Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 3
Prestur meðal huldufólks Hvað er veruleiki og hvað er rugl? Höfundurinn segir frá sérstæðri reynslu, en hann á vanda til að fá köst á vorin, þar sem hann upplifir furðulega hluti sem blákaldan veruleika eftir Svavar Ólafsson Vinur minn bauö mér vestur í Aöalvík á Ströndum. Við flugum frá Reykjavík til ísafjarðar og fórum svo þaðan með Fagranesinu til Aðalvíkur. Ekki fórum við þó beint þangað því að við sigldum fyrst meðfram öllum Hornströndum og var það ógleymanleg sýn að virða fyrir sér alla þá miklu fegurö sem viö blasti víða í hinum hrikalegu hamraveggjum. Síöan var haldiö til Aðalvíkur. Þangað var furðulegt aö koma. Allt var þar í eyði en húsunum þó vel við haldiö. Þarna er hvönnin svo hávaxin að maöur getur falið sig í henni. Ég lagðist þar á bakiö og hlustaði langa stund á fuglasöng, lækjarnið og svæfandi óma sjávarins. Þetta vakti mér 4 dásamlegar tilfinningar. Hér var ekkert sem truflaði þessar hljómfögru raddir náttúrunnar. Þarna er löng fjara, sjálfgerö baöströnd og um leið uþplagöur stangveiöistaður. Innar í dalnum er silungsvatn. Skammt þaðan er kirkja, falleg og vel við haldið eins og öllum hinum húsunum. Þarna rakst ég á gamlan, upphleyptan veg, ótrúlega breiö- an, og einnig ryögaöa járnbrautarteina ... Ég var aleinn á þessum ókunnu slóöum með óspilltri náttúrunni. Þetta kvöld fór ég ekki heim til vinar míns. Ég gekk aö afskekktasta húsinu, tók rúðu úr einum glugganum og fór þar inn. Þarna var allt hlaöið húsgögnum og í stofunni héngu Ijósmyndir af löngu liönu fólki. Á leið minni heim að húsinu hafði ég rekist á marga stóra steina en þó einn sýnu stærstan. Þar bjuggu dvergar. Þeir buöu mér inn, og meö hjálp þeirra gat ég gert mig svo lítinn að ég gat þegið boðiö. Þar var dúkaö langborð og var mér boðið sæti við annan enda þess. Beint á móti mér við hinn endann sat dvergakon- ungurinn og á milli okkar fullskipaö borö dverga í fagurlega sniðnum litklæöum. Erindi dverganna var að biöja mig um aö gerast prestur þeirra og huldufólksins í dalnum, því aö á milli þess og dverganna var náin samvinna. Dvergarnir gáfu mér gull, þrjá stóra hnullunga sem ég svo bar heim aö húsinu mínu, því aö þaö gáfu þeir mér líka. Ekki gat ég borið nema einn hnullunginn í einu því aö svo voru þeir stórir og þungir. Ég fór nú aftur inn um kjallaragluggann, tók af mér skóna og læddist inn í stofu til hinna framliönu. Þar fékk ég vitrun um aö ég ætti að taka á móti Jesú Kristi sem væri að koma til jarðarinnar. Hann átti að lenda á háu og failegu fjalli rétt fyrir ofan húsið mitt. Fjalliö var slétt aö ofan og þar var því góður lendingarstaður. Jafnframt fékk ég að vita að Kristi yröi kalt eftir feröina. Fór ég því á stúfana og safnaði saman öllum þeim ullarteppum sem ég fann í húsinu, og þau voru mörg í hinum ýmsu herbergjum. Teppin setti ég í stafnherbergi uppi á lofti. Þar voru líka tvær kojur svo aö viö gætum lagt okkur ef með þyrfti. Sennilega hef ég verið valinn til þessa viröulega hlutverks því aö nú var ég oröinn prestur dverganna og huldufólksins í daln- um. Áður en Kristur kom setti ég stól upp á borö viö stafngluggann til aö búa honum veröugt sæti og um leiö ræðustól. Eftir þetta fór ég niöur í eldhús, tók þar heilt matarstell, grýtti því í