Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1981, Blaðsíða 3
SKUGGSJA Smásaga eftir Ilse Aichinger vagninum. Og líkvagninn ekur fjör- lega heim á leiö. Þeir fara meö kistuna þína inn um bakdyr og yfir húsagarö og síðan inn í líkhúsiö. Þar bíöur auöur líkpall- urinn, svartur, skakkur og hár og þeir koma kistunni fyrir á pallinum, opna hana og einn þeirra bölvar af því aö naglarnir hafa veriö reknir á kaf. Þessi fjárans vandvirkni! Innan stundar kemur ungi maö- urinn líka og skilar kransinum; þaö mátti ekki á tæpara standa. Mennirnir hagræöa boröunum og koma krans- inum fyrir á kistunni. Þú getur veriö alveg áhyggjulaus, hann tekur sig vel út. A morgun veröa visnuö blómin lifandi blómhnappar. Um nóttina veröur þú ein meö krossinn milli handanna og þú kemur líka til meö aö hafa allgott næöi yfir daginn. Síöar meir mun þér veitast örðugra aö liggja svo grafkyrr. Daginn eftir kemur ungi maöur- inn aftur. Og af því aö regniö Ijær honum engin tár starir hann fram fyrir sig og snýr húfunni milli handanna. Þaö er ekki fyrr en kistan er sett á börurnar aö hann byrgir andlitiö í höndum sér og grætur. Lengur veröur þú ekki í líkhúsinu. Hvers vegna grætur hann? Nú er lokiö laust á kistunni og þaö er hábjartur dagur. Spörvarnir skríkja glaölega, þeir vita ekki aö bannaö er aö vekja hina dauöu. Ungi maöurinn gengur á undan kistunni og ber fæturna sem væri hann aö stíga yfir glös. Vindurinn er napur og ieikfullur eins og óvita barn. Þeir bera þig inn í húsiö og upp stigann. Þér er lyft úr kistunni. Rúmiö þitt er uppbúiö. Ungi maöurinn starir út um gluggann niöur í garöinn, þar eru tvær dúfur aö para sig og kurra hátt; hann snýr sér undan meö viöbjóöi. Og nú hafa þeir lagt þig á rúmiö. Og aftur hafa þeir bundiö klútinn fyrir vit þér og klúturinn gerir þig svo torkennilega. Maöurinn æpir hástöf- um og kastar sér yfir þig. Þeir leiöa hann gætilega út meö sér. „Hafiö lágt" er letraö á alla veggi, nú á tímum eru sjúkrahúsin troöfull, hinir látnu mega ekki vakna of fljótt. Frá höfninni berst eimpípublást- ur. Brottferö eöa koma? Hver getur vitað það? Þei, hafið lágtl Vekiö ekki hina dánu fyrir tímann, dánir sofa laust. Samt halda skipin áfram að flauta. Og innan skamms veröa þeir aö leysa af þér klútinn hvort sem þeim líkar betur eöa verr. Og þér veröur þvegiö og þú veröur færö í aöra skyrtu og einn þeirra hlustar í flýti eftir hjartslætti, fljótt áður en þú vaknar til lífsins. Þaö er ekki langur tími til stefnu og skipin eiga sök á því. Það dimmir óöum yfir morgnin- um. Þeir opna á þér augun og það hvítmatar í þau. Sem betur fer hafa þeir ekki lengur orö á því aö friður hvfli yfir þér, orðin deyja á vörum þeirra. Dokaöu enn viö! Þeir eru alveg á förum. Engan fýsir að vera vitni því nú á dögum er enn til siös aö brenna fólk á báli fyrir slíkt. Þeir lofa þér aö vera einni; þú ert látin vera svo mikiö ein aö þú lýkur upp augunum og sérö grænan himin- inn, svo ein aö þú byrjar aö draga andann, þungt og hryglandi og djúpt, hriktandi eins og akkeriskeöja þegar hún er losuö. Þú ríst upp og hrópar á móður þína. En hve himinn- inn er grænn! „Óráðiö er á enda" segir rödd að baki þér, „helstríölö er að byrja!" Ó, þau. Hvaö vita þau? Faröu núna! Nú er tækifærið! Allir hafa ööru aö sinna. Faröu áöur en þeir koma aftur og áöur en hvískur þeirra verður aftur hávært. Faröu niöur stigann, fram