Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 6
CZESLAW MILOSZ: í SKOLTI LEVÍATANS Átta Ijóö í þýöingu Jóhanns Hjálmarssonar Czeslaw Milosz (f. 30. júní 1911) er pólskt skáld, fékk Nóbelsverðlaun í fyrra. Hann var virkur í andspyrnuhreyfingunni gegn Þjóðverjum, starfaöi í utanrikísþjónustunni eftir stríð, en kaus að setjast að í Bandarikjunum á sjötta áratugnum og kennir bókmenntasögu við háskólann í Berkeley. Uppgjöri sínu við kommúnismann lýsir Milosz í bókinni Hugsun í ánauð. Milosz er talinn hafa náö mestum árangri í Ijóöagerð, en er einnig skáldsagnahöfundur og atkvæöamikill ritgerðahöfundur. Ekki má gleyma þýðingum Milosz. Hann hefur þýtt verk margra pólskra nútímaskálda á ensku. Meðal þess helsta á þýðingasviði sem liggur eftir Milosz er þýðing Jobsbókar á pólsku, en biblíuefni og klassísk minni eru áberandi í skáldskap hans. Þýöandi BariÖ aö dyrum Dreymt Fór ég húsavillt eöa í ranga götu, kom ég að ókunnum dyrum þar sem ég var áður [daglegur gestur? Horföi gegnum skráargatið. Eldhúsiö: eins og [samt öðruvísi. Og með mér tók ég undið á kefli band mjótt eins og skóreim: hugsanir margra ára færðar í letur. Ég barði aö dyrum hikandi, óviss. Hún stóð fyrir framan mig í safrangulum kjól söm og áður, heilsaöi brosandi, engin saknaðartár. Og í dögun sungu blámeisurnar í sedrustrénu. Svo fátt Aö eilífu Dreymt Og að eilífu festir þennan snjó án þess að hann leysi og tíðindalaust. Þegar kvöldar frjósa sþor þeirra í hjarninu, aö stundu liöinni, ári, í ríki, í héraöi. Og að eilífu festir þetta andlit sem regniö dynur á í sífellu. Dropi fellur af augnhárum á varir á auöu torgi, í framandi borg. Vetur, nótt Eg hef sagt fátt. Stuttir dagar. Stuttir dagar. Stuttar nætur. Stutt ár. Ég hef sagt fátt. Hjarta mitt er þreytt af hrifningu, örvæntingu, ákefö, von. Ég hafnaöi í skolti Levíatans. Nakinn lá ég á ströndum mannauðra eyja. Grísk andlitsmynd Skegg mitt er þéttvaxiö, augun aö hálfu hulin af augnlokum eins og hjá þeim sem þekkir gildi hins sýnilega. Ég er þögull eins og sæmir manni sem veit aö hjartað rúmar fleira en orð. Fósturland, heimili og stöðu hef ég yfirgefið, ekki í auögunarskyni eöa til aö lenda í ævintýrum. Skip heimshafanna eru mér ekki framandi. Hversdagslegt andlit, skattheimtumanns, kaupmanns, hermanns skilur mig ekki frá fjöldanum. Ekki neita ég heldur aö gjalda guðunum þaö sem þeirra er. Nýt matar míns eins og allir hinir. Þetta nægir um sjálfan mig. Dreymt Löng lest stendur kyrr á stööinni og brautar- [pallurinn er tómur. Vetur, nótt, frostkaldur roðasleginn geimur. Eina sem heyrist er grátur konu. Til einskis krýpur [hún biöjandi viö fætur liösforingja í steinfrakka. Flótti Dreymt Biðsalir á vítisstöð, dragsúgur og kuldi. Þaö er bariö, dyrnar opnast og í þeim stendur látinn faðir minn eins og þegar hann var ungur, fagur, elskaöur. Hann réttir mér höndina. Ég tek til fótanna, flý í hringstiga sem aldrei endar. Veraldarhvalurinn hvíti dró mig meö sér niður í djúpin. Og nú veit ég ekki hvað var satt. Hiö stóra Hiö stóra reyndist smátt. Fölva sló á konungsríkin eins og snjóaöi á brons. Þaö sem olli glýju sker ekki framar í augun. Himintungl snúast og lýsa. Liggjandi í grasinu á bakka fljótsins sigli ég eins og foröum bernskuskipum mínum. Dans Dreymt Með mikið hvítt skegg og klæddur í grænt flauel stjórnaöi Walt Whitman dansinum í herra- [garöinum litla sem var eign Emanuels Swedenborgs. Meira aö segja ég var þar og drakk mjöö og vín. Fyrst gengum við í hring og leiddumst líkastir mosagrónum steinum. Síöan léku ósýnilegar hljómsveitir hraöar og hraöar og æöi dansins náöi tökum á okkur og viö dönsuöum í leiðslu. Þessi dans í senn hugarró og friöþæging var dans glaöra kassída. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.