Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 7
Frú von Goethe fáfróð en fýsileg Mesta skáld Þýzkalands á sínum tíma, Johann Wolfgang von Goethe, afburðamaður í mörgum greinum og háttsettur embættismað- ur, hafði kynni af mörgum konum. En hann kvæntist aðeins einni — af lágum stigum. Nýjar kannanir varpa Ijósi á þetta óvenjulega sam- band. Þessa krítarteikningu gerði Friedrich Bury af Christiane Vulpius 1813. Þá hafði hún búið með Goethe í meira en tvo áratugi. Um tíuleytið að morgni 12. júlí 1788 gekk ung kona hröðum skrefum gegnum hallargaröinn í Weimar. Hún var í látlausum, hvítum sumarkjól. Stráhattur skyggði á lítið og kringlótt andlitið, augun dökk og þykkar varir. Þetta var Christiane Wulpius, 23ja ára. Allt í einu stóð hún frammi fyrir hávöxnum manni, sem þar var á göngu, glæsilegum í fasi og fataburði. Þetta var Johann Wolfgang von Goethe, leyndar- ráö og ráðherra hertogadæmisins Weimar, höfundur „Þjáninga Werthers“ og „Egmonts". Konan hneigði sig í hnjáliðunum og bukkaði sig og afhenti Goethe umslag. Þaö hafði að geyma bænarskjal. í því stóö, aö bróöir hennar, Christian August Vulpius, væri í nauðum staddur. Hann væri rithöfundur og skrifaöi hjá baróni nokkrum í Núrnberg, sem borgaði hon- um illa og ætlaði í ofanálag aö segja honum upp. Gæti leyndarráðið ef til vill liösinnt honum með einhverjum hætti? Christiane Vulpius horfði vonaraugum á Goethe. Hann spuröi hana, af hverju hún liföi. Hún kvaðst vinna viö gervi- blómagerö Bertuchs, þar sem hún klippti út blóm úr silkibútum, saumaöi þau saman og byndi þau saman í vendi. Leyndarráöiö virti fyrir sér hina þrek- vöxnu, laglegu stúlku í nokkrar mínútur. Síöan lofaði hann aö taka erindiö til vinsamlegrar athugunar, bað hana að koma til fundar viö sig á tilsettum tíma í sumarhúsi sínu, hneigði sig lítillega fyrir henni og kvaddi. Þannig hófst eitt óvenjulegasta ástar- samband sögunnar — milli mesta skálds Þýzkalands og verksmiðjustúlku. Þaö stóö í 28 ár. Nýútkomin bók, „Christiane Goethes" eftir Wolfgang W. Parth, varpar Ijósi á þetta óvenjulega samband. Þegar Goethe var kominn aftur á skrifstofu sína í Ráðhúsinu viö Frúartorg í Weimar, fól hann ritara sínum að afla upplýsinga um Vulpius-fjölskylduna. Og skömmu síöar frétti hann, aö faöirinn, sem hefði verið skjalavöröur og skrifari, hefði dáiö af ofdrykkju. Móöirin hefði dáið aöeins nokkrum mánuðum eftir fæöingu dóttur sinnar, og af tíu börnum þeirra væru sjö látin. „Þetta eru nú ekki beinlínis beztu meömæli," sagöi Goethe í bréfi til Jacobi, vinar síns. Þremur dögum eftir að þau hittust í hallargaröinum, kom Christiane Vulpius til sumarhúss Goethes við ána llm í útjaöri Weimar. Þar varð hún ástmær Goethes. Hann orti til hennar: „lörastu þess ekki, mín ástkæra, aö þú gafst þig svo fljótt mér á vald! Trúöu mér, í huga mér er ekkert Ijótt eða lágt í þinn garö.“ í nokkrar vikur fóru kynni þeirra leynt. En svo fóru menn að taka eftir hinni ókunnu konu, sem laumaöist inn í sumarhús Goethes. Þaö var farið aö tala um þetta, gróusögur fóru á kreik og fólk hneykslaðist. Loks var svo komiö, aö segja mátti að allir Weimar-búar væru sárgramir út af blómastúlkunni. Ævi- söguritari Goethes, Richard Friedenthal, segir: „Þetta var ekki aðeins hneykslun- argirni og smáborgaraháttur. Það var litiö á Goethe sem æðri veru. En nú virtist hann allt í einu vera jarðneskur í grófara lagi, væri í tygjum við ósköp venjulega manneskju, sem varla kynni að lesa eöa skrifa, talaði óvandaða Thúringen-mállýzku, hefði hrokkið hár, sem hún greiddi ekki, og klæddist jafnan grófgeröum léreftskjól." Goethe gaf engan gaum að uppnámi Weimar-búa, því að þremur vikum eftir að þau hittust fyrst tók hann Christiane Vulpius inn á heimili sitt. Hann orti um kossa hennar, um brjóstin, um allan kroppinn, um ást hennar. Hann orti meira að segja um, að hann hafi verið að yrkja: „Oft hef ég einnig veriö að yrkja í örmum hennar og taliö bragliði hexa- metersins meö fingrunum á baki henn- ar.