Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 4
Sigling fyrir Hornhöfða ur og kostur var til ao hrekjast ekki til baka austur um. i nokkra daga gerðu þeir ekki annaö en skipta um bóg; stanzlaus fyrir- burður á seglum, en áfram þokaðist í norð- vestur þó að stundum yrðu þeir að liggja á suðvesturbóg til að hrekjast ekki í austur. Það var þeim fyrir öllu að hrekjast ekki til baka í þá áttina. Þann 28. janúar var vindur hægur en haugasjór úr vestri. Þeir fjölguðu seglum, þegar vindurinn gekk í norðaustur og sigldu í vestur hagstæðan byr. Næsta dag var vindur áfram norðaustan og þeir höfðu landkenningu af tveimur eyjum og breyttu þá stefnu í suðvestur. Eyjar þessar, sem þeir höfðu landkenningu af, voru klettaeyj- ar og þær voru framundan á stjórnborða, þegar þeir sáu þær fyrst. Þeir renndu fram- hjá þeim á suðvestlægu stefnunni og innan tíðar voru þær að baki. Þeir höfðu gefið þeim nafn og kölluðu þær Barneveldt-eyjar eftir stofnanda Austur-lndíafélagsins, en hann haföi haldið vináttu við Le Maire og Schouten. Þeir sigldu í suðvestur fram á kvöld, þá breyttu þeir í norðvestur og sigldu hliðar- vind um hríð. Innan tiðar hlutu þeir að. fara að sjá suðurodda Ameríku á stjórnborða. Og allt í einu gall viö úr reiðanum, þar sem maður var hafður á útkikk: — Land framundan! — — í hvaða átt? — — Eins og tvö strik á vindborða. — Öll skipshöfnin safnaðist saman ofan- þilja klædd öllum sínum skjólfötum, því að kalt var í veðri og vindur hvass. Skipsmenh voru yfirleitt, ef illa viöraði, í leðurstíg- vélum, sem smurð voru með mörgæsafitu eöa sellýsi; þá voru þeir í leðurstökkum, ermalausum, og voru þei.r einnig smurðir með feiti, svo og leðurhúfurnar. Þeir voru í ullarbuxum, sem náðu niðurá hné, en undir þessum klæönaði voru þeir í prjónafötum þykkum. Mennirnir hnöppuðu sig saman í lyfting- unum að framan og aftan og rýndu í napr- an vindinn. Vindborði var í þessu tilviki stjórnborði, þar sem vindur var norðaustan og þeir sigldu norðvestlæga stefnu. Það leið ekki á löngu, þar til það land fór að skýrast fyrir sjónum þeirra, sem maöur- inn í reiðanum hafði séð; það var hátt fjall þakiö snjó og í laginu eins og Ijón, liggjandi meö reistan makkann. Þeir stóðu hlið við hlið bræðurnir, Jacques og Daniel, og Jacques sagði við yngri bróður sinn: ig:.^;jj|y«:,,» — Hvað heldur þú um þetta land, Dani- el? Daniel sagði: — Það hallar frá fjallinu i norðaustur og einnig í norðvestur. Þetta hlýtur að vera oddi. — Það held ég hljóti að vera rétt, sagði Jacques-og þetta gæti verið oddinn á milli hinna tveggja hafa. Skipstjórinn heyrði á tal þeirra bræðra og hann sagði: — Þetta er oddinn milli hinna tveggja hafa. Degi var tekið aö halla undir kvöld, þeg- ar þeir komu uppundir land, og við síðustu dagsskímuna fengu þeir greint svo ekki varð um villzt, að land lá til noröurs beggja vegna við þennan mikla höfða, sem þarna skagaði útí hafið. Schouten skipstjóri var viss um, að þetta var syðsti oddi Ameríku og minnugur heimabæjar síns, gaf hann oddanum nafn um leið og hann kallaði: — Cape Hoorn, Cape Hoorn! Skipshöfn hans tók undir hróp skipstjór- ans: — Cape Hoorn, Cape Hoorn! Þannig fannst Hornhöfði og þannig hlaut hann nafn sitt. Skipstjórnarmenn færðu í leiðarbókina og dagbók skipsins: „Horn- höföi á 57°48'S.br. Siglt fyrir hann kl. 8 f.h. 29. janúar 1616. Sem fyrr segir, gátu langsiglingamenn í þennan tíma ekki reiknað út lengd af ná- kvæmni, þar sem sjóúrið (kronometerinn) var ekki fundiö upp og það varð ekki fyrr en rúmri öld síðar en hér gerist sagan. Það tók Eendracht enn hálfan mánuð aö komast útaf hafsvæðinu við Hornhöfða. Skipið var ekki sloppið úr því veðravíti fyrr en þeir voru komnir á móts við mynni Mag- ellansunds. Þá fannst þeim á Eendracht tími til kominn að gera sér dagamun. Skipshöfninni var veitt vín og allir voru í sjöunda himni. Þeir vissu sig hafa unnið sögulegt afrek, uppgötvað nýja siglingaleiö úr Atlantshafi inná Kyrrahaf og um leið bundið endi á einokun Austur-lndíafélags- ins á siglingum til Austurlanda fjær. Eendracht sigldi nú áfram upp meö Am- eríkuströnd og tók víða land. Skipsménn endurnýjuðu vistir sínar og verzluðu við innbyggjara, en svo settu þeir stefnu vestur um Kyrrahaf, þegar nóg var verzlað og skipiö hlaðiö dýrmætum varningi til heim- ferðar. Þeir sigldu beint í gin Ijónsins. Fyrsta höfnin, sem þeir sigldu inná, var höfnin í Framh. á bls. 16. Tove Ditlevsen um ævi sína og ritstörf 8. hluti Sextándu aldar skip á siglingu innan um sjóskrímsli, sem tilheyra teikningum frá þessum tíma. - Ég tók þá föstu ákvörðun að drekka mig í hel - Þrátt fyrir góöa ritdóma og enda þótt ég geröi mér miklar vonir „dó" þessi útvarps- saga mín fljótlega og hefur aldreiö verið endurprentuð né komiö út í ódýrri útgáfu. Hún hefur víst aldrei verið neitt sérstaklega góö því að ég held aö tíminn sé hinn oini réttláti dómari. Ég vil ekki heldur fullyröa að ég sé beinlínis fædd skáldsagnahöfund- ur. Ég hef alltaf haft meiri áhuga á sálar- flækjum persónanna en þeirri ytri atburða- rás sem óhjákvæmilega er að láta þær lenda í, ef ekki af annarri ástæöu þá til þess aö Ijúka verkinu. Kannski er ég of óþolinmóö eöa andlega löt til aö umrita og endurbæta eða gjörhugsa frá upphafi lengri söguflækjur. Þegar ég er að prjóna nenni ég ekki heldur að rekja upp af því að skekkja hefur komið í mynstrið. Hið knappa form hentar mér best, og eigi menn eftir að muna nafn mitt að mér látinni mun þaö standa undir nokkrum smásögum eða Ijóðum að ógleymdum endurminning- um mínum sem er hið eina eftir mig í óbundnu máli sem er skrifaö af innblæstri á löngu og hamingjuríku tímaskeiði. Árið 1961 (þegar við vorum byrjuð að lifa okkar stutta og misheppnaöa „lífi tign- arfólks" í Kaupmannahöfn) kom út næsta Ijóðasafn mitt „Leynirúöan". Bestu kvæðin í því safni eru þau 6—7 þar sem yrkisefniö er sótt í Grimms ævintýri. ég hafði í forn- bókaverslun náði í sömu sjaldgæfu útgáf- una og ég átti sem barn, og þegar ég las þessi ævintýri upphátt fyrir yngsta son minn túlkaði ég þau fyrir sjálfri mér (svo ég noti orð sem ég hef annars lýst mig and- víga) á alveg nýjan hátt, því hið góða viö ævintýrin er margræðni þeirra. Samtímis fór ég að líta með minni viðkvæmni á sam- band foreldra og barna, aö minnsta kosti þegar ég var að skrifa. Hina eigingjörnu foreldra í „Hans og Grétu" gerði ég að tilfinningalausum illmennum: Foreldrarnir Faríó út í skóginn, börn, við eigum ekki ögn meir að borda né neitt sem börnin drekki. Treinast mun okkur, ekkert ykkar ber. Ót ískóginn, börn, þar nornin er. Aö ykkur förnum okkur mun í sinni svo indæl ísvefniþá þið voruð minni. Við söknum og vonum, íþessu þurftuð að lenda, að þrautir ykkar senn muni taka enda. Nornin mun senn um sumardaginn langan sætabrauð gefa þvíþunn þið eruð á vangann. Senn mun hún ykkur eta með húð og hári, ó, heimsku börn sem kunnið ei skil á fári. Et þið með