Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 5
varðveitta gerðin af Landnámabók er eftir Sturlu Þórðarson, sem samdi Hákonar sögu gamla, og þótt sú saga sé eitthvert óvinsælasta fornritið með íslendingum, þá er Landnámabók Sturlu sú gerö okkar veraldlegu biblíu, sem mönnum er einna tamast að vitna til. Önnur varöveitt gerö af „Bókinni" var samsett af Hauki Erlends- syni, sem var um árabil embættismaöur hér í Noregi, sennilega af því, að hann hefur ekki fengið atvinnu viö sitt hæfi í heimalandinu. Bók Hauks mun hafa verið skráö á fyrsta áratugi fjórtándu aldar, en Sturlu á milli 1270 og 1280. Sá er einkum munur á íslendingabók og Landnámabók, aö hin fyrrnefnda fjallar skipulega um sameiginlegar stofnanir þjóöarinnar: lögin, Alþingi og kirkjuna, en Landnámabók er helguð örlögum einstakl- inga. En í þessum tveim ritum er gerð furðu skýr grein fyrir uppruna, sérkennum og elztu sögu íslenzkrar þjóöar, og áhrif þessara rita eru enn svo sterk, aö margar hugmyndir okkar íslendinga um okkur sjálfa eru mótaðar af þessum tveim ritum. Atburðirnir sjálfir, svo sem landnámin, stofnun Alþingis og kristnitaka, eru fjar- lægir og dularfullir en lýsingar á þeim í islendingabók og Landnámabók standa oss Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum: Þann- ig vildu hinir fornu meistarar aö þjóðin minntist upphafs síns. Læröa menn greinir á um þaö, hvort hafi veriö meira afrek: landnámið sjálft eða bókin, sem lýsir því, en um þetta getum við ekkert staðhæft, þar sem við þekkjum ekki atburðina nema af bókinni. En Landnáma- bók varð þjóðinni svo hugfólgin, aö á verstu hörmungartímum, þegar dönsk haröstjórn, hungur, eldgos og drepsóttir lögöust á eitt meö að gera endi á íslendingasögu, þá spuröi fólkið í örvænt- ingu sinni: „Hvaö veröur um Landnáma- bók, ef viö deyjum öll frá henni? Getur svona bók þrifizt, nema hún eigi sér þjóö? Við getum ekki lifað án hennar, og hún missir allt sitt gildi, ef viö skyldum hætta aö vera til." Svo að íslendingar afréðu að þrauka áfram til aö sanna tilverurétt sinnar bókar. Eins og vitur maður hefur sagt, þá eiga ungar þjóöir að vera smáar og þó svo þroskaðar andlega, að þær beri skyn á sjálfar sig og kunni nógu mikið til stafs til að geta lýst sjálfum sér á bókfelli. Þegar Eiríkur rauði reyndi að stofna þjóð vestur á Grænlandi, þá gætti hann þess vel, að hún yröi nógu smá, en niðjum hans iáðist aö skrifa um bernsku þessarar litlu þjóðar, svo aö hún lognaöist út af á miðjum aldri. Ef Grænlendingar hefðu skrifað sína Land- námabók, þá væri ísienzka eöa jafnvel norræna eitt af ríkismálum Grænlands enn þann dag í dag. Eins og ég gat um rétt áðan, þá er það eitt hlutverk Landnámabókar að vera skírnarvottorö íslands. Frá skírninni segir í kafla um mann, sem hét Flóki: Vor var heldur kalt. Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt ok sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum. Því kölluöu þeir landiö ísland, sem það hefur síðan heitiö. Sá sem ætlar að gefa heilu landi nafn, verður fyrst aö klífa hátt fjall, því að annars tekur enginn mark á honum og nafniö gleymist. Uppi á þessu fjalli þennan vorkalda dag skíra þeir Flóki og menn hans landið og um leiö ortu þeir fyrsta Ijóöið, sem til varð á íslandi, því að í nafninu sjálfu, þessum tveim atkvæðum, er fólginn dýrlegur skáldskapur. ís er tákn fulkominn- ar kyrrðar og þagnar, en felur þó í sér allar myndbreytingar fljótanda vatns og gufu: hafði í öllum sínum stórfengleik, læki, og