“ Hann kallaði hana ýmsum dýrlegum nöfnum, en hún kallaöi hann rétt og slétt „herra leyndarráö“ — og því ávarpi breytti hún ekki í 28 ár, meðan hún liföi. En ástarfundum þeirra gaf hún ýmis hressileg nöfn, sem erfitt er aö íslenzka meö góðri samvizku. Á jóladag 1789 ól Christiane Vulpius sveinbarn, sem skírt var August von Goethe. Hún ól Goethe enn fjögur börn, en þau fæddust öll annaö hvort andvana eða dóu þegar eftir fæðinguna. En August var hraustur og dafnaði vel. í ársbyrjun 1790 hélt Goethe í hálfs árs feröalag til Slesíu, ítalíu og Frakk- lands. Nær daglega skrifaði hann heim. (601 bréf þeirra á milli hefur varðveitzt, 354 frá Goethe og 247 frá ástmey hans.) Bréf frá Goethe í Verdun: „Þú veizt, að mér þykir innilega vænt um þig. Bara að þú værir nú hjá mér! Alls staöar eru stór og breiö rúm. Ó, ástin mín! Ekkert er betra en að vera saman. Það munum við segja aftur og aftur við hvort annaö, þegar við náum saman aftur.“ Hún svaraði: „í öllum heiminum er enginn eins og þú.“ Mesta skáld Þýzkalands reyndi aldrei að kenna lífsförunaut sínum aö lesa eöa skrifa rétt. Hann brosti aðeins, þegar Christiane Vulpius festi á blað sínar bjöguðu og klesstu setningar á mállýzk- unni sinni. En svo fór, aö hún lét vinkonu sína, ungfrú Ulrich, skrifa fyrir sig nær öll bréf undir sínu nafni, en fleiri voru henni einnig hjálplegir. Þegar gestir komu, boröaöi Christi- ane Wulpius ekki meö þeim. Goethe sagði móður sinni ekki frá sambandi sínu við hana fyrr en eftir fimm ár. En Christiane Vulpius var alltaf sama glað- lynda og rólega stúlkan. Væri hún einmana, fór hún aö vinna í garðinum, sem var stolt hennar og athvarf. Þannig skrifaöi hún Goethe (gegnum vinkonu sína) 30. maí 1790: „Varðandi þitt starf er allt svo fagurt. Þaö, sem þú hefur einu sinni gert, varir aö eilífu, en hvaö okkur vesalings hundspottin snertir, gegnir allt ööru máli. Ég haföi annazt jurtagarðinn af mikilli umhyggju, sáö og sett niður og gengið frá öllu. En á einni nóttu átu sniglar nær allt saman, fallegu gúrkurnar mínar voru nær allar horfnar, og ég varö að byrja alveg upp á nýtt.“ 1791 varö Goethe forstjóri Konung- lega leikhússins í Weimar. Christiane Vulpius gerðist góöur vinur leikaranna og leikkvennanna, sem þar störfuðu, og fór með þeim í skemmtiferðir um nágrenni Weimar. En mest yndi hafði hún af því aö dansa. í bréfi til Goethe í Jena segir hún: „Nú er ég búin að dansa þrjá daga í röð, og ég varö ekki einu sinni þreytt. Það er mikiö um mig talað hérna út af dansin- um, og ég held, að greifafrúrnar hafi stundum verið. svolítiö meinlegar í minn garö, en þær láta á engu bera.“ Goethe svaraði: „Sendu mér við fyrsta tækifæri þína síðustu skó, sem þú ert búin aö slíta í dansi, svo aö ég hafi aftur eitthvaö frá þér og geti þrýst því aö hjarta mér.