Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1980, Blaðsíða 2
Stresstöskur, pappirar og vandamál: í þingflokksherbergjum Sjálfstæðisflokksins (að ofan) og Framsóknarf lokksins. Ekki er alveg laust viðað sumum þyki gaman á Alþíngi. Benedikt Gröndal alþingismabur Alþingishúsið 100 ára Alþingishúsið nýbyggt árið 1881. Myndina tók Sigfús Eymundsson. Stendur væn og vegleg höll / út viö grænan Austurvöll, segir í Alþingisrím- unum. Svo hefur íslendingum fundist um þinghús sitt í tæp hundrað ár, og finnst mörgum enn. Húsiö var á sínum tíma fegursta og stærsta steinbygging landsins, og enn eru fáar fegurri, þótt margar séu stærri. Jón Sigurðsson setur svip sinn á Alþingishúsiö og umhverfi þess. Mál- verk af honum er eina myndin, sem nú hangir í fundasal Sameinaös þings, brjóstmynd hans er þar í hiiöarsal, og framan viö þinghúsiö á miöjum Austur- velli er stytta hans. En hann sá þetta hús aldrei, kom aldrei í þaö og sat þar aldrei þing. Hann átti aö vísu sinn þátt í fyrirætlunum um byggingu þess, en hún var ekki hafin, er hann lést í desember 1879. Allt frá endurreisn Alþingis til 1881 hélt þaö fundi sína í Latínuskólanum, sem nú heitir Menntaskólinn í Reykja- vík. Þao voru háðar haröar deilur um þingstaöinn, hvort hann skyldi vera Þingvellir eöa Reykjavík. Svo viröist sem fylgismenn Þingvalla hafi hugsaö sér, aö þingheimur gæti gist í tjöldum um þingtímann, sem þá var aoeins nokkrar sumarvikur. Reykjavík varö þó fyrir valinu, en aöeins örfá ár eru liöin frá láti Gísla Guömundssonar alþing- ismanns, er baröist enn fyrir flutningi þingsins á hinn forna staö öld síöar, og vel kunna aö koma fram fleiri n/lgis- menn þeirrar lífseigu hugmyndar. Þegar þingiö kom í fyrsta sinn saman í Reykjavík, var hin myndarlega skólabygging aö rísa, teiknuö af J.H. Koch, n'kishúsameistara Dana, en viö- urinn tilhöggvinn á Kristjánssandi í Noregi. Var keppst viö aö hafa hátíöar- salinn tilbúinn fyrir þingiö og tókst þaö. Þegar skólinn var vígöur 1846, sagöi Sveinbjörn Egilsson rektor: „Staður- inn, sem vor skóli er á, býour og veitir ró; hann er settur afsíöis frá og svo sem upp yfir bæjarglauminn, svo ekkert þarf að glepja fyrir." Þjóöhátíöaráriö 1874 hlaut Alþingi verulegt löggjafarvald samkvæmt nýju stjórnarskránni, sem var veigamikill áfangi í frelsisbaráttunni. Þá var þing- inu illu heilli skipt ídeildir, ogi jukust viö þaö húsnæöisþarfir þess. Þótti þá rétt aö ráöast í byggingu þinghúss, og var samþykkt ályktun þess efnis 1879, kosin nefnd til aö fylgjast með bygg- ingunni og ákveöin 100.000 króna fjárveiting fyrir árin 1880—81. Er fjárlögin höfðu verið staðfest af kon- ungi, fól ráöherra Hilmari Finsen lands- höföingja aö framkvæma verkið og hafa í ráöum þá fimm þingmenn, sem kosnir höföu verið. Ýmsir þingmenn lögöu áherslu á, aö íslenskum smiðum yröi falið þetta vandasama'verk, en svo fór, að fremsti húsameistari Dana um þær mundir, F. Meldahl, var fenginn til að teikna húsiö, en yfirsmiður var ráöinn F. Bald. Staöarval Alþingishússins varö sögulegt. Þegar þingiö ákvaö bygging- una, munu langflestir þingmenn hafa taliö sjálfsagt, að hún risi á Arnarhóli. En það fór á annan veg. Landshöfðingi taldi samkomulag vera í nefndinni um ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.