög aö
ævisögu sinni. í henni er stutt
frásögn af atviki, sem fyrir hann kom
tólf ára gamlan. Mér finnst hún vera
lærdómsrík fyrir alla þá nú á tímum,
sem hugsa vilja af alvöru og einlægni
um íslenzkt menningarlíf og þó ekki
sízt íslenzk skólamál. Hún er svona:
„Eitt haust var ég úti staddur í
rosaveöri. Sá þrjá menn ríöa upp
Vatnsskarð frá Arnarstapa. Vissi, að
voru skólapiltar á suðurleið, þar á
meöal Indriöi Einarsson, kunningi
minn og sveitungi, sitt fyrsta ár til
skóla. Mig greip raun, ekki öfund.
Fór að kjökra. Þaut út í þúfur, lagöist
niöur í laut. Mamma haföi saknaö
mín. Kom út og kallaði; ég svaraöi
„... höfum við nægan skilning á því, hversu nauðsynlegt það er, að menn
þurfi ekki sífellt á einhvers konar félagsskap að halda?"
„Allt hið þyngsta
er af einum gert"
ekki. Vildi ekki láta hana sjá mig, svo
á mig kominn, en hún gekk fram á
mig. Spurði mig, hvað að gengi; ég
vildi verjast frétta, en varð um síðir
aö segja sem var. Eftir þessu sá ég
seinna. Mörgum árum á eftir heyröi
ég mömmu segja frá þessu, en ég
hélt hún hefði löngu gleymt því. Hún
bætti því við, að í þaö sinn hefði sér
fallið þyngst fátæktin. — Tvisvar
síöar, einu sinni heima, ööru sinni
hér (þ.e. í Ameríku) hefur mér boöizt
ávæningur þess, sem gat verið
byrjun að skólagöngu, en ég hafnaö.
í ööru sinni vorum viö ráöin til
vesturfarar, svo að ekki varð við
snúiö. í hitt skiptiö, hér, hefði ég
orðið að láta foreldra mína, aldur-
hnigna og útslitna, sjá fyrir sér sjálf,
hefði ég reynt að reyna á. Nú veit ég
ekki, nema lærdómsleysiö, með öll-
um sínum göllum, hafi verið lán mitt,
svo að ég uni því vel, sem varö".
Hvers vegna segi ég þessa sögu
nú — og hér á þessum stað?
Astæðan er m.a. sú, að hér í
Skálholti var stofnaður fyrstur skóli á
íslandi. Þaö gerði ísleifur biskup
Gissurarson, einn mestur og beztur
andans maður og höfðingi, sem
íslenzk þjóð hefur eignazt. Skál-
holtsskóli átti verulegan þátt í því aö
íslendingar héldu tryggð við og efldu
þá menningu, sem reyndist þeim
mestur aflgjafi í erfiðri sögu sinni.
Auövitað voru þá aðstæöur allar
gerólíkar því, sem er í dag. Á
bemskuárum Stephans G. Steph-
anssonar voru þær enn þá allt aörar
en viö, sem lifum á síöari hluta 20.
aldar, búum viö. Einmitt þess vegna
er nauðsynlegt, að við hugleiðum
stööu okkar í dag.
Þegar ég segi þessa stuttu sögu af
Stephan G. Stephanssyni, er tilgang-
urinn ekki sá aö benda á þá alkunnu
og augljósu staðreynd, að unnt er að
veröa mikill maöur án skólagöngu.
Hann er ekki heldur sá að undir-
strika, að miklum árangri má ná í
kröppum kjörum, ef sterkur og
einlægur þroskavilji beinist aö réttu
marki. Enginn*þarf nú að fara á mis
viö skólagöngu. Og kröpp kjör eru
ekki lengur aöalvandamál okkar.
Hvað getum við þá lært af þessari
sögu?
Ræða Gylf a
Þ. Gíslasonar
á Skálholts-
hátíð 20. júlí sí.
Mér hefur alltaf fundizt þaö at-
hyglisveröast við hana, að Stephan
skuli segja, aö ef til vill hafi lær-
dómsleysiö, meö öllum sínum göll-
um, oröiö lán sitt og átt gildan þátt í
því, aö hann varö þaö, sem hann
varö: Sjálfum sér og sínum gæfu-
maður og andlegur aflgjafi öllum,
sem kynnast verkum hans og mann-
gildi. Hvers vegna gat hann sagt, að
jafnvel lærdómsleysiö hafi oröiö sér
til góös?
Skýringin er sú, að hann hafði gert
sér Ijóst, aö skólanám getur því
aöeins oröiö til þroska, aö þaö sé
notaö sem undirstaöa sjálfsmennt-
unar. Og lærdómsleysi hans varö
honum hvatning til enn meiri átaka
viö sjálfsmenntun sína. Hann lét ekki
fátæktina og brauöstritiö smækka
sig. List hans og hugsun magnaöist
og þroskaöist við torfærurnar. Hann
varð sannmenntaöur maður. Ekki
aöeins varö þekking hans víðtæk.
Þekkingarleit hans mótaöist einnig
af sannleiksást og rökvísi. En jafn-
framt gerði hann sér skýra grein
þess, hvað hann vissi og hvað hann
vissí ekki. Hins vegar sljóvgaöi vit
hans ekki tilfinningarnar. Þær voru
sterkar og heitar, þótt hann bæri
þær ekki utan á sér eða flíkaöi þeim
með væmnu orðalagi. Með sterkum
©