Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 11
Tcikn.: Elias SiKurðsson. Smásaga eftir Sigrúnu Schneider brjóta heilann. Þetta var alveg nýtt viöfangsefni og varð aö athugast gaum- gæfilega. Allt í einu birti yfir svip hans. Hann stóö snöggt upp frá borðinu og gekk hrööum krefum út. Hann var búinn aö taka ákvörðun, og það sniðuga ákvörö- un aö honum fannst. Nóttin var jafn falleg og hann andaði djúpt aö sér, svo beindi hann skrefum sínum upp í Þingholtsstrætiö. Þaö var margt um manninn á leiö hans og hann kannaðist viö suma. Honum fannst allir vera í góðu skapi, eöa var þaö aðeins vegna þess aö hann var svo uppfullur af hamingju- kennd. Hann haföi aldrei gengiö þessa leiö af meiri ánægju en núna. Loks nam hann staöar fyrir framan snyrtilegt gamalt hús. Gluggarnir á framhlið þessir voru opnir og aö eyrum hans barst kliöur radda og tónlist. Honum létti, þaö bar ekki á ööru, vinur hans var heima og hlaut aö vera með fullt hús af gestum. Hann baröi fast aö dyrum vegna þess aö hljómur dyrabjöll- unnar kafnaöi í skvaldrinu að innan. Eftir góöa stund og mikið bank var hurðin þrifin upp og í gættinni stóö vinurinn og þétt upp við hann hin unga eiginkona. Þau voru vel hýr, hrópuöu upp yfir sig er þau sáu hann og toguðu hann meö miklum hlátri og ópum inn í stofu. Þar ægöi öllu saman. Fólki, flöskum, glösum og smuröu brauði. Gleöskapurinn virtist vera í hápunkti og tónlistin á hæsta stigi. Allir klöppuöu og þutu aö honum til þess aö bjóöa hann velkominn. Hann var umkringdur af fólki sem hann kannaðist ekki viö og honum fannst hann vera að kafna. Vínlykt og reykingarstybba hékk í loftinu og hann þráöi ekkert frekar en aö komast undir bert loft. Vinur hans bjargaöi honum úr prísund þessari meö því aö kalla til hans og bjóöa honum fram í eldhúsiö. Þar settust þeir og horföu vel og rannsakandi á hvorn annan. í raun og veru höföu þeir ekkert breytst og vinskapur þeirra var jafn traustur og áöur. Þeir fundu þaö báöir og ákváöu meö sjálfum sér aö hittast oftar. Vinurinn glennti upp augun eins og hann heföi séö Marsbúa á sveimi í eldhúsinu þegar hann bar upp bón sína. Svo rak hann upp rosahlátur og sló á læri sér svo small í. Þetta var nú þaö bezta sem hann hafði lengi heyrt, en það var sjálfsagt aö lána honum flösku, þaö væru nægar birgöir til í augnablikinu. Hann þaut upp á loft og kom aftur með Vodkaflösku. Leitaöi aö poka, sem hann loks fann og stakk flöskunni ofan í. Svo leit hann alvarlegum augum á unga manninn og sagöi honum aö fara varlega í sakirnar, því hann væri óvanur svona drykk. Bezt væri aö blanda hann til helmingar meö sódavatni. Hann opnaöi kæliskápinn, tók fram nokkrar sódavatnsflöskur sem hann setti í pok- ann til flöskunnar og rétti honum. Á meðan hann var aö þessu braut hann heilan um ástæöuna fyrir þessu flösku- láni, en gat ekki komist aö neinni niöurstööu. Svo sló hann öllu upp í kæruleysi og fannst þetta stórkostlegt. Þaö var sannarlega kominn tími til þess að sá litli fengi sér neöan í því. Ef til vill mundi það losa hann viö þess bannsett- ans óframfærni og yröi til þess aö hann færi á kvennafar. Þaö var svo sannar- lega kominn tími til þess. Hann haföi tekiö eftir því aö ungi maöurinn var eitthvaö breyttur. Yfirbragö hans var léttara og þessi þungi sem haföi ávallt einkennt hann virtist nærri því horfinn. Hann bauö honum aftur inn í stofu, en hann afþakkaöi þaö, sagöist þurfa aö flýta sér heim. Þeir fylgdust aö út á gangstéttina og kvöddust með miklum innileik og loforöi um aö hann kæmi fljótlega aftur. Hann horföi á eftir honum þar til hann hvarf fyrir næsta horn. Göngulag hans var svo létt, aö þaö hlaut eitthvaö mikið að standa til. Hann lokaði dyrunum á eftir sér og gekk brosandi inn til gesta sinna. Nokkrar stjörnur glitruöu eins og demantar á hinum djúpbláa himni og ungi maöurinn nam staðar á göngu sinni til þess aö viröa þær fyrir sér meö djúpri gleöi. Hann fann mikla breytingu hiö innra með sér og hraðaði ferö sinni heim á leiö. Hann gekk yfir Tjarnarbrúna og ekki leið á löngu þar til hann nam staðar fyrir utan íbúöarblokk í vesturbænum. Hann var fljótur að opna útidyrnar og svo dyrnar að íbúö sinni á þriöju hæð. Þegar hann lokaði dyrunum á eftir sér, dró hann djúpt andann, flýtti sér fram í eldhúsiö, lagði pokann varlega á boröiö og klappaöi höndunum saman. Þetta var fínt.. . en að honum skyldi aldrei hafa dottiö þetta í hug fyrr. Þaö var nú meiri þröngsýnin, en það var aldrei of seint í stórræðin. Hann setti sódavatnsflöskurnar