Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 8
Horft yfir U-ið á milli blokkanna tveggja og raðhúsanna. Myndin er tekin daginn sem sumarhátíðin var haldin og mannskapurinn er að gæða sér á pylsum og öðru góðgæti handan við sandkassann. LEIK- Spröngukaðallinn og áhuga- maður um sprang. Björn Kristleifsson arkitekt, einn íbú- anna, hefur verið einn helsti forgöngumað- ur um framkvæmdir og hannaði þetta sameiginlega leiksvæöi. Hann var beðinn að rekja nokkuð gang mála og segja frá því hvernig aö þessu verki var staðið, ef vera mætti öðrum viö líkar aðstæður til eftir- breytni. „Byggingaframkvæmdir hófust við húsin hér í u-inu árið 1974. Samkvæmt skipu- lagsskilmálum áttu húsbyggjendur hér að standa saman aö bílhýsi og þessari lóð sem myndaöist milli húsanna. Auk húsfé- lags sem stofnað var í hverju fjölbýlishús- anna samkvæmt landslögum var líka komið á laggirnar húsfélagi fyrir öll húsin og í stjórn þess er einn fulltrúi úr hverju húsi. Bílhýsið var vegna legu fyrst gert fokhelt en því var ætlaður neðri kjallari annars fjölbýlishússins. Síðan hefur frá- gangur þess og framkvæmdir við sameig- inlegu lóöina potast áfram samhliða. Varðandi lóðina má segja að strax hafi tekist mjög góð samstaða meðal íbúanna og jákvæö afstaða til sameiginlegrar vinnu. Fyrst í stað var fenginn garð-hönnuður til að gera tillögur um lóðina. Hann skilaöi sínum tillögum þar sem gert var ráö fyrir gróðurreitum með hefðbundnum leiktækj- um á milli. íbúunum á þessum „harðbýla" stað þótti hins vegar vænlegra að koma til gróðri á einkalóðum við húsin og að ekki veitti af sameiginlegu leiksvæði sem þyldi mikinn ágang fyrir alla aldurshópa. Því var ný tillaga samin þar sem skilgreindar voru sérstaklega þarfir allra aldurshópa, hún var síðan samþykkt og framkvæmdir hófust fljótlega. Þeim var þannig skipt: A. Malbikaður var völlur fyrir boltaleiki og komiö fyrir tækjum: körfum og mörk- um, og ráðgert að nota völlinn fyrir skautaíþróttir á vetrum. Þeirri hliö sem að umferðargötunni snýr, var lokað Ilér er sprangað eins og í Vestmannaeyjum. Rennibrautin til vinstri. Sandkassinn í forgrunni. FYRIR ALLA Breiðholtshverfin hafa veriö hálfgert olnbogabarn í hugum fólks á undanförnum árum hvað umhverfi varðar — þau eldri hafa þó tekiö miklum stakkaskiptum víða upp á síðkastið og sums staðar hefur veriö gert verulegt átak við frágang utanhúss, bæði viö einbýlis- og fjölbýlishús. Sömu- leiðis hefur töluvert verið gróðursett af trjám á vegum garðyrkjustjóra borgarinn- ar, en slíkt gefur öllu umhverfi hlýlegri og menningarlegri blæ. Minna hefur þó farið fyrir því að hugsað væri fyrir útileiksvæði barna en skyldi. Menn mega aka þar lengi um götur án þess að nokkuð slíkt beri fyrir augu. Afgirtir gæsluvellir fyrir ung börn eru þó nokkrir og gera sitt gagn en lítt eða ekkert hugsaö fyrir opnum leiksvæðum fyrir eldri börn og unglinga ef frá eru taldir nokkrir illa hirtir sparkvellir. Það vekur því athygli vegfarenda sem leið eiga um Engjasel þar sem við augum blasir sérlega vandað og af hugvitssemi hannað útileiksvæöi við fjölbýlis- og raðhús nr. 52.—68. Þar hafa íbúarnir staðið aö myndarlegum framkvæmdum og sést þar, hverju koma má til leiðar með góðum undirbúningi, hnitmiðaðri skipulagningu og jákvæðri samstöðu íbúa. Þarna er um að ræða tvö tveggja ganga fjölbýlishús og fimm íbúða raðhús, 29 íbúðir í allt. Þessi hús eru þannig niður sett að á milli þeirra verður u-myndað opið svæði sem er sameign íbúöanna allra en auk þess tilheyrir hverju húsanna dágóö einkalóð. Og íslenski fáninn blaktir við hún. ALDURSHÓPA SVÆÐI 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.