“ Þegar Christiane komst á fimmtugs- aldurinn, tók hún að fitna og varð loks mjög ólöguleg. Stúdentarnir hæddust að hinni „akfeitu ástkonu Goethes". Og heföarfrúrnar í Weimar báru þaö út, að hinn „feiti helmingur" Goethes drykki á laun. í rauninni varö hin óskerta glaðværð hennar æ óviökunnanlegri. Viö Herder, vin sinn, sagði Goethe eitt sinn: Er hægt aö trúa því, aö þessi manneskja hafi búiö meö mér í nærri tuttugu ár? En mér líkar þaö jafnvel viö hana, aö hún breytist ekkert í eöli sínu . . . Aö kvöldi 14. október 1806 ruddust hermenn úr her Napoleons inn í Weimar eftir sigurinn í orrustunni viö Jena. Tveir hermenn óðu inn í hús Goethes við Frúartorg meö miklum látum og ógnuðu skáldinu meö byssustingjum. Þá tók Christiane sér stöðu fyrir framan lífsföru- naut sinn og hellti sér yfir hina drukknu hermenn á Thúringen-mállýzku, þangaö til þeir voru orðnir svo ruglaðir, aö nágranni nokkur gat rekið þá út úr húsinu. Fjórum dögum síöar þakkaði leynd- arráöiö ástmey sinni fyrir sig: Hann lét lýsa meö þeim. Að morgni 19. október 1806 voru svo Johann Wolfgang von Goethe og Christiane Vulpius gefin saman í skrúöhúsi hallarkirkjunnar í Weimar. Konan, sem haföi þjónaö mesta skáldi Þýzkalands til borðs og sængur í „Christiane Vulpius mcð son sinn, August von Goethe. Drengurinn var tveggja ára, þegar þessi vatnslitamynd var gerð.“ 18 ár, var nú frú von Goethe. Daginn eftir kynnti hann hana sem leyndarráðs- frú fyrir heföarfólkinu í Weimar. Johanna Schopenhauer, móðir heimspekingsins, sagöi af því tilefni: Úr því að Goethe gefur konunni nafn sitt, ætti maöur aö geta rétt henni tebolla. Aðrar heföarfrúr í Weimar fóru að dæmi hennar. En þó breyttist ekki viöhorfið gagnvart hinum „feita helmingi" Goethes. Eftir söngkon- unni Karoline Jagemann er haft: „And- ríkari og skáldlegri varð hún vissulega ekki, en hinir lítilvægu leikarar og leikkonur lögöu sig enn meira fram viö aö koma sér í mjúkinn hjá henni.“ 26. ágúst 1813 orti Goethe á leið sinni frá Weimar til llmenau eitt af sínum fegursta kvæöum: „Gefunden“. Hann sendi það konu sinni í kveöjuskyni. Meö því var þess minnzt, aö þau höfðu verið saman í 25 ár. Skömmu síðar varð Christiane von Goethe mjög veik. Hún þjáöist af því, sem læknar munu nú kalla þvageitrun. 7. júní 1816 andaðist hún eftir tveggja daga hræðilegt dauöastríö. Hún var þá fimmtug aö aldri. Á dauöastund hennar lá Goethe í rúmi sínu meö slímhimnu- bólgu. Á gröf hennar í Jakobskirkjugarðinum í Weimar er legsteinn úr marmara, og á hann er meitluö vísa eftir Goethe: „Du versuchst, o Sonne, vergebens Durch die dusteren Wolken Zu scheinen! Der ganze Gewinn meines Lebens Ist ihren Verlust zu beweinen." í lauslegri þýöingu: Árangurslaust reynir þú, ó, sól, aö skína gegnum hin dimmu ský. Allur ávinningurinn af lífi mínu er harmur yfir missi hennar. Lík hennar var boriö úr húsinu um kvöldiö og jarösett daginn eftir. Goethe var ekki viöstaddur. Hann hataöi allt, sem varöaöi dauða og veikindi. Hann var aldrei viðstaddur jaröarfarir. 14 árum síöar lézt sonur þeirra, August von Goethe, eftir misheppnaö og hamingjusnautt líf sem drykkjumaöur. Krufningsvottorö læknanna hjóöaöi þannig: „Æxli í heila.“ Sjálfur liföi Goethe konu sína í 16 ár. Hann dó 83ja ára gamall, 22. marz 1832. Ævisöguritari hans, Richard Frieden- thal, segir: „Christiane Vulpius var Goethe á vissan hátt lífsnauösyn. Hún var slökunin, hvíldin, friöurinn, sáttin viö lífið. Og þó aö rúmiö hafi verið aðalatriö- iö í því sambandi, ættum viö ekki aö vanmeta þaö. Hiö holdlega í fari Goethes var styrkur hans. Þaö gaf verkum hans einmitt hina óviöjafnanlegu vídd. „Faust", sem aðeins heföi oröiö til fyrir heimspekilegar vangaveltur, væri aöeins heilaspuni." —SvÁ — úr „Welt am Sonntag Magazin" 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.