Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 12
LAXINN m m Iiann or á Fyrir framan ármynnið verður laxinn að vera á verði fyrir marsvínum og selum, og meöan hann Syndir upp árnar liggja merðir og otrar í leyni og eru fljótir að grípa hann, ef hann stanzar til aö hvíla sig. En þrátt fyrir þetta allt, er maðurinn hans versti óvinur. í ármynninu draga fiskimenn net sín, og upp eftir öllum ánum standa veiöimenn og bíða þolinmóðir meö veiði- stöngina og kasta beitunni út. Laxinn er mikill sundgarpur og oft syndir hann á leið sinni upp árnar 5—15 km á dag, en vegalengdin fer mikiö eftir því, hvernig straumar eru. Laxinn stekkur alla fossa, sem eru 3 m eöa minni, en við stærri fossa og vatnsföll stekkur hann syllu af syllu. Það er fögur sjón að sjá hinn silfurglitrandi fisk stökkva fossana. Á leiöinni upp árnar finnur hver laxa- flokkur með öruggri eðlisávísun sínar æskustöðvar, og nú greinast flokkarnir í sundur í laxahjón, hæng og hrygnu, og þegar þau hafa fundiö sér hinn rétta stað til hrygningar, snýr kvenlaxinn sér á hliöina og byrjar að grafa rauf eða rennu í árbotninn með sporðinum. í þessa gryfju eða rennu, sem er 35—40 sm djúp, hrygnir hún svo, og þegar eggin eru sokkin til botns, kemur hængurinn og breiðir sæöiö eða laxamjólkina yfir eggin eins og slæðu. Síöan breiðir kvenlaxinn slý yfir allt saman með sporöinum og svo er byrjað á nýjan leik, og oft eru þau aö hrygna allt að 5 Dularíullir eru liínaðarhættir þessa fagra og eftirsótta fisks Eftir Edwin Muller Lax að stbkkva í fossi. Vísindin rannsaka stöðugt tvær ráögátur í lífsskeiði laxins, hins fagra og eftirsótta fisks: 1. Hvað veröur um laxinn, þegar hann sem smáfiskur leitar til sjávar? 2. Hvernig stendur á því, að laxinn, eftir 2ja ára dvöl eða meira í sjó, skuli finna aftur þau fljót eða ár, sem hann er upprunninn úr? Þaö er staðreynd, að laxinn leitar næstum undantekningar- laust á æskustöðvarnar aftur. Laxinn er dularfullur fiskur, sem byrjar mjög ungur (nokkurra sentimetra) ferðalag sitt til sjávar, rekinn áfram af ósjálfráðri eðlishvöt. Þetta ferðalag hans er ein af gátum náttúruvísindanna. Vísindamenn hafa nú í mörg ár reynt að komast að því, hvers vegna laxinn tekst á hendur þetta mikla feröalag, og hvar hann I>ctta tíctur vafist fyrir manni ... 12 heldur sig í hafinu, — sem sagt, hvert fer laxinn? Líf laxins byrjar í egginu, sem er rauð kúlulöguð blaöra á stærö við litla baun, sem liggur grafiö á árbotni í slýi og sandi, ásamt þúsundum annarra sinna líka. Eftir aö laxinn er kominn úr egginu (klakinn út), dvelst hann áfram í nokkurn tíma niöri í myrkrinu á árbotninum og lifir á eggjarauðu eggjapokans, sem er fastur viö hann. Það er sagt, að laxinn sé langlífur, ef hann veröur 8—10 ára gamall. Þessi stutti tími hans í myrkrinu á botni árinnar er eini tíminn í lífi hans, sem hann er ekki í stööugri lífshættu. Þegar hið nærandi innihald eggjapokans er á þrotum, sem veröur eftir 5—6 vikna tíma, leitar hinn litli lax upp í yfirborð vatnsins, og nú hefst barátta hans við hætturnar. Hann er nú aðeins nokkurra sentimetra langur og auðfengin bráð stærri fiska og fugla. Laxinn er mjög seinvaxta og líklega öðrum fiskum fremur, því þegar hann hefur dvalist við klakstöðvar sínar, oft í 2 ár, hefur hann aðeins bætt við sig nokkrum sentimetrum og vegur aðeins 100 grömm. En einn góðan veöurdag verða hann og allir hans jafnaldrar gripnir sömu ómót- stæðilegu ferðalönguninni og halda af stað með straumnum til hafs. Nú verða enn meiri hættur á vegi hinna ungu laxa á ferð þeirra niður bratta fossa og stríöa strauma, og oft er leiðin löng til sjávar frá klakstöövunum, stundum mörg hundruð kílómetrar. Til dæmis í Yukonfljót- inu í Alaska getur hún verið 3200 km. En um síðir veröur straumurinn lygnari og þeir ná út í ármynnið og hverfa í djúp hafsins í 1—2 ár eða meira, og engum hefur tekizt til þessa að ráöa með neinni vissu þá gátu, hvar þeir halda sig í hafinu allan þann tíma. En á þessum tíma í hafdjúpinu hefur laxinn breytzt mikiö. Hann er orðinn stór og fallegur fiskur. Þegar hann lagði af staö frá æskustöðvunum var hann lítiö stærri en stór sardína, en eftir eins árs dvöl í sjónum er hann oröinn um Vi metri á lengd og vegur um 4—5 kg. Og dveljist hann nokkur ár í sjó, getur hann oröiö yfir 20 kg. En nú, þegar laxinn leggur af stað til æskustöðvanna, veitir honum ekki af öilum sínum kröftum, því nú eru hætturnar jafnvel enn fleiri, en þegar hann lagði af staö að heiman, og þær eru mismunandi eftir því, hvar hann er staddur á jörðinni. daga. Kvenlaxinn hrygnir í kringum 20 þúsund eggjum. Eftir þetta mikla afrek sitt í þjónustu lífsins og hina löngu ferö til klakstöðvanna eru laxahjónin þreytt og kraftlítil. Kyrrahafslaxinn deyr alltaf eftir að hann hefur hrygnt, en Atlantshafslaxinn er sterkari og kemst oft aftur til hafs og nær kröftum sínum á ný. Síðan kemur hann aftur til að hrygna, og eins og áöur er sagt, getur hann, ef heppnin er meö, orðið 8—10 ára gamall. Eftir vissan tíma kemur svo líf í eggin og allt byrjar á nýjan leik. Þetta er þaö, sem vitað er með vissu um hið kynlega líf laxins,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.