Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 15
BYGGWGAR OG MINJAR Bíldudalskirkja er frá 1906 og ein af kirkjum Rögnvalds Ólafs- sonar arkitekts, sem teiknaði nokkrar fallegar kirkjur, þar á meðal kirkjuna á Húsavík og þjóðkirkjuna í Hafnarfirði. Mynd- irnar tók Hannes Pálsson Ijósmyndari. búin góóum gripum Bíldudalskirkja varö sjötíu og fimm ára annan desember síöastliöinn, en Bjarni Símonarson prófastur á Brjánslæk vígöi kirkjuna 2.12. 1906. Ásamt honum voru viö athöfnina séra Jón Árnason sem var að taka viö sem fyrsti sóknarprestur Bíldu- dalskirkju, en þar áöur var hann prestur í Otradal. Viö þessa athöfn var einnig séra Böövar Bjarnason prestur á Hrafnseyri. Bíldudalskirkja stendur á lítt áberandi staö á sléttri eyri, en Hún myndi sóma sér vel hvar sem er, því hún er hiö reisulegasta hús. Svo rúmgóö aö hún tekur um tvö- hundruö og fimmtíu manns í sæti, sem er mikið miðað við stærð safnaöarins þegar hún var byggð. En þá er þess að geta, að Bíldudalur var í hröðum uppgangi og fór fólki þar fjölgandi þegr mesti athafnarmað- ur landsíns Pétur Thorsteinsson var búinn aö byggja upp staðinn í athafna og félags- málum. Sumir kölluðu hann Arnarfjarðar- kónginn og vissulega var hann kóngur i ríki sínu. Maður með hugsjónir langt á undan sinni samtíð. Þeir voru ekki á hverju strái í þá daga. Enda gerðust hér þeir hlutir sem hreinlega þekktust hvergi annarsstaðar á landinu. Hér í kauptúninu stendur minnisvarði um þau hjónin Pétur og Ásthildi eftir Ríkharð Jónsson. Þau hjón áttu mörg börn. Eitt þeirra var Muggur listmálari, en honum var reistur minnisvarði hér í sumar sem leið eftir Guðmund Elíasson. Muggur er mjög ástsaell með þjóðinni. Eitt verka hans er altaristaflan í Bessastaðakirkju. Þaö mun hafa kostað tólf þúsund krónur að byggja kirkjuna hér á Bíldudal en það mun hafa verið mikið fé í þá daga, því þá kostuðu allir hlutir færri aura en krónur nú. Bildudalskirkja er úr steini með viðar inn- réttingu. Stöpullinn er einnig steyptur með áttstrendum timburturni. Krossmarkið efst á turninum er i 17,5 metra hæð. Ýmsa gamla merka muni á Bíldudalskirkja, sem hún fékk úr Otradal. Þar var áður prests- setur og sóknarkirkja Bílddælinga svo og kirkjugaröur. Meöal þessara muna er altar- istafla frá 1737- með kvöldmáltíðarmynd. Hún hangir ekki fyrir altarinu; þar er nýrri tafla máluð af Þórarni B. Þorlákssyni 1916, sem sýnir Maríu við gröfina er Kristur mæt- ir henni og segir: „Konahvi grætur þú." Annar forngripur kirkjunnar er prédikun- arstóllinn frá 1699. Á honum eru myndir af Kristi og postulunum. Þriðji forngripurinn er skírnarfontur með mynd af skírn Jesú. En munir Bíldudalskirkju minna ekki aöeins á liöna tíð. Inni í þessum helgidómi er stór og mikil bók, er geymir minningar og svipmót og æfiatriöi þeirra mörgu Bílddæl- inga er fórust með vélskipinu Þormóði nóttina milli 17. og 18. febrúar 1943. Mun Jens Hermannsson þáverandi skólastjóri hafa staðið fyrir því að þessi bók varð til. Ennfremu eru silfurskildir sem tilheyra þessu sjóslysi og öörum af sömu tegund. Rögnvaldur Ólafsson, arkitekt teiknaöi kirkjuna, en hann var fyrsti arkitekt lands- ins. Múrarar voru Þorkell Ólafsson, Reykja- vík og Þorsteinn Guðmundsson og Finn- bogi Jóhannsson báðir frá Bíldudal. Tré- smiðir voru Björn Jónsson, Kristinn Grímur Kjartansson og Valdimar Guðbjartsson, allir frá Bíldudal. Þessi minnisvarði þeirra er nú oröinn sjötíu og fimm ára og vonandi á kirkjan eftir að þjóna um langan tíma og bjóða kynslóðum sóknarinnar skjól í stormbyljum lífsins. Megi hún standa sem lengst. Þeir prestar sem hafa þjónað við Bíldu- dalskirkju frá fyrstu tíð til þessa dags eru Jón Árnason, Helgi Konráðsson, Jón Jak- obsson, Jón Kr. ísfeld, Sigurpáll Öskars- son, Öskar Finnbogason, Tómas Guð- mundsson (þjónaði frá Patreksfirði), Hörð- ur Þ. Ásbjörnsson, Erlendur Sigmundsson og Þórarinn Þór (prófastur á Patreksfirði). Núverandi prestur við Bíldudalskirkju er séra Dalla Þórðardóttir. Jón Kr. Ólafsson, Bíldudal. Altaristatlan er frá 1916 og eftír einn af brautryðjendum íslenzkrar myndlistar á þessarí öld, Þórarin B. Þorláksson. Myndskreytingar á gamla þredikunarstólnum eru ekki máðar að ráði og hann getur vel talizt kjörgriþur. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.