Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 2
Théo Tobiasse heitir franskur listmálari sem hefur getiö sér gott orö í heimalandi sínu og víðar. En Norðurlöndum, og þá sérstaklega Danmörku, tengist hann eink- um vegna þess aö ævintýri H.C. Andersens hafa orðið honum kveikja að mörgum listaverkum. Upphaflega mun hann hafa kynnst sögum danska skáldsins heims- fræga af þýöingum verka hans á frönsku og sjálfur segist hann einnig hafa orðiö fyrir miklum áhrifum af aö heimsækja slóðir H.C. Andersens í Odense og koma þar á heimili hans sem nú er opinbert safn. Margir listamenn hafa spreytt sig á því aö teikna og mála myndir við ævintýri H.C. Andersens. Þær eru þó misjafnar aö gæðum frá listrænu sjónarmiöi eins og gefur að skilja, en Théo Tobiasse er tvímælalaust einn fremstur í flokki þeirra nú á tímum sem hafa valið sér þetta viðfangsefni. Hann hefur fram til þessa gert 18 steinprent-myndir viö ævintýrin og valið þau þeirra sem hvaö mestra almennra vinsælda njóta. Théo Tobiasse tilheyrir „franska skólan- um“ svokallaða í listtúlkun sinni. Meðal þeirra, sem upphaflega mörkuðu þá stefnu í málaralist, mætti nefna málarana Chagall, Modigliani, Pascin, Soutine og Zak, en þeir létu fyrst til sín taka á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Samt var aldrei hægt aö tala um þrönga stefnu eða stíl meðal þessara listamanna. Þeir áttu þaö sameig- Théo Tobiasse iætur þó ekki ævintýri H.C. Andersens ein veröa sér að yrkisefni á vettvangi myndlistarinnar. Hann hefur gert myndaflokk við leikrit Shakespeares — „Rómeó og Júlíu", svo nokkuð sé nefnt. Fornar arfsagnir og sögur úr Gamla testamentinu hafa einnig verið honum hugleikiö viðfangsefni. I öðrum tilvikum leitar hann fyrirmynda í sinn eigin hugmyndaheim og á sér sitt eigiö táknmál. H.C. Andersen skrifaði 156 ævintýri um dagana sem hafa verið þýdd á öll heimsins tungumál og gefin út hvað eftir annaö. Enda þótt ekki liggi fyrir neinar tölur um upplag er þó greinilegt að 10—20 ævintýr- anna njóta langmestra vinsælda og þau eru öll skrifuö á árunum 1835—50. Ariö 1849 kom út fyrsta heildarútgáfan fram til þess í Danmörku með teikningum Wilhelm Pedersens. Þá hafði H.C. Andersen skrifaö 49 ævintýri en þau fylla aðeins þrjú af fimmtán bindum hinnar endanlegu heildar- útgáfu. Théo Tobiasse hefur haft undir höndum franska útgáfu á verkunum. Sá texti er upprunalegur en ekki færöur í stíl fyrir börn eins og sumar útgáfur. Heitir litir eru ráöandi í myndum hans — rauðbrúnt og gulbrúnt með ívafi sterkari lita. í sumum þeirra er hreyfing ríkjandi, yfir öðrum hvílir Ijóöræn rósemi, allt eftir því hvaöa atvik úr ævintýrinu listamaðurinn hefur staönæmst við. Klæðnaöur og hárgreiðsla manna- myndanna eru með ólíku sniði en andlitin svipuð — barnalega „naivistisk". Théo Tobiasse sneiðir hjá þeim ævintýrum H.C. Hann túlkar œvintýri H.C. Andersens í Chagall-stil inlegt að vera af gyöingaættum og allir sóttu þeir sitt í franska myndlistarhefð. Hver og einn átti sitt persónulega tján- ingarform, enda þótt heimalandið og menningararfur gyðinga setti sinn svip þar á. Eftir síðari heimsstyrjöldina upphófst nýtt blómaskeið „franska skólans", þar sem nýjar stefnur og straumar fundu sér farveg. Théo Tobiasse hefur orðið fyrir áhrifum beggja þessara tímabila — stend- ur þar miðja vegu ef svo má segja. Verk hans minna töluvert á verk Chag- alls. Hann skákar náttúrulögmálinu að vild í listsköpun sinni — fólk og dýr svífa í lausu lofti yfir húsaþökum. Fjarvídd og hlutföll lætur hann lönd og leið — slíkt er látið víkja fyrir frásögninni og þeirri túlkun á henni sem hann vill koma á framfæri. Hann „smyr þykkt á“, eins og kallaö er, með mörgum lögum úr litatúpunni en það gefur myndunum lifandi áferö. Hér og þar setur hann blóm og laufamynstur þar sem honum þurfa þykir á myndfletinum svo sem til að undirstrika grósku og frásagnargleöi. Théo Tobiasse fæddist íísrael áriö 1927, en fluttist barn að aldri með foreldrum sínum til Parísar. Fyrstu sýningar sínar hélt hann á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina en vann sér umtalsveröa frægö og viður- kenningu 10—15 árum síðar. Árið 1961 fékk hann Dorothy Gould-verðlaunin og fleiri verölaun hefur hann hlotið. Andersens þar sem skáldiö gerir dauða hluti að persónum en dýr skipa jafn veglegan sess hjá báðum. Hundarnir eru höfuðpersónur sögunnar um Eldfærin, svínið fylgir ævintýrinu um svínahirðinn og geitin Hans klaufa. Hús og hvers konar byggingar raðast ekki á myndflötinn í hefðbundnum stíl eða með þrívíðu sjónar- horni. Höllin í Hans klaufa minnir helst á Markúsarkirkjuna í Feneyjum. Húsin eru mest til uppfyllingar á óbrotinn flöt, gegna sama hlutverki og blóm og ávextir sem sett eru hér og þar án tengsla við texta sögunnar. Sú aöferð er þekkt víða í myridlist, ekki hvað síst þjóðlegri myndlist frá Balkanlöndunum. Þar ríkir litagleði og gróska sem á sér eölilegan stað í ævintýra- heimi Tobiasse. Théo Tobiasse lætur einkar vel að koma áhrifum ævintýra H.C. Andersens til skila í myndlist sinni. Af öörum þekktum listmál- urum sem veitt hafa sköpunarþrá sinni útrás á þessum vettvangi mætti nefna ítalska málarann Andreu de Bernadetti. Árið 1964 gerði hann 50 svart/hvítar myndir sem byggðu á ævintýrunum og voru gefnar út í steinþrykki, og Salvador Dali hefur gert 20 steinþrykksmyndir í lit við mörg ævintýranna sem minna eru þekkt. Sjálfsagt verða þessi bókmennta- verk mörgum góðum listamönnum upp- spretta til listsköpunar í framtíðinni, enda sígild og eiga erindi til fólks á öllum aldri. T A indátinn er eitt vinsælasta ævintýri H.C. Andersens. Þannig kýs Theo Tobiasse að lýsa honum. Þ« essa mynd gerði Theo Tobiasse við „Eldfærin“. Hundarnir eru stórir og mikilúðlegir í þessum ævintýraheimi hans. j^Iynd við ævintýrið um „Nýju fötin keisarans“, sem allir þekkja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.