Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Side 15
KROFLUFJALL Landið okkar Þessi loftmynd, sem tekin er 10. oktober 1976, synir fjallið Kröflu, en það er austur og upp af Hlíðardal, dalnum þar sem Kröfluvirkjun var reist. Rendurnar í fjallinu eru snævi fylltir farvegir leysinga- og regnvatns, sem grafist hafa í tímans rás. Ljosmynd og texti: Björn Rúriksson Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður UM BÓKASAFN FRAMFARA- STIFTUNAR í FLATEY Stutt athugasemd Af ummælum í lok fróðlegrar greinar Braga Kristjónssonar í Les- bók Morgunblaösins 14. marz sl. um Flateyjar Framfarastiftun í fortíð og nútíð, mætti ætla, að við í Landsbókasafni heföum að frum- kvæði okkar tekið í okkar vörzlur hluta bókasafns stiftunarinnar. En sannleikurinn er sá, að stjórn fram- farastiftunarinnar ákvað með bréfi- dagsettu 13, ckíóber, 1969 að raðstafa bókasafni hennar á þann veg, að það yrði flutt á því hausti til Reykjavíkur og faliö Landsbóka- safni til vörzlu og geymslu. Aukist hins vegar svo byggð í Eyjahreppi (Flateyjarhreppi) í náinni framtíð, aö safniö geti oröiö þar að þeim notum, sem því var upphaflega ætlað, verði það aftur flutt vestur, en þó svo fremi, að viðunandi húsnæði verði þar fyrir hendi til þess að geyma það í. Að öðrum kosti gangi safnið síöar meir til Landsbókasafns, en þó með því skilyröi, að sett veröi sérstakt bókmerki í þær bækur stiftunarinnar, sem Landsbókasafn- ið telur æskilegt aö hafa til nota. Stjórn Framfarastiftunarinnar bað Lúövík Kristjánsson rithöfund í Hafnarfiröi að annast þetta mál fyrir sína hönd hér svðra, og í samráöi vio ‘nann fól ég Haraldi Sigurðssyni bókaveröi að fara út í Flatey, og var hann í eynni vikuna 8. —15. nóvem- ber og bjó um bækur og handrit og nokkra muni stofnunarinnar, er þeim skyldu fylgja, og kom þetta allt hingað meö bátnum Baldri 17. nóvember 1969. Stjórn stiftunarinnar ákvaö jafn- framt í fyrrnefndu bréfi, aö hand- ritasafn hennar skyldi þegar á því ári afhent Landsbókasafni íslands til ævarandi eignar, en setti þaö skilyrði, aö handritin yröu öll látin bera þaö meö sér, aö þau væru komin frá Framfarastiftuninni í Flat- ey. Handrit þessi hafa nú öll verið skráð. Við þeim hluta bókasafns stiftun- arinnar, er fluttur var, sem fyrr segir, hingaö suður í nóvember 1969 samkvæmt ósk stjórnar henn- ar, heíur ekki verið hreyft, þar eð rétt þótti aö bíöa átekta og sjá, hverju fram yndi í Flatey. Hér er einkum um hinar eldri bækur aö ræða, rit, sem komin voru út fyrir síðustu aldamót. Forráðamenn safnsins stefna nú aö því, aö allur bókakostur þess verði skráður, svo aö heildaryfirlit fáist um bókaeignina, en síðan verði ákveðið, hver hinna eldri rita veröi flutt aftur út í Flatey tll varöveizlu í gömlu bókhlööunni þar, sem ungir áhugamenn í eynni eru nú aö gera upp, m.a. með styrk úr þjóðhátíöarsjóði. Jóhann S. Hannesson Á AFVIKNUM STAÐ Áöan orti eg kvæði sem ekkert er variö /' en af því eg er að byggja ætl' eg aö koma því í Moggann strax á morgun. Matthías tekur þaö og setur það eins og þvísæmir á svolítiö afvikinn staö. Auövitaö missi eg álit. Þaö er ekki tiltökumál, því fyrir kvæðið fæ eg fimmtung úr klósettskál. Aths. ritstj.: Sancho og Þórarinn sóttu aó mér um daginn, þaö var svolítil glenna á annars rysjóttri tíö og svo gengur Jóhann S. Hannesson hljóölega í bæinn með huggulegt tilboö um klósettskálarstríö. M. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.