Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 3
 |U'íiWíttK*'***<'*¦ 41 I immn>itíist!mwi Hornhöfði aö vetrarlagi. Á þessum slóðum þykir hið mesta veöravíti; þar eru harðir straumar og úfinn sjór. Schouten, hittust og ræddu málin og þeim kom saman um það, þessum höröu körl- um, aö svara skothrío meö skothríö og mynda'félag til aö keppa viö Austur-lndía- félagiö og hrista af sér þá hlekki sem það lagöi á siglingar og kaupskap annarra en sinn eiginn. Þeir gáfu félaginu, sem þeir mynduou, franskt nafn: Campagne Australe, eins og til aö auka viröingu þess. Þeir voru sjálfir ábyrgoarmenn félagsins, en fengu nóg fjár- magn frá hópi vina sinna úr viöskiptalífinu. Eitthvert leyfi urou þeir aö fá til starfsemi sinnar, en þar sem þeir vissu aö hollenzka stjórnin og þingiö myndu þverneita, fór Isaac karlinn framhjá þeim herrum og sneri sér beint til æösta manns ríkisins, sem var Prins Maurice af Nassau, en prinsinn þekkti Isaac gamla og virti hann mikils. Hann gaf þessu nýstofnaöa félagi leyfi til úthafssiglinga og kaupskapar, en í því leyfi hefur ekki veriö fólgiö aö Campagne Austr- ale mætti stunda kaupskap í Austur-lndí- um eoa sigla fyrir Góörarvonarhöföa eoa um Magellansund. Campagne Australe keypti tvö sterk og góö sjóskip. Eendracht var annað- þeirra skírt, þaö var 120 feta langt um sjólínu og 360 tonn aö buroarmagni, en hitt skipiö var skírt eftir heimabæ Schouten skipstjóra og hét Hoorn. Þaö skip var 80 feta langt og 110 tonn eoa ámóta stórt skip og Trinid- ada, flaggskip Magellans. Bæöi Eendracht og Hoorn voru skver- riggarar, eöa meö sama seglabúnaö og síöar var á briggskipum. Möstrin voru tvö, hvort með fjórum þverseglum, en síðan þrjú eöa fjögur stagsegl á bugspjóti og lík- lega messansegl á aftara mastrinu. Skipin voru vel vopnum búin, eins og tíðkaðist um kaupskip á þessum tíma. Á Eendracht voru 19 fallbyssur í vagnstæðum og 12 sem hægt var aö snúa í stæðum og var þeim byssum komiö fyrir á framdekki, sem var upphækkaö, og einnig í lyftingunni aö aft- an. Þessar léttu byssur voru ætlaðar til að fást viö menn, sem kynnu að hrúgast um borö í höfnum og vera meö uppsteyt, eöa villimenn, sem flykktust að skipinu á smá- fleytum sínum og áttu það til að veröa aðgangsharðir. Hoorn var með 8 fallbyssur og 4 léttar byssur. Bæði voru skipin mönn- uð úrvalssjómönnum. Undirbúningur feröarinnar tók tvo mán- uði. Það rikti alger leynd yfir þvi, hvert ferð- inni væri heitið og hver væri tilgangur far- arinnar, til dæmis vissi það enginn af skipshöfnum skipanna. Það var mikið bollalagt um það í Hollandi, til hvaða feröar þessi tvö skip væru aö búast. Segl voru heist til brottfarar á Eendracht og Hoorn í annarri viku júnímánaðar árið Syðsti oddi Suður-Ameríku, Eldlandiö og Hornhöfði, sem er á eyju neðst á kortinu. 1615. Willem Schouten sigldi skipum sin- um suður Norðursjó, kom við í tveimur brezkum höfnum, það vantaði eina skyttu og smið, en hélt síðan áfram suður Kanal- inn og fyrir Landsenda, þar lagöi hann til meðan hann var að kynna mönnum sínum þær reglur sem gilda ættu um borö á sigl- ingu þeirra. Hins vegar lét hann enn ekkert uppi um, hvert ferðinni væri í raun og veru heitið. Schouten sigldi fyrst í suðvestur út á opið Atlantshaf en breytti fljótlega stefnu í suöur, í átt til Afríkustranda, og