Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 10
Ekki er allt gull sem glóir Hann stóö viö einn blómareitinn á Austurvelli og virti fyrir sér hiö fjölbreyti- lega litaskrúö stjúpmæöranna viö ný uppsetta Ijósaskreytingu. Góö hug- mynd, þessi Ijósaskreyting á haustin. Töfrar fram sérstök hughrif. Út um gluggana á Hótel Borg lagði dauf Ijósaskíma leiö sína út í blátt haustkvöldiö og mjúkir ómar danslags bárust aö eyrum hans þegar hann lagði leiö sína framhjá. Hann rölti að tröppum Reykjavíkurapóteks og nams staðar þar. Dómkirkjuklukkan sló tíu högg. Yfir miöborginni hvíldi hiö sérstaka andrúmsioft föstudagskvöldsins, þrung- iö spennu og eftirvæntingu. Vinnuvikan var á enda og tveir frídagar framundan. Dagar, sem hver og einn gat skipulagt og ráöstafaö eftir eigin höföi. Karlmenn og konur gengu framhjá honum, ýmist hratt eða rólega, saman eöa sitt í hvoru lagi. Sumir iögöu leið sína inn á Óöal, aörir gengu inn um hringdyrnar á Hótel Borg, og enn aörir lögöu leiö sína yfir Austurvöll niöur aö Tjörninni til þess aö sjá haustkvöldiö speglast í henni ásamt Ijósum borgar- innar. Aö vísu höföu bekkirnir á Austur- velli freistaö sumra, en þrátt fyrir þaö var margt um manninn viö Tjörnina, enda veöurblíðan eins og bezt var á kosiö. Töfrandi haustnótt var búin aö taka viö af kvöldinu og umvafði borgina meö sínum sérstæöa djúpbláa lit. Þar sem hann stóö á tröppum Reykjavíkurapóteks haföi myndast smá hópur af nokkuö hávaöasömu ungu fólki, augsýnilega viö skál. Hann virti þaö fyrir sér og fannst sumar athuga- semdir þess nokkuö sniöugar, en aörar aftur á móti klúrar. En hvaö um þaö, þetta unga fólk var mjög glatt, þaö lá viö aö þaö væri einum of glatt, en algengt fyrirbæri á þessu kvöldi í miöbænum. Venjulega hneykslaðist hann á þess- konar látum, en nú leit hann á unga fólkiö með dálitlum söknuöi. Þaö var þó saman og naut þess á sinn háværa hátt. Honum fannst hann vera hálfvegis utanveltu, en yppti öxlum eins og hann væri aö hrista öll utanaðkomandi áhrif af sér. Eftir aö þessi káti hópur lagði leiö sína út á Austurvöll meö tilheyrandi skrækjum og hlátrum, hélt hann áfram aö skoöa lífiö í kringum sig. Hann stóö og var hinn rólegasti. Stóö og beiö. Aö vísu vildi hann ekki viöurkenna fyrir sjálfum sér aö hann væri aö bíöa eftir neinu sérstöku, en undir niöri vissi hann þaö ósköp vel. Hann var bara þannig gerður, aö hann vildi helst aldrei horfast í augu viö staðreyndir sem komu óþægilega viö feimni hans. En nú stóö hann hér og hugsanir hans voru á slíkri fleygiferð aö hann átti erfitt meö aö hafa hemil á þeim, já, í hreinskilni sagt, réö hann ekki viö þær. Þaö var stúlkan og aftur stúlkan. Hún var orðin svo föst í hug hans, aö hann gat ekki lengur látið sem ekkert væri. Eitthvaö varö aö gera, því tilfinningalíf hans var í algjörri flækju. Það þýöir ekki lengur aö fylgjst með henni í laumi á skrifstofunni og horfa upp á aðra gera hosur sínar grænar fyrir henni. Bjóöa henni út og jafnvel aö færa henni gjafir. Aö vísu hefur hún verið aö gefa honum auga og hann hefur marg- sinnis fundiö á sér aö hún væri ekki fráhverf honum. En hún er svo skemmti- lega kát og það er svo erfitt aö veröa á einni svipan