Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 13
en miklu dularfyllra er þaö, sem ekki er vitaö meö neinni vissu og er hin stóra gáta. Hvar heldur laxinn sig í sjónum, á hverju lifir hann, og hvaö er hann að gera, þar til hann heldur til æskustöðvanna? Þaö er einsdæmi aö lax sjáist eöa veiðist eftir að hann yfirgefur ármynnið og þar til hann kemur til baka frá hafi. Þetta er í sjálfu sér mjög merkilegt, þar sem vitað er í dag, aö höfin hafa verið rannsökuð allmikið undanfarin ár. Fiskiskip og bátar skafa næstum fiskimiðin og veiða fiska af öllum tegundum, en næstum aldrei lax. Þó að við vitum ekki, hvað laxinn hefur haft fyrir stafni á meöan hann er í sjónum, þá er það víst, að hann hefur haft nóg æti. En hvar hefur það gerzt, og hvaða æti hefur það verið, sem gerir hann svo stóran og sterkan? Annar mikill leyndardómur er: Hvernig getur laxinn fundið aftur ána, sem hann er uþþrunninn úr? Oft þurfa þeir aö fara um margra þúsunda kílómetra vega- lengd, og þeir finna ekki aðeins sömu ána, heldur sömu klakstöðvarnar. Hvorugri sþurningunni hefur verið endanlega eða fyllilega svarað. Vísindamenn hafa komið fram með meira og minna skynsamlegar tilgátur, en brezki dýrafræðingurinn George Rees heldur því fram, að Atlants- hafslaxinn leiti til Norðuríshafsins, inn undir hafíshelluna. Hann heldur því fram, að það sé skýringin á hinum mikla vexti hans, og þeirri vissu, aö hann veiðist næstum aldrei í hafi. Þó það sé ekki almennt vitað, þá er urmull lífvera í Noröurhöfum í kringum heimskautið. Plöntu- og dýralífið þar stafar að mestu frá nærandi söltum, sem flytjast frá hafsbotninum meö sterkum straumum uþþ undir yfirborð sjávar. Þessir straumar eru mjög áberandi í norðlægum höfum, einkum kringum Norðurheimskautið. Þessi sölt næra þlöntufrumuvefi, sem aftur næra örsmáar lífverur, og á þeim lifa svo smá krabbadýr, sem eru fæöa margra fiskiteg- unda. Samkvæmt kenningu eða hugmynd hins brezka dýrafræðings, G. Rees, koma hinir ungu laxar í torfum frá ám og fljótum Evróþu og Ameríku og sameinast undir ísbreiöunum í Norðuríshafinu. Hér finnur laxinn sína þaradís með rauöum og feitum rækjum í milljónatali. Þegar stór ísbjörg hafa oltið um, sést, að neðan á þeim eru þykk lög af krabbadýrum. En hitt leynd- armálið, hvernig laxinn ratar aftur heim, hefur enn ekki veriö ráðið, þó að mikið hafi verið til þess reynt, til dæmis í sambandi við laxaklakstöðvar, en ekkert fullnægjandi svar hefur fengizt til þessa. Alls staöar er laxinn eftirsóttur fiskur og mikil íþrótt að veiða hann enda er hann talinn bezti fiskurinn og líka sá dýrasti. Laxveiðimaðurinn missir oft „þann stóra", en hví skyldi það ekki oft geta verið rétt? Eftir því sem laxinn er stærri er hann eldri og reyndari. Veiöimaðurinn hefur fengið lax á færið. Allt í einu rykkir í, stöngin bognar, hjólið syngur, um leið og hann gefur út línuna eða færið, í fyrstu oft um 30—50 metra. Þá kemur laxinn upp, stekkur tignarlega og hristir sig til þess að losna af önglinum, og aftur og aftur stekkur silfurgljáandi fiskurinn til þess að losna úr dauðans greipum. Stundum sigrar veiöi- maðurinn og lætur mynda sig með þann „stóra", en oft er það laxinn, sem hefur yfirhöndina og hristir sig af önglinum eða slítur línuna, og hverfur í djúpiö og heldur áfram ferð sinni móti straumnum, til staðarins, þar sem hann byrjar sitt dular- fulla líf. Þýtt og endursagt af L.M. Fátæklegu f jöllin mín Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi á Kjalar- nesi varð kunnur fyrir vísur sínar þegar á fyrstu tugum aldarinnar. Hann er enn á'lffi, á 95. aldursári. Hann var húnvetningur að ætt, en hefur verið bóndi hér syðra allan sinn starfsald- ur, barnakarl og oft hjá honum þröngt í búi. En þrátt fyrir allt baslið hefur hann ætíð verið gleðimaður. Hann hefur gefið út allmörg vísnakver. Eins