sigldi suður með allri Afríku. Hann hefur líklega talið vænlegra að taka stefnuna frá syðsta odda Afríku og sigla vestur yfir eftir breiddar- baug, því aö siglingamenn á þessum tíma gátu reiknað út breidd en ekki lengd. Schouten hefur sem sagt haft sömu aðferö og norskir og íslenzkir sæfarar á siglingu milii Noregs og íslands. Þeir lögðu oftast upp úr Norður-Noregi (Stað) og sigldu þá eftir breiddarbaug, sem hlaut að leiða þá til íslands, ef þeir hrektust ekki af leið. Schouten kom við á Cape Verde, en hélt síöan áfram suður með Afríku en fór ekki inná hafnir nema nauðsyn krefði aö endur- nýja vistir, því hann vildi foröast aö skips- höfn hans kæmist á eitthvert slangur. Þeg- ar hann var kominn langleiöina suður með Afríkuströnd, leitaði hann hafnar og birgði sig upp af vistum og lagöi siöan á hafiö vestur um til Ameríku. Þá bar að landi í Port Desire í syðra hluta Patagóníu, og voru þá liðnir sex mán- uöir frá því þeir létu úr höfn í Hollandi. í Port Desire misstu þeir Hoorn í eldsvoða. Þeir höfðu rennt skipunum á land til að hreinsa af þeim botngróður. Þannig hreins- uðu þeir botninn, að þeir létu sjávargróður- inn þorna og brenndu hann svo af. Eldur- inn hefur komizt inná milli plankasam- skeyta, líklega ítjöruhamp (kalfatt) og eldur varð laus inní skipinu og það brann til kaldra kola. Þeir urðu ekki fyrir neinu manntjóni og skipshöfnin af Hoorn flutti sig um borö í Eendracht, þar sem var nóg pláss fyrir þá. Það tókst allt vel til um þrifin á Eendracht og setja það á flot aftur og þeir sigldu af stað á ný og héldu suður með strönd Patagóníu. Þegar þeir höfðu siglt í nokkra daga í suður, kallaði skipstjórinn menn sína saman og tilkynnti þeim hvert ferðinni væri heitið og hvert væri markmið- ið með ferð þeirra. Það vakti mikla gleði með skipshöfninni og hún var öll á einu máli um aö reyna aö leita leiöar suður fyrir Ameríku. Eendracht sigldi fyrir mynni Magellan- sunds og áfram suður á ókunnar slóðir. Þeir gáfu nöfn eyjum, sundum, víkum, flóum, fjöllum og nesum og margar þeirra nafngifta eru enn við lýði, svo sem Staten Island og sundið á milli þeirrar eyjar og meginlandsins kölluðu þeir Le Maire-sund eftir Isaac Le Maire. Áfram héldu þeir suð- ur um sund milli eyja og loks komu þeir á opið haf og það þóttust þeir þá vita, að þeir væru komnir þangað, sem þess væri að vænta að þeir gætu snúið til vesturs og yfir á Kyrrahafið. Þeir sáu það á vindum og sjólagi, að þeir myndu vera á þeim slóðum, þar sem þessi miklu höf mætast. Stormur- inn við Hornhöföa og risaöldurnar, sem einkenndust af sterkum straumi, færðu þeim heim sanninn um, að þeir væru útaf miklu annesi eða komnir í nánd við það. Áfram sigldu þeir enn í suðvestur og nú oftast beitivind, en í miklu norðlægu óveðri neyddust þeir til að hleypa undan um hríð, beint í suður, og misstu við þaö landkenn- ingu. Þann 26. janúar sigldu þeir inná dimm- blátt haf, litaskilin voru þeim auðsæ; þeir voru komnir útaf hinu gráa Atlantshafi inná Kyrrahaf. En þeir voru enn á mótum úthaf- anna og veður og sjór þeim andstætt og land urðu þeir að finna á ný, áður en þeir legöu á Kyrrahafið. Þeir tóku að baksa í noröur. Sú sigling varð þeim erfið. Þeir reyndu aö beita eins mikið vestan viö norð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.