vötn, vorregn og dögg á sumargrasi; ský á himni, gufu frá hver. Flestar þjóöir hafa sýnt landinu þá viröingu að nota heitiö Island ella þá nafnmyndir, sem komnar eru frá latneska heitinu Islandia. En einhver Englendingur á 16. öld., sem bar ekki skyn á skáldskap, ákvað þýöa þetta á ensku með orðinu lceland, sem skortir þá tign, sem fylgir íslenzkri mynd nafnsins, en áöur hét landið Issland á þeirri tungu. Síðan öpuðu Wales-búar eftir yfirþjóð sinni og fóru aö kalla landið Ynys ir la, „ís-eyjuna", þótt forfeður þeirra hafi raunar kallaö landið Islont, eins og eðlilegt var. Sú djúpa vizka, sem fólgin er í nafninu ísland, var víös fjarri Eiríki rauða, sem þrjózkaðist til að ferðast í vesturátt með röngu hugarfari og byrjar nýja þjóö í landi, sem hann kallaði Grænland, án þess þó aö klífa nógu hátt fjall. En í því nafni er fólginn óheillavænlegur spádómur um örlög þjóð- arinnar. í norrænni náttúru er græni liturinn bundinn við tiltekna árstíö, og þessi litur vors og sumars bendir miskunnarlaust til feigöar: til fölva hausts og hvítu vetrar. Ef þú vilt, að niöjar þínir búi viö langa farsælu í landi þínu, þá skaltu veljá því vetrarnafn, því aö það bendir til komanda vors. Menn skulu ekki einungis lesa gamlar bækur af kurteisi, heldur einnig að sýna nýju landi alla þá viröingu sem því ber. Svo ólíkar þjóðir sem Norðmenn og ísiendingar eru, þá er hitt enn stórkost- legra, hve mikill munur er á veraldlegum biblíum þeirra. Heimskringla er ættarsaga, sem hefst með ættfööurnum Óðni og lýkur meö frásögn af orrustunni á Ré, sem var háð af niðjum hans árið 1177. Tími og saga eru óaöskiljanlegir þættir í þessari miklu bók, sem hefst aftur í grárri forneskju og þokast áfram, kynslóö eftir kynslóð, kon- ung eftir konung, atburð eftir atburð, ár eftir ár. Hver einstök saga innan bálksins í heild hefur sína hetju, sem allt snýst um, og af því að þessi hetja er konungur Noregs unz sögu hans lýkur, þá veröa örlög hans svo samtvinnuð örlögum lands og þjóöar, aö illt er að skilja á milli. Eins og Heímskríngla, þá eru bæöi Orkneyinga saga og Knytlinga saga ættarsögur og þjóðarsögur um leið, en hitt er öllu erfiöara aö lýsa Landnámabók meö einu orði, enda er hún býsna flókið verk. í henni eru engar hetjur, sem ráða löndum og lýöum, heldur er þar alls konar fólk, sem tekur föggur sínar einn góöan veðurdag og snýr baki við fortíðinni. Heimskringla er skipulögð af mikilli vandvirkni, og skipan er eitt aöalefni hennar, með konungsvald í miöpúnkti, en um leiö minnir heildarsniö hennar á línu eða örlagaþráð, sem teygist um margar kynslóðir. En í Landnámabók ríkir upplausn og frelsi, sem lýkur þó meö skipan eftir að landnámum lýkur og Alþingi er komið á stofn; í þeirri ritsmíöi gegnir tími litlu hlutverki; þegar þjóðir fæöast, þá er þetta viðburður eins og í goðsögu, sem á sér stað fyrir utan tímann, þótt allir viti aö lándnámin áttu sér stað fyrir og eftir aldamótin 900. í rauninni er heildarsniö Landnámabókar ekki ákveöiö af atburö- um, heldur af lögun lands og landnáma, En þeim er raðað á láglendið meðfram ströndinni og í uppliggjandi dölum, svo aö öll byggöin myndar eins konar óreglulegan hring umhverfis auönir og fjöll um miðbik landsins. Þegar sleppir inngangi bókarinn- ar, þar sem lýst er legu landsins, fundi þess og fyrsta landnámsmanni, þá er hún auðsæilega hringlaga, svo að heildarbálkur hennar hefur hvorki upphaf né niöurlag; hringur er endalaus, segir í Flateyjarbók. Frásagnir af landnámum hefjast