Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 5
„Það var líka eitthvað hlœgílegt viðþá brjálœðis- legu ákvörðun að drekka mig i hel. Enginn getur endurheimt mann frá gndislegri ungri stúlku með því að leggjast í rúmið og fglla sig af viskii frá morgni til kvölds. Meðal annars verður útlitið hryllilegt afslíkri hrossalœkningu" Ég skrifaöi útgefanda mínum og bað hann aö koma og sækja „Bernsku", þetta var mér slíkt kraftaverk aö ég gleymdi því alveg aö maöurinn eyddi aldrei tímanum í aö lesa bækur. Hann kom tíka, alveg náíöl- ur af hræöslu þegar sjúklingarnir sögöu viö hann undarlega hluti og fitluöu forvitnis- lega viö hálstau hans. Hann hélt víst aö hann slyppi aldrei lifandi úr þeirri heim- sókn. En þaö fór þó svo. Hitt var verra aö í heilan mánuö heyröi ég ekki bofs frá hon- um. Og þegar bréfiö loksins kom voru þaö nokkrar marklausar línur meö þakklæti fyrir „þessa ágætu bók". En þá var ég þegar langt komin meö framhaldiö sem kom til meo aö heita „Æska". i henni komst skopskyn mitt í fyrsta sinn á flug frá því í barnabókinni. Hiö sorglega og spaugilega er líka alltaf svo nálægt hvort ööru, og þaö er ekki bara innantómt orötæki aö maöur geti hlegiö meö tárin í augunum. Þaö var líka eitthvaö hlægilegt viö þá brjálæöislegu ákvöröun að drekka mig í hel. Engin getur endurheimt mann frá yndislegri ungri stúlku meö því aö leggjast í rúmiö og fylla sig af viskíi frá morgni til kvölds. Meöal annars veröur út- litiö hryllilegt af slíkri hrossalækningu. Þessar tvær bækur komu út 1967 meö fárra mánaöa tímabili, og gagnrýnendur fullyrtu aö þær táknuöu gjörbreytingu á rit- höfundarferli mínum. Einn þeirra kallaöi „Bernsku" „ósvikna perlu" og sagöi aö eftir lesturinn leitaoi maöur hvaö eftir annao aftur á vit „hins undarlega sjötta kafla", sem ég haföi reyndar skrifaö á undan þeim fyrsta. Bernska 6. kafli Bemskan er löng og mjó eins og kista og þaö er ekki hægt að sleppa úr henni af eigin rammleik. Hú'n er þar alla tiö og allir geta hreinlega séö hana eins og menn sjá skarðið í vörinni á Lúövík fagra. Þaö er með hann eins og Betu fögru sem er svo Ijót að ekki er hægt að ímynda sér að hún hafi nokkurn tima átt móður. Allt sem er Ijótt og ógæfulegt er kallað fallegt og eng- inn veit hvers vegna. Það er ekki hægt að sleppa út úr bernskunni, hún loðir viö mann eins og lykt. Við finnum hana af öðr- um börnum og hver bernska hefur sina eigin lykt. V/ð þekkjum ekki okkar eigin lykt og erum stundum hrædd um aö hún sé verri en annarra. Við stöndum og erum að Helgi J. Halldórsson þýddi tala við aðra stúlku og af bernsku hennar er ösku- og kolalykt, en allt í einu hörfar hún ¦ afturábak því að hún hefur fundið óþefinn af okkar eigin bernsku. Viö virðum hina fullorðnu fyrir okkur í leyni og sjáum að bernska þeirra er hið innra með þeim ræfilsleg og gatslitin eins og notað mölétið teppi sem enginn skeytir lengur um eða hefur þörf fyrir. Við getum ekki séð á þeim að þeir hafi átt bernsku og viö þorum ekki að spyrja hvernig þeir hafi farið að því að komast út úr henni án þess að andlit þeirra beri ör eða merki eftir hana. Við grunum þá um að hafa stytt sér leið og fært sig i gervi hinna fullorðnu mörgum árum áður en að þvi var komið. Þeir hafa gert þaö einn góð- an veðurdag þegarþeir voru einir heima og bernska þeirra lá eins og þrjú jámbönd um hjartaö eins og á Járn-Hans, en þau bönd brustu ekki fyrr en húsbóndi hans var frels- aður. En ef við þekkjum ekki slíkan gagn- veg verðum viö að þrauka æskuna