hjá dyraveröin- um, gegnum morguninn sem verður aö nótt. Fuglarnir skrækja í dimmunni eins og sársauki þinn heföi æpt af fögnuöi. Faröu heim og leggstu aftur í rúmið þitt þó aö braki í því og þaö sé alit í óreiöu. Þar batnar þér fyrr! í eina þrjá daga berstu um á hæl og hnakka og sýpur nægju þína af grænum himninum, í þrjá daga ýtir þú frá þér súpunni, sem konan á efri hæöinni færir þér, á fjórða degi þigguröu hana. Og á sjöunda degi, þegar ró færist yfir þig, ferðu burt. Sársaukinn rekur þig áfram, þú ratar sjálfsagt. Fyrst til vinstri, þá til hægri og síðan aftur til vinstri, um hafnargöturnar, sem eru svo ömurlegar, að þær geta hvergi endaö nema við sjóinn. Bara að ungi maöurinn væri nú nálægur en ungi maðurinn er ekki hjá þér. í kistunni leistu mun betur út. En nú er andlit þltt afmyndað af kvölum fagn- aöaróp sársaukans enn þögnuö og nú er ennið þitt aftur vott af svita, alla leiöina, nei, þá varstu fallegri í kistunni! Börnin leika sér aö glerkúlum viö vegginn. Þú hleypur til þeirra, hleyp- ur sem hlaupir þú aftur á bak en ekkert þeirra er barniö þitt. Hvernig ætti eitt þeirra aö vera barniö þitt úr því að þú ferð til gömlu kerlingar- innar, sem býr hjá kránni? Allir við höfnina vita hvernig sú gamla fær peninga fyrir brennivíni. Hún stendur þegar viö dyrnar, þær eru opnar og hún réttir þér aðra hönd sína, höndin er óhrein. Allt er sóðalegt inni fyrir. Á arinhillunni standa gulu blómin, sömu blómin og bundin eru í kransa, aftur eru það sömu blómin. Og kerlingtn er allt of vingjarnleg og þaö brakar líka í stiganum hérna. Skipin flauta, þú heyrir stööugt og hvarvetna í flautum þeirra. Og þú titrar af kvölum en þú mátt ekki hljóöa. Skipin mega flauta en þér er meinaö aö æpa. Láttu þá gömlu hafa peninga fyrir brennivíni! Það er ekki fyrr en þú hefur látið hana hafa peninga aö hún grípur báöum höndum fyrir munn þér. Hún er allsgáö af öllu brennivíninu, sú gamla. Hana dreymir ekki ófæddu börnin. Saklausu börnin þora ekki að kvarta við dýrlingana og þau seku brestur einnig kjark. En þú — þú þorir þaö! „Lífgaöu barniö mitt vlðf" Hingaö til hefur engin kona krafist slíks af þeirri gömlu. En þú ferð fram á það. Spegillinn veitir þér mátt. Matti spegillinn meö flugna- blettunum fær þig tii aö heimta þaö, sem engin kona hefur nokkru sinni krafist. „Lífgaöu þaö viö annars velti ég um gulu blómunum þínum, annars klóra ég úr þér augun, annars þeyti ég glugganum upp á gátt og hrópa út yfir götuna svo aö þau verði aö heyra það, sem þau vita nú þegar, ég skal hrópa —" Og þá veröur kerlingin ótta- slegin. í dauöans ofboöi gerir hún bón þína í möttum spegiinum. Hún hefur ekki hugmynd um hvað hún er að gera en í möttum speglinum tekst henni það. Hræöslan verður óbærileg og loks tekur sársaukinn aö æpa fagnaöaróp á ný. Og áður en þú rekur upp óp kemur þér í hug vögguljóöiö: Blunda þú, barnið góöa ... Aður en þú æpir þeytir spegillinn þér niður dimman stigann svo að þú ferð burt, hleypur burt. Ekki hlaupa of hratt! Líttu upp annars kynnir þú að rekast á mann þarna niðri við giröinguna umhverfis óbyggöa svæö- iö, ungan mann, sem snýr húfunni milli handanna. Þú þekkir hann á því. Það er sá sami og snéri húfunni milli handanna viö kistu þína, þarna er hann aftur kominn! Hann stendur þar eins og hann hafi aldrei fariö burt, ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.