brögðum undan henni sleppið, óvænt og dýrmætt frelsið aftur hreppið, hata þið munið hana en okkur ei, indælu börn sem voruð þægðargrey. Svo snúið þið attur með fullar hendur fjár svo farsældar njótum við hin næstu ár. Já, nornin í skóginum gerir mikið gagn og glópska að hún skuli kennd við bölv og ragn. Bitur reynsla mín af blindri ást barna jafnvel til hinna vanhæfustu foreldra spratt af hinu sveiflukennda og ótrygga sambandi viö móöur mína í bernsku. En annars er dapurlegt aö börn nú á tímum alast upp án ævintýra, sálma og þjóðkvæöa. Það er auöveldara fyrir önnum kafna og þreytta foreldra aö setja þau fyrir framan sjón- varpsskjáinn. Annars situr víst ekki á mér aö setja mig á háan hest og segja öörum hvernig þeir eigi aö haga lífi sínu. Mitt Kf er víst ekki neitt geislandi fordæmi. Hinir fullorðnu Mér tókst aö senda frá mér enn eitt smásagnasafn „III örlög" 1963, áöur en þau hremmdu mig sjálfa svo hastarlega að ég hélt að mér mundi aldrei takast aö snúa viö. Hvorki til lífsins né bókmenntanna, sem fyrir mér var eitt og hið sama. Sem heiti notaði ég orðið „örlög", tekið úr þjóð- kvæði sem ég hafði mest dálæti á í bernsku: Hrafninn flýgur um aftanínn, á daginn ekki má. Hann skal hljóta örlög ill, öhnur kann hann ei fá. í reyndinni, í sífellt óbærilegri veruleika, hafði paö gerst að Victor haföi tekið saman viö og flutt til ungrar stúlku sem hafði náð valdi yfir honum í áköfum ástarbríma. Eins og venjulega brást ég við á hinn heimsku- . legasta hátt. Ég, sem aldrei hafði getaö þolaö áfengi, tók þá föstu ákvörðun aö drekka mig í hel. Ég valdi viskí sem ég taldi öruggast og hraðvirkast. En það var ennþá til fólk sem vildi ekki horfa upp á þessa eyöileggingu án þess aö hræra legg né liö. Því tókst að fá mig lagöa inn á Sct. Hans og þar liföi ég fram til þessa hamingjurík- asta tímabil ævi minnar innan um sinnis- veika og sjúka. Sinnisveikir eru mér sem börn. Ég er örugg innan um þá og á ekki erfitt með aö skilja þá. Sjálf afvötnunin var auöveld og hröö. Það var mér nánast léttir aö vera laus við að fylla mig af þessum óþverra. Stóru börnin mín gátu séö um sig og Pétur var kominn í fóstur hjá bróöur mínum sem var orðinn skólastjóri. Mamma var farin að kalka, og jafnvel þótt mór þætti þaö leitt losaöi þaö mig viö gamla óttann viö það aö skrifa eitthvað sem gæti móðg- að hana. Alveg eins og kvæði komu nú setningar upp í hugann sem kröföust þess aö vera settar á pappír og þær sópuðu burtu öllum vandræöunum í Kaupmannahöfn. Ég skrif- aöi meöan aörir sjúklingar voru í læknis- meðferð, vernduð af indælu starfsfólki sem ég mun ætíö minnast með þakklæti. Úr því varö bókin „Bernska", fyrsta bindi endur- minninga minna og þaö var í fyrsta skipti sem mér heppnaðist að skrifa langan kafla í lausu máli. Meöan ég var að skrifa lifði ég í eins konar vímu eða draumi, og þegar handritið var tilbúið fannst mér ég vera alveg tóm hiö innra og var logandi hrædd um að verða send heim. í stóra, tóma íbúð sem mér hafði aldrei fundist heimili á sama hátt og húsið í Birkeröd. Ég lét yfirlækninn lesa handriti og hann ráðlagöi mór aö halda áfram. Ég gæti, sagði hann, verið á spítalanum eins lengi og ég vildi. Ég hugsa að hann hafi haldið að manneskja, sem kunni svona ágætlega við sig á lokaðri deild í geðsjúkrahúsi, gæti ekki veriö meö öllum mjalla. En það haföi ég kannski aldr- ei verið í „eðlilegu" ástandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.