Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 8
AUSTURRIKI LANDSHORNA ÁMILLI með Sinfóníuhljómsveit Islands Annar hluti af þremur Eftir Gísla Sigurðsson Austur í Burgenlandi 18. maí. — Æfing í Musikvereinsaal. í þetta sinn fengum viö aðeins forsmekk- inn af stóra konsertsalnum; allt íeinu var því líkast sem magnarar væru komnir á öll hljóöfærin og hljómurinn varö í senn stórkostlegur og gersamlega ósambæri- legur viö þaö sem áheyrendur eru vanir úr Háskólabíói. Því miöur get ég ekki fremur en aörir opinberaö þann leyndar- dóm, sem hér liggur aö baki, en eitt er víst: Veggir þurfa ekki að vera sléttir eins og stundum er haldið fram og mikið skraut virðist ekki vera hindrun í þessu sambandi. Seinnipart dags er haldiö austur í Burgenland; það héraö verður austast í Austurríki og liggur uppað landamærum Tékkóslóvakíu og Ungverjalands. Þarna er fremur flatlent, en héraðið dregur nafn sitt af nokkrum rammbyggðum köstulum, sem vitna um forna valdabar- áttu. Á sléttlendinu suður af Vínarborg eru vínekrur; þeir framleiða þar meðal annars þetta rómaða hvítvín, Gum- pohlskircheners Königswein, — það er í einu orði sagt frábært. Ferðinni er annars heitið til Eisenstadt, sem er lítil borg suöaustur frá Vín og aðeins örfáa kílómetra frá landamærum Ungverja- Sands. í leiöinni þarf aö taka á sig smávægi- íegan útúrkrók á flugvöllinn við Vínar- borg að heimta tösku frá Jóhannesi Eggertssyni, sem einhverra hluta vegna haföi oröiö útundan, þegar bílarnir lögðu •jpp frá Þýzkalandi. Þeir Jóhannes og Sigurður Björnsson héldu inn í flug- stöðvarbygginguna, en liðið notaði tæki- íærið til að velta sér ögn í sólinni á grænni flöt. Svo leið og beiö; æfing átti senn að hefjast í Eisenstadt og ekkert bólaöi á þeim félögum. Loksins birtust beir með töskuna og sögðu sínar farir akki sem sléttastar. Vildi yfirleitt enginn neitt fyrir þeim greiða; þeir voru sendir upp og niður stiga frá einum undirkont- óristanum til annars, látnir borga og borga, en hafa líklega ekki athugaö, aö borga strax undir borðið svo sem með burfti. Þegar þeir birtust, varð Baldri Pálmasyni skáldi og útvarpsmanni limra á munni: Það var endalaus óskapasprengur svo oröinn var Jói einsog þvengur; upp tröppur og stiga, sem taugarnar sliga, — og Siguröur sést varla lengur. A tímaskeiöi hinna voldugu lénsherra, nem voru smákóngar og áttu meö húð ig hári búandkarla í næsta nágrenni, var sreifinn Esterhazy einskonar Pétur þrí- ross í Eisenstadt og notaöi auö sinn til jess að reisa þá miklu höll, sem enn tendur með sóma og ber nafn hans. Eins og sæmir stórbændum haföi Esterhazy margt vinnuhjúa; sum þeirra til að gleðja hann með músík. Þar á meðal var sá maður, sem hét Joseph Haydn, eitt af frægustu tónskáldum austurrískum, fæddur ögn fyrr en Moz- art. Á þessum staö vann Haydn sum af meiriháttar verkum sínum, enda ber hljómleikasalurinn nafn hans. Vegha hallarinnar hefur hreppsnefnd- in sioppiö viö aö byggja félagsheimili og hefði vitaskuld aldrei ráðið við neitt í líkingu við konsertsalinn, sem er mikil prýöi í þessu húsi — með veggmálverk- um og loftmálverkum af guölegum verum og blómlegu barokkvenfólki. Hljómaði hátt og nokkuö hvellt í þessum sal, en tónleikagestum var boöið uppá forleik eftir Beethoven, óbókonsert eftir Hertel og lék afkomandi tónskáldsins með sama nafni einleikinn; síðan snún- ingurinn hans Schulze og endaö á 1. sinfóníu Sibeliusar. Okkur skildist, aö fólk kæmi austan úr Tékkóslóvakíu og sunnan úr Ungverjalandi til aö hlusta á konserta í höll Esterhazys, en ekki gengur öllum jafn greiðlega að komast yfir — eöa undir — Járntjaldið. Með okkur í förinni var Stefán Sojka, fiðlu- leikari um þriggja ára skeiö á íslandi og kominn frá Bratislava, rétt austan við landamærin. En þau voru honum lokuð, sagöi hann; þó var ekki loku fyrir það skotið, aö hann fengi aö fara í sumar. Efst: Stóra stundin er runnin upp í Musikvereinsaal og Páll lyftir tónsprotan- um. Aðeins hluti hljómsveitarinnar sóst á myndinni. í miöju: Musikvereinsaal, rauöa húsiö á bak viö trén á miðri myndinni. Neðst: í samkvæmi hjá konsúl íslands í Vínarborg eftir hljómleikana: Svanhvít Egilsdóttir sðngkennari í Vínarborg og Björn Sv. Björnsson aöstoðarfararstjóri. TEKIÐ A OLLU SEM TIL VAI í VÍN OG GRAZ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.