kátur og ræöinn þegar óframfærnin er annars staöar. Hann roönar af gremju er hann hugsar til kvöldsins, þegar allt starfslið skrifstofunnar var mætt í boöi skrifstofu- stjórans í átthagasalnum á Hótel Sögu. Hann sat úti í horni og gat ekki haft augun af henni. Hún var yndisleg og lék viö hvern sinn fingur. Hann langaöi mjög aö fara aö borðinu til hennar og kunningja þeirra, sem hann sáröfundaði, en kom sér ekki til þess. Svo voru þau meö vín á borðinu og honum fannst þaö eitthvaö svo púkaiegt aö mæta þar meö kókflösku í hendinni. Loks þegar hann var búinn aö tala í sig kjark aö fara til þeirra, því hann væri þtfrjáls meö aö drekka þaö sem hann vildi, var hún horfin ásamt hinum. Þaö st engin viö boröiö og honum fannst bæöi vínflöskur og glös glotta framan í sig. Kvöldið sem haföi lofaö svo miklu, varö á svipstundu grátt og úfiö. Daginn eftir frétti hann á skrifstof- unni, aö þröngur hópur hefði fariö í partí. Einnig heyröi hann einhvern ávæn- ing af því aö hún heföi oröiö ofurölvi, en hann lagði ekki trúnaö á slíkar sögur. Þaö var bara öfund annarra sem koma slíkum sögum afstað. Eins og stúlkan mætti ekki bragöa vín. Hann sá ekkert athugavert viö þaö, þó aö hann gerði þaö ekki og vissi eiginiega ekki hvers- vegna. Langaði bara ekki í þaö. Svo mundi hann eftir ööru tækifæri sem hann lét ganga sér úr greipum. Þaö var þegar hún innti hann eftir því hvort hann ætti leiö í ríkið. Hana vantaöi nauösynlega eina flösku af, ja, hvaö var þaö nú aftur. Hann mundi þaö ekki, enda ókunnugur öllu víni. í heimsku sinni sagöist hann vera ókunnugur í Áfengis- verzluninni, í staöinn fyrir aö annast þetta fyrir hana. Þetta tilvik heföi getað oröiö kveikjan aö áframhaldandi kunn- igsskap þeirra. Seinna um daginn sá hann aöalbókarann koma meö hiö óskaöa handa henni. Hann heföi getað bariö sjálfan sig, var miöur sín lengi á eftir og lokaöi sig algjörlega inni í sjálfum sér. Svona rann hvert tækifærið á eftir ööru úr höndunum á honum. Þessi feimni og óframfærni gagnvart kvenfólki var búin aö gera honum mikinn óleik í gegnum árin. Á öllum sviöum öðrum hafði hann komiö sér vel áfram og var nú í góöri framtíðarstöðu og átti fallega íbúö. Hann fór til útlanda einu sinni á ári í sumarfríinu og átti auövelt meö aö feröast, enda vel fær í ensku og þýsku. Hann haföi átt góðan vin, en eftir aö vinurinn gifti sig, kólnaöi vinskapur þeirra smátt og smátt og nú höföu þeir ekki sést í langan tíma. Undir niöri sáröfundaöi hann vin sinn. Hann átti fallega konu sem hann gat látið vel aö og kysst þegar hann langaöi til og mikiö, mikiö meira ... Hann saknaöi rólegu kvöldstundanna sem þeir áttu saman og spjölluöu þá um allt milli himins og jaröar. Einnig feröa- laganna, en þeir voru báöir meölimir í Feröafélagi íslands. Vinur hans haföi fljótlega tekiö eftir því, hve óframfærinn hann var gagnvart kvenfólki og ráölagt honum að leita til sálfræöings sem hann og gerði. Hann fór í nokkur skipti til þekkts sálfræöings, en fannst þaö vo óþægilegt að hann hætti því áöur en sálfræöingurinn útskrifaði hann. Þessi maður var alltaf aö tala um móöur- komplexa og spuröi svo einkennilega og óþægilegra spurninga, að honum varð um og ó. Þaö lá viö aö