og sagan segir frá, þó sálarhaga bresti, fæddist baga oftast á átta daga fresti. Svo segir hann í formála fyrir einni bóka sinna, og ræður þar líklega rímið nokkru í skýrslugeröinni. Stundum hafa vísurnar sjálfsagt verið dögum fleiri. Ferskeytlan er fljót til máls, fædd af heitum anda. Hún er ennþá fim og frjáls, fleyg á milli landa. Ein af bókum Hjálmars heitir Geislabrot. Þar er þessi staka: Ljóðin eru Ijósaskipti í lífi mínu. Gleðibros sem glepur elja, geislabrot á milli élja. Um nágranna sinn og vin, Esjuna, yrkir hann: Élið búning guða gaf, geislarún í fangi. Esju krúnu kembir af, hvít er brún og vangi. Hagmæltum leiðbeint: Talaðu íslenskt erfðamál, ef þú gerir bögu. Hún á að geyma hjarta og sál, heila ævisögu. Um kaupmann, sem ekki þorði að skrifa hjá Hjálmari nokkra matarúttekt á kreppu- árunum orti hann: Þó ég ekkert eigi hér og arki snauður veginn, á ég kannski eins og þér ítök hinu megin. Hjálmari var hallmælt. Hann svaraöi: Þó ég ekki hafi hitt haldið rétta á taumnum, — ef þú velur vaðiö mitt, varaðu þig á straumnum. Hér er kvöldvísa: Glitra öldur, glóey hlý grímu völdin tefur. Rjóö á kvöldin rósir í rökkurtjöldin vefur. í stað skattaframtals sendi Hjálmar hreppsnefndinni þessa vísu 1924: Minn er allur auður hér, engu svo ég halli: Ofurlítið kvæöakver og krakkar átta á palli. í Reykjavíkurferð varð þessi til: Varla er skjól í Víkurborg, veldur að sól er hnigin. Einn ég róla út um torg eins og pólítíin. Og um líkt leyti og síðasta vísa er þessi ort. Hjálmar var fátæklega til fara, nokkuö við skál: Eigi gerðu að mér grín. Ef þú réttinn metur, fátæklegu fötin mín færu þér ekki betur. Og þungt var honum í skapi, þegar þessi staka varð til: Er nú fátt sem eykur þrótt eða léttir sorgum. Einn ég vakti í alla nótt yfir hrundum borgum. Og þessi er frá bannárunum: Linkan dvínar, lifnar mas, lundin hlýnar káta, meðan vín á vasaglas vinir mínir láta. Og: Víst mig stundum vantar þrótt, varla má því hegna. Á fylliri ég fór í nótt fjármálanna vegna. Þeir Hjálmar og Kolbeinn í Kollafirði voru sveitungar, báöir þjóökunnir fyrir vísur sínar, en ekki alltaf sammála um hreppsmálin. Hjálmar orti: Ef á milli okkur ber eða spillist sökin, langt of illa launast þér Ijóöa snillitökín. Um Ijóð Ólínu Andrésdóttur: Hennar þýðu hyggjutún hlynir prýða Ijósir. Upp að hlíðar efstu brún á hún víðirósir. Og þá er hér lóuvísa. Geymdu lengi, gullið mitt, glaða og snjalla róminn. Syngdu litla Ijóðiö þitt, lóan mín, við blómin. Nokkrum sinnum hlaut Hjálmar skálda- laun, ekki var það þó oft, né upphæðirnar háar. Hann orti 1956: Þó að margra list sé létt leikin á strengi sálar, þá er vandi að vega rétt vit á metaskálar. Hér lítur skáldið yfir farinn æviveg: 1. Glettur árum yngri frá ennþá gára brúnir. Ellihárin hærugrá hylja sára rúnir. 2. Ein mig kyssti og mér bjó ástarþyrstu mökin. Hana fyrst ég þekkti þó þegar ég missti tökin. 3. Var þar öngum vegur beinn, valda þröngu börðin. Ég hef löngum labbað einn lífs um gönguskörðin. Lítið til fugla himinsins. Þessi vísa er um þröstinn: Enga krónu á í sjóð, yrkir milli bylja nokkur fátæk föruljóð fyrir þá sem vilja. Þessa stöku nefnir höfundur Réttarvörn: Fyrir mig þó færi vörn, fall er víst að nýju, við erum allir brotleg börn boðoröanna tíu. Um haust: Nú má kalla að nepja hörð næði alla daga. Blómin falla föl á jörð, fæðist valla baga. Um Benedikt Sveinsson, alþingismann og lengi forseta alþingis, orti Hjálmar: Drengur bæði og vaskur ver, vart í ræðu dulur. Allra gæða óska ég þér íslands fræðaþulur. Ljúkum svo þættinum meö einni af snjöllustu vísum Hjálmars frá Hofi. Þar minnist hann látins vinar, Guðmundar Jóhannssonar bæjarfulltrúa: Hníga óðum mætir menn, myrkvast hljóð í strengjum. Fjölgar þjóðar föllum enn, fækkar góöum drengjum. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.