og brjótast gegnum hana klukkutíma eftir klukkutíma um ófyrirsjáanlega framtíð. Dauðinn einn getur frelsað okkur frá henni og þess vegna hugsum við svo mikið um dauðann og ímyndum okkur hann sem hvitan vinsamlegan engil sem eina nóttina kyssir á augnlokin svo að þau opnast aldrei aftur. Ég held alltaf að mömmu þyki þá fyrst vænt um mig þegar ég er orðin full- orðin eins og henni þykir vænt um Edvin. Bernska mín pirrar hana eins og hún pirrar mig, og okkur liöur aðeins vel saman þegar hún gleymir henni. Þa talar hún viö mig eins og hún talar við vinkonur sinar eða Rósalín frænku, og ég reyni að gæta þess að svör min séu ekki svo stutt að hún minnist þess allt i einu aö ég er bara barn. Ég sleppi hendi hennar og hef bil á milli okkar svo að hún finni ekki heldur lyktina af bernsku minni. Þaö gerist næstum alltaf þegar við erum aö faraí búðir i Istedgötu. Hún segir hversu gaman var þegar hún var ung stúlka. Hún var úti að dansa á hverju kvöldi og fór aldrei afgólfinu. Ég eignaðist nýjan kærasta á hverju kvöldi, segir hún og hlær hátt, en það gekk ekki eftir að ég hitti Ditlev. Það er faðir minn og annars kallar hún hann alltaf „pabba" eins og hann kallar hana „mömmu". Mér hefur skilist aö sú hafi verið tiðin þegar hún var hamingjusöm og öðruvisi, en það hafi allt tekið skjótan endi þegar hún hitti Ditlev. Þegar hún talar um hann er eins og hún sé að tala um annan mann en föður minn, einhvern skuggabald- ur sem molar og eyðileggur allt sem er fagurt og bjart og skemmtilegt. Og ég óska þess að þessi Ditlev hefði aldrei komið inn i lif hennar. Þegar hún kemur að nafni hans kemur hún venjulega auga á bernsku mína og horfir reiðilega og ógnandi á hana og dökka röndin úm bláu lithimnuna i augum hennar verður ennþá dekkri. Þá skelfur þessi bernska af ótta og tyllir sér skelfingu lostin á tá til að sleppa burt en er ennþá alltof litil og veröur ekki lögð til hliðar fyrr en eftir mörg hundruð ár. Persónur með þannig sýnilega, óleyfi- lega bernsku heita börn, og þau er hægt að fara með eftir vild þvi að af þeim er ekkert aö óttast. Þau hafa engin vopn og enga grímu nema þau séu mjög slóttug. Ég er slikt slóttugt barn og gríma mín er heimsk- an sem ég passa að enginn rifi af mér. Ég læt munninn standa dálitió opinn og geri augun tómleg eins og þau horfi alltaf að- eins út i bláinn. Þegar söngurinn byrjar hið innra í mér gæti ég þess sérstaklega vel að ekki komi göt á grimuna mína. Enginn hinna fullorönu getur umborið sönginn í hjarta mér og orösveigana i huga mér. En þeir vita af þeim þvi aö bútarnir af þeim seytla út úr mér eftir leyndri leið sem ég þekki ekki og get ekki lokað. Þú ert þó ekki að imynda þér eitthvað? segja þeir tor- tryggnir, og ég fullvissa þá um aö það gæti ekki hvarflaö að mér aö imynda mér neitt. i skólanum er sagt: Um hvað ertu að hugsa? Hvernig var síðasta setningin sem ég sagði? En þar er ég a/dre/ ræki'/ega kraf/n sagna. Það gera aðeins börnin í húsagarð- inum eða á götunni. „Þú þykist vera heimsk," segir stór stelpa ógnandi og gengur fast aö mér, „en þú ert það alls ekki." Svo yfirheyrir hún mig rækilega, og margar aðrar stelpur safnast þögular kringum mig og mynda um mig hring sem ég get ekki sloppið gegnum fyrr en ég get sannað að ég sé í rauninni heimsk. Að lokum er peim þaö Ijóst af öllum minum heimskusvörum og þær gera, treglega þó, svolítið skarð i hringinn svo að ég get rétt smogiö út og komist undan. „Þvi maður á ekki að láta sem hann sé eitthvað annaö en