sálfræöingurinn héldi því fram aö hann heföi haft of náiö samband viö móöur sína, en þaö var fáránlegt og endemis vitleysa. Hugsanir hans kubbuöust í sundur er hann allt í einu sá hana nálgast ásamt nokkrum kunningjum af skrifstofunni. Þau námu staöar viö Landsbankann og virtust vera aö rökræöa heilmikiö, líkleg- ast um þaö hvert feröinni skyldi heitiö. Loks héldu þau af staö og komu í átt til hans, sem faldi sig á bak viö súluna. Hann heyröi aö þaö lá vel á þeim, en í hrifningu sinni yfir þeirri heppni aö sjá stúlkuna og geta fylgst meö henni, tók hann ekki eftir því aö hún var vel viö skál. Þau lögöu leið sína inn á Hótel Borg. Um leiö og þau hurfu inn um dyrnar, rölti hann af staö og gaf sér góöan tíma. Hugsanir hans þráttuöu um þaö, hvort hann ætti aö fara inn á eftir þeim eöa ekki. Loks sperrti hann sig allan og gekk föstum skrefum inn um hringdyrnar. Þegar inn kom var hann búinn aö fylla hug sinn þrjósku og nú fannst honum sem hann væri fær í flestan sjó. Hann nam staðar í dyrunum og leit yfir salinn. Honum fannst tónlistin þægileg og smá ánægjutilfinning spratt upp í hug hans þegar hann leit yfir hiö prúöbúna fólk, sem virtist una sér vel yfir veitingunum og sameiginlegu spjalli. Nokkur pör hreyföu sig mjúklega í tangósporum á dansgólfinu. Hann haföi þekkingu á dansi, enda veriö í danstímum um lengri tíma, en gat þrátt fyrir þaö ekki losnað viö feimnina. Hann gekk í gegnum salinn aö barnum, og ... honum brá svo, aö hann ' varö máttlaus í hnjánum. Þar fyrir innan sat hún og var fallegri en nokkru sinni áöur. Honum fannst hann varla þekkja hana sem sömu stúlkuna. Hann virti hana vel fyrir sér og sá aö kjóllinn átti stóran þátt í breytingunni. Hann var svo fleginn, aö þaö lá viö aö hann roönaði þegar hann leit niöur eftir hálsi hennar aö brjóstunum. Þaö sást móta vel fyrir þeim og þau voru svo falleg aö hann gat ekki slitið augu sín frá þeim. Einnig var kjóll hennar úr glitrandi efni, sem tindraöi viö hvern andardrátt hennar og hreyfingu, og haföi einkennileg áhrif á hann. Ahrif, sem hann haföi ekki oröiö fyrir áöur og fylltu hann sætum sárs- auka. Allt í einu mættust augu þeirra. Hún brosti á móti honum og benti honum aö koma aö boröinu. Hann var fljótur aö setjast á móti henni og þakkaði forsjón- inni fyrir, að hún sat ein við borðið þessa stundina. Hún var meö hálft glas af einhverjum drykk fyrir framan sig og tæmdi þaö fljótlega eftir að hann haföi sest. Hann leit í kringum sig og sá, aö hér var líklegast um sjálfsafgreiðslu aö ræöa. Hópur af karlmönnum og konum stóðu viö barinn og einn maðurinn fór meö glös þaðan aö næsta boröi. Hann kannaðist viö þennari náunga, sem var þekktur fyrir aö eiga aldrei peninga og mátti ekki hitta kunningja á götu án þess aö slá hann um smálán. Honum fannst þessi maður ógeðfelldur. Hann var núna vel viö skál og auösýnilega mjög ánægö- ur meö sjálfan sig. Þaö kjaftaði á honum hver tuska og hann virtist reyta af sér brandara, því fólkiö sem sat hjá honum veltist um af hlátri. Svona grobb snerti hann alltaf illa og hann beindi augum sínum aftur að stúlkunni. Hún haföi nú lagt hönd sína á handlegg hans og hann var alsæll. Þetta kvöld ætlaöi aö heppnast