inn í kæliskápinn fyrir utan eina og tók fram fallegasta glasiö sem hann átti og notaöi venjulega á jólunum undir jólaöliö. Svo opnaði hann flöskuna meö miklum hátíðleik, hellti í hálft glasið og bætti sódavatni út í. Hann bar glasiö aö vörum sér og fékk sér vænan sopa. Uff, hann hristi sig. Ekki var þetta bragögott, en þaö hlaut aö vera hægt aö bragðbæta drykkinn. Hann var fljótur að átta sig, sótti ávaxtadrykk í kæliskápinn og bætti út í. Nú var drykkurinn miklu betri, þaö lá við aö hann væri bara góöur. Hann saup aftur vel á og aö lokum tæmdi hann úr glasinu. Honum var fariö aö hlýna all vel og leiö þannig, aö hann varö aö flytja glas og flösku og annaö tilheyrandi inn í stofu. Þar á meöal franskar kartöflur í poka og saltkex sem hann smurði. Hann var kominn í mjög gott skap og þó aö hann haföi verið alsæll fyrir, var hann nú í sjöunda himni og opnaði rækjudós til bragöbætis. Inni í stofu lagöi hann fallega á borö, kveikti á kerti, settist og starði í kertaljósið. Þetta var yndislegt. Vellíöan streymdi um hann allan. Hann blandaöi aftur í glasiö og drakk úr því til hálfs. Hann sá stofu sína í allt öðru Ijósi. Hún haföi aldrei áöur verið svona smekkleg og falleg í hans augum og honum fannst hún svo greinilega bera þaö meö sér hvaö hann haföi vandað sig meö innréttinguna. Hann stóö upp og kveikti á veggljósunum og báöum borölömpun- um, en slökkti svo fljótlega á veggljós- unum. Það var nóg aö hafa birtu af borölömpunum og kertaljósiö. Þaö mátti ekki vera of bjart. Aöal hughrifin fólust í dempaöri birtu og tónlist. Já, auövitaö tónlist. Hann tæmdi úr glasinu og flýtti sér aö fóninum. Hann átti mikið safn af plötum og eftir stutta stund var hann farinn að dansa samba eftir taktfastri tónlist meö miklum tilþrifum. Hann naut þess aö dansa og tók útúrdúr fram í eldhúsið til þess aö ná í sódavatn, því þessar stööugu hreyfingar geröu hann þyrstan. Hann fékk sér aftur í glasiö og drakk í botn. Þetta var aldeilis hressandi. Nú var hann á viö hundraö manns og hélt dansinum áfram af enn meiri ákafa og fögnuöi. Aö lokum hlammaöist hann niöur á næsta stól og leit hálf aulalega í kringum sig. Hann svimaöi, en sviminn hvarf um leiö og hann hvíldi sig og nú vildi hann ekki hlusta á danslög lengur. Hann slagaöi aö fóninum og valdi eftir mikla leit píanólög eftir Chopin. Plöturn- ar lágu út um allt, en hann tók ekki eftir því og kom sér vel fyrir í bezta stólnum og leyföi tónunum að streyma inn í hug sinn. Þeir voru dásamlegir, svo mjúkir og angurværir og um leið þrungnir ást og söknuöi. Hann varö svo gagntekinn af hrifningu, aö tárin streymdu niöur kinnar hans og hann grét og grét . . . Sólargeislarnir léku sér á gólfteppinu og liðu mjúklega yfir hinn sofandi unga mann. Hann hreyfði sig og opnaði augun, en lokaöi þeim strax aftur því birtan var svo hræðilega óþægileg. Honum fannst sem höfuöiö væri aö springa og honum varö flökurt þegar hann andaði aö sér, því óþægileg lykt barst aö vitum hans. Hann opnaði augun aftur og varö skelfingu lostinn. Annar eins viöbjóöur haföi aldrei hent hann fyrr. Hann lá, allur útbíaöur, í fötum og skóm upp í rúmi. Haföi augsýnilega kastað upp, og það ekki neinu smáræði. Hann stóö upp, greip um höfuö sér og skjögraöi fram á baðið. Þegar hann leit í spegilinn þekkti hann sig varla. Andlit hans var grátt og augun blóöhlaupin. Hann þvoöi framan úr sér meö köldu vatni og þegar hann beygði sig yfir vaskinn fann hann til svima og ógleði, svo hann varö aö kúgst þar til hann var orðinn rennsveittur og máttlaus. Á leiö sinni fram í eldhúsið varö honum litiö inn í stofuna og trúöi varla sínum eigin augum. Þar var ailt í óreiöu og innskotsboröin lágu á hliöinni. Stytt- an sem hann hélt mjög mikiö upp á, lá brotin á gólfinu. Hann mundi ekki eftir því aö hafa velt boröunum um koll og hann mundi ekki eftir því hvernig hann komst í rúmiö. Þvílíkur hryllingur. Hann haföi svo sannarlega misst andlitiö, en það haföi aldrei hent hann fyrr. Hann kom auga á flöskuna á gólfinu og fylltist viðbjóði. Hann þreif í hana, flýtti sér fram, hellti slattanum sem eftir var úr henni og sór þess dýran eiö aö smakka slíkt aldrei framar. Hann leit hugsandi út um gluggann, á sólina og heiðbláan himininn og varö hugsað til stúlkunnar. Hann fann fyrir sárri þrá, ásamt söknuöi, en svo hvarf hugur hans aö dreggjum flöskunnar sem hann hafði látiö fara í vaskinn og fann aö þau áttu ekki samleið, hann og stúlkan. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.