Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 14
VISUR Jón Gunnar Jónsson Meöal hinna læsilegustu bóka, sem komu út fyrir jólin 1981 var Ýmsar veröa ævirnar eftir séra Bolla Gústavsson í Laufási viö Eyjafjörð. Þar segir margt af forvera höfundar þar á staönum, séra Birni Halldórssyni, hihu alkunna sálma- skáldi og höfundi margra vísna og söngkvæöa, sem enn eru vinsæl. Hann var f. 1823, d. 1882, var alla sína embætt- istíð í Laufási, enda var þaö lengi taliö eitt af bestu brauöum landsins, ekki síst vegna dúntekjunnar. Meöal barna hans var Þórhallur biskup, hans sonur Tryggvi ráðherra. — Gríp traustataki eftirfarandi skammdegisvísur, ortar harðindaveturinn 1856. Prestur sló vef, gamall blindur maður lá í kör sinni undir dúnsæng, héldu þó varla á sér hita. Séra Björn orti: Þorri kaldur þeytir snjá, þylur galdra stríða. Linnir aldrei Ýmir sá illu skvaldri hríða. Lengi snivin fósturfoid, fönnum drifin mæðist. Allt, sem lifir ofar mold emjar, bifar, hræöist. Girnast allar elfur skjól undir mjallarþaki, þorir valla að sýna sól sig aö fjallabaki. Vísurnar eru fleiri. Hér eru líka feðraðar vísur, sem lengi hefur verið deilt um, um sumt má enn deila. Hér kemur hin al- kunna vísa um séra Arnljót Ólafsson á Sauðanesi. Hann var atkvæöaprestur og þjóömálaskörungur og umdeildur maður á sinni tíð. Já, mér er um og ó um Ljót, ég ætla 'ann bæði dreng og þrjót. Þaö er í honum gull og grjót, hann getur unniö tjón og bót. þjóöfélagsins, sem hann þurfti að leita til í vandræðum sinum sýndi honum lítinn skilning. Þá varð þessi vísa til: Mannorð hefur mikið ríkt, mína fátækt ekki skilur. Ætli þaö verði ekki líkt þá okkur báða gröfin hylur. Og þessi: Örbirgð þrátt mig elta kann, örmum dátt mig vefur. Ég er sáttur samt viö hann, sem að máttinn gefur. Um hund, sem málgefinn og ráðríkur maöur átti, kvað Sigfús: Sá er oft í svörum klúr Samtímamönnum þótti vísan hitta í mark, en fæstir vissu hver ort hafði. Séra Bolli upplýsir aö hún sé rituö í bréfi frá séra Birni til Páls Ólafssonar skálds. Önn- ur vísa er og feðruð í bókinni, sem lengi hefur landsfræg verið, en ýmsum eignuð. Hún er svona: Aldrei veröur Ljótunn Ijót, Ijótt þó nafniö beri. Ber af öllum snótum snót, snótin blessuð veri. Séra Björn höfundur. Bolli segir aö telpa þessi hafi veriö dóttur mágkonu séra Björns, varö fööur- amma Kristjáns skálds frá Djúpalæk. Sigfús Mikaelsson var Austfiröingur f. 1879, d. 1930. Ein af máttarstólpum Snotur ertu, Snati minn, snjall í gómabrandi. Ertu líkt og eigandinn alltaf sígeltandi. Nú kemur vísa, sem ég hef rekist á í tveimur gerðum, svo líkum aö þaö getur varla veriö tilviljun. Um höfund veit ég ekki. Ónefndur maður orti um ónefnd hjón, sem hann varð samskipa frá Kaup- mannahöfn til Reykjavíkur. Bæði voru sjóhrædd og þyrst í fréttir af slysum, enda áttu þau aldrei von á góöu, skildu ekkert í sjálfum sér aö þau skyldu leggja upp í þessa miklu reisu. Svona er vísan: Ektaparið hengdi haus henti ekkert sjóslys. Hann er alveg húmorlaus, hún meö óverdósis. Úr sömu ferð er þessi. Hagmæltur var að krota á miöa. Kona spuröu, hvað hann væri aö gera. Hann svaraöi samstundis: Drottinn minn. Ég dunda mér deyjandi sem lifandi. Ef að mig ber upp á sker er ég vísu skrifandi. Sami maöur ritaði þessa stöku á munnþurku, sestur um borð í Gullfoss i Kaupmannahöfn: Nú sit ég í Nóaörk, nautna þrengist skórinn. Drottinn blessi Danamörk, dætur lands og bjórinn. Fyrir þremur áratugum orti norðlensk- ur hagyrðingur, Árni Halldórsson, þessa vel geröu og meinlegu vísu um félaga sinn, sem honum þótti of aðfinnslusamur og siðvandur: Þú átt gott að þekkja ei synd, þeir munu fáir vera, sem gallalausa guödóms mynd gegnum lífið bera. Hér er ónefndum manni lýst, hvort sem það er nú í gamni, alvörðu eða hálfkær- ingi. Höfundur ókunnur: Lýsa klækjum hans ei hæfir, heljaræki af löstum ber, málaflækjuíþrótt æfir, oft við skækjur leikur sér. Þá er hér gömul vegavinnustaka: Sá er oft í svörum klúr, síst til verka laginn, Hallur, sem að hellir úr hlandkollum á daginn. J.G.J. Hinn 25. október 1978 skrifar Mari í dagbók sína: „Mér er að veröa þaö Ijóst, aö ég muni aldrei geta uppfyllt allar þær kröfur, sem gerðar eru til „fullorðins" einstaklings. Það er svo óendanlega margt, sem maður verö- ur aö VITA .. . Hvernig á fólk að henda reiöur á öllu, sem það á að vita? ... Hvern- ig á ég, sem veit