framar öllum vonum og hann sá sig í huganum meö henni í Þjóðleikhúsinu og í góðum kvöldmat heima hjá sér. Hann var mikið fyrir aö matreiöa og naut þess aö bjóöa heim til sín, en geröi alltof lítiö af því, þaö var helst nánasta skyldfólk sem sótti hann heim. Hinsvegar skyldi nú veröa breyting á því. Hugsanir hans hurfu augnablik, því hún benti á glasiö sitt og baö hann aö ná í asna fyrir sig. Honum fannst þaö ákaflega kjánalegt að standa við barinn og biöja um asna. Var virkilega ekki hægt aö kalla þennan drykk skemmti- legra eöa fallegra nafni. Svona aö kvöldi til þegar allir eru í hátíóarskapi og hér til þess aö breyta til frá hversdagslífinu ætti aö vera möguleiki aö kaupa drykki sem hétu rómó eöa tangó eöa .. . þaö væri hægt aö finna ótal mörg falleg nöfn, en bara ekki asni. Þaö fannst honum ekki nógu sniðugt. Þrátt fyrir allar hugrenningar keypti hann drykkinn og eina kók handa sér. Hún gaf kókflöskunni einkennilegt auga um leiö og hann setti drykkjarföngin á boröiö. Hann gat ómögulega lesið úr augnaráöi hennar hvaö hún hugsaöi, en þaö var eins og hann yröi hálf skömm- ustulegur þegar hann bar kókglasið að vörum sér um leiö og hún dreypti á þessum asna. Ef til vill leit hún ekki á hann sem fullgildan karlmann vegna þess aö hann var ekki meö eins drykk og hún fyrir framan sig. Hann óskaöi þess innilega aö svo væri ekki, og hann mundi vilja gef mikiö fyrir, að geta lesiö hugsanir hennar, en nú brosti hún svo fallega til hans aö honum létti stórlega. Þaö gat ekki veriö aö hún væri meö neikvæöar bakhugsanir í hans garö. Hljómsveitin lék hægan vals sem hann kannaðist vel viö. Hann dauöiang- aði aö bjóöa henni upp í dans, en kom sér ekki til þess. Þaö var líka svo notalegt aö sitja hérna á móti henni og horfast í augu viö hana. Hún lét hönd sína liggja ennþá á handlegg hans og hann fann á sér, aö nú mundu allir vegir færir. Ungur maöur kom aö boröinu til þeirra og bauö henni upp. Hann kunni ekki allskostar viö þaö, hvernig ungi maöurinn fór aö því. í staöinn fyrir aö hneigja sig, ýtti hann fingrum sínum á öxlina á henni og benti með höföinu í átt til dansgólfsins. Sem sagt, ekki vottur af kurteisi. Þetta mundi taka breytingum þegar hún færi út aö skemmta sér meö honum. Hann kunni sig þó allsæmilega. Hann horföi á eftir þeim og dáöist aö hreyfingum hennar og göngulagi og aftur streymdi þessi einkennilega tilfinn- ing um hann allan. Já, svo sannarlega ætlaöi aö bjóöa henni út um næstu helgi. Þaö væri bezt aö boröa um sexleytið og fara svo í leikhús á eftir, annaöhvortí Þjóöleikhúsið eða lönó. Þaö væri eftir leikritum. Hann yrði aö inna hana eftir því, hvaö hana langaði til aö sjá. Hann átti eftir aö kynnast svo mörgu í fari hennar og tilhlökkun gagntók hann. Tilveran var yndisleg, en . . . óþægileg efasemd læddist um hug hans. Ef hann býöur henni í fínan kvöldverö, veröur vín aö fylgja meö. Þaö var alveg rétt, og lystauki á undan eins og þaö var kallaö. Þaö lá í augum uppi, aö hún hlaut aö vera vön slíku og ekki ætlaöi hann sér aö breyta því. Hann var djúpt hugsi. Þá yrði hann aö fá sér í glas svo hann gæti skálaö viö hana. Hann hélt áfram aö 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.