á ákveðn- um púnkti, og þeim lýkur á sama stað. Þegar ég þarf að útskýra Landnámabók fyrir skozkum stúdentum og öðru fólki, sem lent hefur utan viö norræna menningu, þá tek ég oft dæmi af heilagri ritningu. Landnámabók er okkur íslendingum nokk- urn veginn þaö sama og Önnur Mósebók í hugum Gyðinga. Hin veraldlega biblía okkar íslendinga fjallar um Exodus, um lausn úr ánauð og nýtt frelsi. í þessu sambandi samsvarar Noregur Egyptalandi, Haraldur hárfagri Faraó konungi og ísland hinu fyrirheitna landi. íslenzkir landnáms- menn gátu ekki gengið þurrum fótum um djúpa ála íslandshafs, og þeir nutu ekki guölegrar leiðsagnar, en þegar Landnáma- bók lýsir komu þeirra til landsins, þá getur engum lesanda dulizt, aö hér er á ferðinni fólk, sem er komiö heim eftir langa útlegð. Sumum mun þykja ósanngjarnt í garð Haralds hárfagra að líkja honum við Faraó, en slík hugmynd kann aö hafa verið ekki svo fjarri höfundum bókarinnar og virðist í fljótu bragði. Samkvæmt Landnámabók þá flýðu margir helztu landnámsmenn undan ofríki Haralds til íslands, og þótt sagnfræðingar beri nú.brigöur á að svo hafi veriö, þá finnst mér óþarfi að draga orö ritningarinnar í efa. Andúð á Haraldi hárfagra er ekki einungis snar þáttur í Landnámabók, heldur ríkir einnig þar og í ýmsum sögum óbeit á konungsvaldinu sjálfu. Hér hlýtur að vera um að ræða fornan arf frá Noregi, og nú komum við að einum skýrasta mun á norskum og íslenzk- um viöhorfum. í íslenzkum frásögnum eiga landnámsmenn um tvennt að velja: að þjóna konungi eða vera frjálsir í hinu fyrirheitna landi, og er þar um að ræða sams konar kosti og getið er í biblíunni: kjötkatlar í Egyptalandi eöa sultur á eyöimörk í leit að nýrri jörð, sem þó er gömul. Hugmyndir Landnámabókar um ofríki Haralds hárfagra hefur læst sig svo djúpt inn í íslenzka meðvitund, aö okkur gengur illa að skilja hugsjón Konungs skuggsjár um voldugan konung, sem um leið er verndari heillar þjóðar. En Landnámabók er meira en Exodus frá Noregi: hún er einnig okkar Genesis, því aö hún lýsir sköpun heillar þjóðar úr sundurlausum brotum frá norskum fylkjum og þeim stöðum vestan hafs þar sem norskir víkingar voru lítt velkomnir gestir um stund, jþótt Norðmenn nú á tímum njóti sömu virðingar á Bretlandseyjum og ann- ars staðar. í sköpunarsögu Landnámabók- ar fer lítið fyrir íhlutun æðri máttarvalda, og ekki verður heldur sagt, að þar gæti þeirrar andúðar á konum, sem nú þykir einhver mestur Ijóður á sköpunarsögu Gyöinga. En þeir íslenzku fræðimenn á tólftu öld, sem tókust á hendur löng ferðalög um land sitt til að geta spurt fólk um uppruna sinn, áttu ekki völ á öllu betri fyrirmyndum en tveim fyrstu bókum Móse, lögmanns og hertoga Gyöinga. Giöggur lesandi Landnámabókar tekst á hendur tvenns konar ferðalag. Með lýsingu hennar í huga getur hann fariö hringferö og heimsótt hverja byggð hins fyrirheitna lands og kynnzt á þann hátt einstökum landnámum þeirra manna, sem vildu ekki eða fengu ekki að halda áfram aö vera Norðmenn fyrir þúsund árum. Þetta er mikil krókaleið, inn til efstu dala og út á yztu anness og eyjar. Með Landnáma- bók að leiðarvísi þarf hann ekkert kort; hún er elzta landabréf af íslandi og furðulega glögg. En um leið tekst lesandi á hendur annars konar ferðalag, bæði langt og erfitt, aftur til dögunar íslenzkrar sögu, þar sem kennileitin eru ekki einungis atburðir og fólk, heldur einnig hugmyndir um mannlífið Framh. á bls. 15. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.