gólfið og muldi það mélinu smærra. Með þessu var ég að reka þá útskúfuðu til Helvítis, og ég heyrði sár angistarvein og bæn um miskunn. En hjá mér var enga miskunn aö fá. Eftir þetta fór ég út til að taka á móti Jesú Kristi. Hann lenti á fjallinu, eins og mér haföi veriö sagt, og kom svo til mín niöur hlíðina. Því næst gengum viö inn í húsiö mitt. Hann settist í stólinn sem ég haföi komið fyrir uppi á boröinu. Síöan opnaöi ég stafngluggann til aö ræöa hans heyröist til Reykjavíkur. Honum var kalt og ég dúðaði hann í öll ullarteppin. Að svo búnu hélt hann þrumandi ræöu og beindi oröum sínum til auðvaldsins í Reykjavík. Um morguninn kom maöur til að sækja mig og nokkru síöar hafnsögubáturinn frá ísafiröi þar sem ég var lagður á sjúkrahús. En rugliö hélt áfram. Eftir aö ég kom til Reykjavíkur skeöi ýmislegt, meöal annars skrapp ég vestur og messaði fyrir söfnuö minn. Fylkingin sem hélt til kirkju frá húsinu mínu var ótrúlega fjölmenn. Voru þar mættir bæöi dvergar og huldufólk og flestir í dásamleg- um litklæöum, ótrúlega vel hönnuöum. Mest bar þó á bláa litnum í kjólum huldukvennanna. Þær voru einnig skreyttar gulli og gimsteinum, en allt þó í hófi. Best man ég eftir hring sem álfadrottningin bar. Hún var líka meö gullbelti um sig miöja og úr því hékk sproti niður á mitt læri. Ég gekk fyrir fylkingunni inn dalinn til kirkjunnar og söng: „Meö kirkjufólksinshópnum Ijúf er mér leið, mig langar svo ákaft til tíöa.“ Eftir 3ja vikna sjúkrahúsvist í Reykjavík. var ég kominn til sjálfs mín að nýju. Mér leið alltaf vel á meðan á ruglinu stóö og venjulega kemur þetta yfir mig á vorin. Þetta er lagaö með lyfjum. En eftir á man ég þetta allt saman mjög vel og geri mér þá grein fyrir að þetta hafa veriö ofskynjanir. En meðan á kastinu stendur, upplifi ég furöulegustu atburöi sem gallharöan veru- leika og finnst þá ekkert sjálfsagöara en vera oröinn prestur meöal huldufólks. Fjölprentaður Elvis Presley frá 1962. Utkoman ræöst aöallega af Ijós- myndinni og vera má aö Warhol sé góöur Ijósmyndari. Þótt Ijósmyndin sé silkiprentuð ofan á málaöan grunn, eru vinnubrögðin fyrst og fremst vélræns eölis, myndin fyrst og fremst Ijósmynd. En portret er þaö vissulega engu aö síöur. Aödáendum hins hefðbundna por- tretmálverks þykir sem hér sé mjög verið aö dást aö nýju fötunum keisar- ans rétt einu sinni. Aörir hafa bent á, aö hér sé komin portrettækni tölvu- aldar og hafi Warhol brotið ísinn. Spurt hefur verið: Þykir þessi aðferð ekki góö og gild vegna þess aö þaö er listamaöur með alþjóðlega frægö, wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmam sem til hennar greip? Og enn er spurt: Heföi þessi andlitsmyndagerð yfirhöf- uö vakiö nokkra athygli, ef þaö heföi ekki verið ríkt, frægt og áhrifamikið fólk, sem listamaöurinn einbeitti sér aö? Hitt er svo annaö mál, aö þessi aðferð er vissulega í poppstíl og þarmeð fullkomlega rökrænt aö einn fremsti popplistamaður heimsins not- færi sér hana. Spurningin er ekki, hvort Andy Warhol getur málaö por- tret með hinni gömlu og klassísku aðferð, enda er þaö alls ekki víst. Hann er engu að síður einn þeirra, sem hefur brotiö Kólumbusareggiö til aö fá þaö til aö standa, markað sér bás, þótt aöferðin sé vissulega vél- ræn. p 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.