hann er," kallar ein þeirra á eftir mér í aðvörunar og umvöndunar tón. Döpur er bernskan og hún veinar alltaf eins og litið dýr sem hefur verið lokað niðri i kjallara og gleymst þar. Hún stendur út úr munninum sem andgufa í frosti, og stund- um er hún of lítil og stundum of stór. Hún er aldrei alveg mátuleg. Fyrst þegar búið er að varpa henni af sér eins og ham er hægt að virða hana fyrir sér i ró og næöi og fa/a um hana eins og afstaðinn sjúkdóm. Flestir fullorðnir segja að þeir hafi átt hamingju- ríka bernsku, og máski halda þeir sjálfir að svo hafi verið, en það held ég ekki. Ég held bara að þeim hafi tekist að gleyma henni. Móðir mín hefur ekki átt hamingjuríka bernsku, og hún er ekki eins gleymd í henni og í öðru fólki. Hún segir mér hve skelfilegt það var þegar faðir hennar var í ölæði og allir uröu aö styðja við vegginn svo að hann dytti ekki yfir hann. Þegar ég sagði, það var leiðinlegt hans vegna, hrópar hún: Hans vegna! Það var honum sjélfum aö kenna, þeirri fyllibyttu. Hann drakk fulla flösku af brennivini á dag, og okkur leið þrátt fyrir allt mun betur eftir að hann að lokum hleypti i sig kjarki og hengdi sig. Hún segir líka: Hann myrti litlu bræður mína fimm. Hann tók þá upp úr vöggunni og mölbraut höfuð þeirra á veggnum. Einu sinni spyr ég Rósaliu frænku, móðursystur mi'na, hvort þetta sé satf, og hún seg/r: Auóvitað er það ekki satt. Þeir dóu bara. Faðir okkar var óhamingjusamur maður, en móðir þín var aðeins fimm ára þegar hann dó. Hún hefur erft hatur ömmu til hans. Amma er móðir þeirra, og þó að hún sé gömul get ég vel imyndað mér að hugur hennar rúmi mikið hatur. Amma býr á Am- ager. Hún er alveg hvithærð og klæðist alltaf svörtu. Alveg eins og föður minn og móður verð ég alltaf aó ávarpa hana í þriðju persónu og gerir það öll samtöl erfið og full af endurtekningum. Hún gerir alltaf kross undir brauðið áður en hún sneiðir af þvi, og þegar hún klippir neglurnar brennir hún þaö sem hún klippir af i ofninum. Ég spyr hana af hverju hún geri þetta, en hún segir að hún viti það ekki. Þetta er eitthvað sem móðir hennar gerði. Eins og allir full- orönir þolir hún ekki aö börn spyrji um neitt og veitir aöeins stutt svör. Hvert sem maður snýr sér rekst maður á bernsku sina og meiðir sig, þvi að hún er hrufótt og hörð og endar ekki fyrr en hún er búin að tæta mann i sundur. Svo er að sjá sem hver eigi sina bernsku og þær eru mjög misjafnar. Bernska bróður míns er til dæmis mjög hávaðasöm, en mín er hinsvegar kyrrlát, svefnug og varkár. Enginn getur umborið hana og enginn hefur þörf fyrir hana. Skyndilega verður hún alltof lóngog ég get ekki horft framan i mömmu þegar við kom- um á fætur. Maður stækkar i svefni, segir hún. Svo reyni ég að halda mér vakandi á kvöldin en svefninn sigrar mig og mig svim- ar þegar ég horfi niður á fæturna, slík er fjarlægöin. „Himnalengjan þín", kalla strákarnir á götunni eftir mér, og ef þannig heldur áfram verð ég vist að iáta innrita mig í tólffótungaherdeildina. Nú veldur bernskan sársauka. Það heita vaxtaverkir, og þeim linnir ekki fyrr en um tvítugt. Svo segir Edvin sem veit allt, einnig um heiminn og samfélagiö eins og faðir minn sem tekur hann með ser á pólitiska fundi. Samkvæmt skoðun móður minnar getur það endað með því að þeir verði báðir teknir fastir af lögreglunni. Þeir h/usta ekk/ á þegar hún er aö þusa um það þvi að eins og ég hefur hún lítið vit á pólitik. Hún segir lika aö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.