Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 11
Umhverfiö er grjót og meira grjót — en mjög myndrœnt. Hér er tökuvélinni beint aö þeim Helgu og Þorsteini. — Hvaö er þá oröið um þaö viðhorf, sem hefur veriö og er enn við lýði, — aö áhugaleikarar væru betri kvikmyndaleik- arar en atvinnuleikarar? „Þetta er ein bábiljan, sem kom fram — og hún er mjög lífseig — en hún er nú, held ég, sem betur fer á undanhaldi. Hún kom fram meö þessu „vori" i kvikmyndagerðinni — og hafði reyndar látiö á sér kræla í sjónvarpinu nokkru áöur — og ég held nú áö kveikjan aö henni hafi verið sú, að það streymdu aö ungir nýir menn, sem vildu eins og oft vill verða, bylta öllu — og það er vel skiljanlegt og ekki nema eðlilegt. Þeir höföu nýja tækni á valdi sinu, og varla nema von, að þeir hafi veigrað sér við, eins og þaö er stundum sagt; aö lenda í hönd- unum á þrautþjálfuöum leikurum, sem vilja ef til vill hafa sinn háttinn á hvernig unniö er. Þaö má vera, aö þetta sé kveikjan að þessari áhugaleikarabábilju. meö atvinnuleikurum þeim. Hvað er hún að hugsa? Hvernig líöur henni? Hvaö er hún að gera þarna á þess- um stað? Hver eru hennar samskipti við aörar persónur? Nú, þegar ég var svo beðinn um að leikstýra Sesselju, sem er í sjálfu sér lítið verk með aöeins tveimur persónum, fannst mér alveg kjörið að prófa og athuga — kannski mest fyrir sjálfan mig — hvort væri hægt aö búa til klukkutíma langa mynd með bara tveimur andlitum, tveimur mann- eskjum, og láta hana lifa á því einu að skoða þeirra samskipti og hverju þau koma til leiðar. Og reyna að komast að þvj um leið hvernig okkur væri mögulegt aö fylgj- ast með hugsunum þeirra. En hugsun sem sést kannski ekki i ööru en augnatilliti manneskjunnar, getur sagt meira en mörg orö — og vandinn er þá að ná þvi augna- tilliti meö kvikmyndatökuvélinni og að und- irstrika það í klippingu myndarinnar. Þetta myndmál finnst mér hafa orðið útundan í þeim íslensku kvikmyndum, sem nú eru geröar. Þetta myndmál lýsir þeirri sögu, sem er að gerast með manneskjunni sjálfri — og manneskjan er auðvitað, þegar á allt er litið, ástæðan fyrir því að bæöi leikhús og kvikmyndir eru yfir höfuð til. En ef manneskjan sjálf skilar sér ekki í kvik- myndinni, þá er alveg sama hvaö er að gerast í myndfletinum fyrir aftan hana eða framan, eða hvort hún er í kórréttum bún- ingi og gervi, myndin verður í rauninni einskis virði. Það er manneskjan sjálf, líðan hennar, hugsanir, viðbrögð og samskipti við aörar manneskjur, sem við erum að reyna að leggja áherslu á. Og það var einmitt þetta, sem við vorum að reyna aö gera í Sess- elju." — En krefst þetta viðhorf ekki skól- aðra leikara? „Jú, auðvitað krefst þetta góðra leikara, sem hafa það vald á leik sínum að þeir geti komið svona áherslum yfir til áhorfenda. Þetta er erfitt fyrir leikarann." getum við sýnt manneskjuna i allri sinni dýpt A myndinni sést, að það var ekkert smáræðis hús, sem þurfti að reisa vegna Sesselju. Hún breiddist svo út, gagnrýnendur studdu viö bakið á þessari skoöun og það gekk svo langt, að þaö mátti lesa um það í dagblöðum, aö ef álpaðist atvinnuleikari í mynd, þá eyöilagöi hann að sjálfsögöu það atriði,' meöan fólkið af götunni stóð sig með mestu prýði. En mér sýnist, aö fólk sé almennt að átta sig á því, aö þetta er ekki rétt; þó aö meist- araleikstjórar eins og Fellini og Pasolini hafi notað fólkiö af götunni í sínum mynd- um, þá gildir annað þar um." — Og svona að lokum, Helgi: Ertu ánægður meö árangurinn af þessari til- raun, sem þið voruð aö gera í Sesselju? Tókst fyrirætlun ykkar? „Aö miklu leyti, já. Sesselja er ekki á nokkurn hátt tímamótaverk, enda var það aldrei ætlunin. Ég vil ekki segja að við höf- um verið að leika okkur — og þó: við vor- um aö leika okkur á mjög svo markvissan hátt. Við vorum að reyna eitthvað nýtt — ef haft er í huga, að myndin er tekin þegar dýrkun áhugamennskunnar og fordæming atvinnuleikarans stóð sem hæst. Á þeim tíma var þessi tilraun meira andsvar við þessari dýrkun en hún er í dag, þegar grynnkað hefur á þeirri skoðun, að at- vinnuleikarar komi helst ekki nálægt kvikmyndum. Nú,.vel að merkja — ég er ekki svo forstokkaður, að ég trúi því að ég hafi alltaf rétt fyrir mér, þannig aö þessi vinna væri vísvitandi prótest. Kannski langaði mig bara aö láta reyna á mitt eigið viöhorf. Ef ég heföi komist að raun að myndin hefði ekki gengið upp, að mitt viðhorf hefði reynst tóm vitleysa — þá hefði ég kannski samþykkt það, að reyndir leikarar kæmu ekki nálægt kvikmyndum. En ég vildi at- huga máliö, og ég hef sannfærst enn frekar um réttmæti þess, að atvinnuleikarar eigi fremur en aðrir að leika í kvikmyndum; að- eins þannig getum við sýnt manneskjuna í allri sinni dýpt. — jsj. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.