varla, hvaða ost ég á að velja, þegar ég er að verzla, nokkurn tíma að geta lært aö vita á stundinni, hvaö ég vil og síöan að standa við þaö? ... Þeim mun meira sem ég hugsa um allar kröfurnar, sem aðeins fara vaxandi, eftir því sem, maður eldist, þeim mun örvæntingarfyllri verð ég." Haustiö 1979 hóf Mari nám í byggingar- verkfræöi við Tækniháskólann. Hún gat ekki komizt að í húsagerðarlist. Eftir árið, sem hún var frá námi, hafði lágmarksein- kunn til inntöku í þá deild verið hækkuö, svo þangað gat hún ekki lengur komizt. En bréf hennar og dagbækur fjalla mjög lítiö um námiö. Þau snúast mest um hug- leiðingar varðandi einmanakenndina. Mað- ur eigí aðeins sjálfan sig aö. „Þaö er ekki hægt aö flýja sjálfan sig. Maður veröur að semja frið við sig sjálfan," skrifar hún í bréfi til vinkonu sinnar. Deyfö og leiði — ótti og kvíði í ööru bréft, sem er skrifað til manns, sem hún var oröin ástfangin af, lýsir hún því umkomuleysi, deyfð og leiöa, ótta og kvíöa, sem komi henni til að hnipra sig saman í horni rúmsins, vefja sænginni fast um sig og gráta hömlulaust. „Er ég að verða vitskert?" spyr hún. „Það er ekki hægt að flýja sjálfan sig — og þó, ein leið er fyrir hendi: að hætta að vera til. Minn sjúki heili á eftir að knýja mig til að grípa til þess ráös fyrr eða síðar." Hinn 30. janúar 1980 skrifar Mari um námiö: „Hvernig ætti ég nokkurn tima aö geta ráöiö við þetta?" Og daginn eftir: „Streita — stenzt ég þetta?" í febrúar 1980 sveiflast tilfinningar Mari- ar milli ákaflegrar lífsgleði og sjálfsmorðs- hugleiðinga í alvöru. 14. febrúar 1980: „Indælt að vakna við hliðina á Robban — ég er að verða ástfangin." 18. febrúar: „Langt niðri og á móti öllu — hugsa um sjálfsmorö." 1. marz: „Aö það skuli vera hægt að vera svona óskaplega glöð og ástfangin." í kveðjubréfi 17. marz 1980 skrifar hún: „Ég er full af ótta og kvíða. Það er vegna lítilsviröingar á sjálfri mér. Það ber enginn sök á þessum gjörðum mínum." Síðasta bréfið i þriðja og síðasta kveðjubréfi sínu 18. marz segir hún: „Valið var þá sem sagt ekki á milli ým- issa leiða til menntunar, heldur á milli þess að lifa eða ekki. Hverjum er hægt aö trúa fyrir svo sjúklegum hugsunum?" í seinni hluta bókarinnar skrifar móðir Mariar: „Ég varö vör við eirðarleysi i henni, en ég skildi ekki neitt. Að ég skyldi ekki gera mér grein fyrir því, að það væri alvara á ferðum." Og hún beinir orðum sínum til annars ungs fólks, sem sér sjálft sig í Mari: „Þú verður að leita hjálpar — þú verður að hrópa aí angist, svo umheimurinn skilji." Hún segir frá því, hvernig sér hafi orðið Ijóst þegar eftir lát Mariar, hvernig ætti að vera hægt aö koma í veg fyrir sjálfsmorö. Hún vill stofna samtök gegn sjálfsmorðum. Félagarnir í þeim eiga að hafa reynslu af fólki í sjálfsmorðshugleiöingum, og þaö á að vera hægt aö ná til þeirra nákvæmlega eins og lækna á vakt allan sólarhringinn í síma 90 000. Þeir eiga að vera reiöubúnir að hafa samband við þá, sem „eru í sjálfsmorðs- þönkum", meðan þörf er á, og einnig að hjálpa þeim, sem vilja fá sálfræöilega aö- stoð. „Samfélagið verður að viðurkenna það hreinskilnislega, að sjálfsmorðshugleið- ingar séu venjuleg fyrirbæri," segir hún. „Á þann hátt er hægt aö fá fólk til að líta á það sem eölilegan hlut að leita aðstoðar, áður en vanmátturinn hefur náð tökum á því um of." Þegar ég hitti hana heima hjá henni í Álsten, var hún nýbúin að tala viö móður, sem hafði orðið fyrir því sama og hún. Hún fær bréf frá ungu fólki í alvarlegum sjálfs- moröshugleiðingum og ræöir við þá, sem hafa reynt aö fyrirfara sér. Þeir, sem hún hefur raétt við, hafa ekki þorað eða vogaö sér fyrr aö tala við neinn um hihar „óheim- ilu" hugsanir sínar og tilfinningar. Hún veit, hvernig foreldrar geta, nákvæmlega eins og hún gerði, bandaö frá sér slíkum hugs- unum. „Ég gat treyst Mari," segir hún. „Ég vissi, að hún lyki þv/, sem hún hefði einsett sér. Hugmyndir hennar um, að hún væri van- máttug og veikgeðja, tók ég ekki alvar- lega." Kröfur foreldra „Við, maðurinn minn og ég, væntum okkur mikils af Mari. Við litum á það sem sjálfsagðan hlut, að henni gengi vel. Hún var alltaf svo bráödugleg. Við búum í hverfi betri borgara. Hér í Álsten eru foreldrar nær allra barna há- skólagengnir. Það er sjálfsagt mál, að krakkamir eigi að læra og standa sig vel. Nú, eftir aö þetta skeöi, hef ég minnzt þess, sem Mari sagði oft: „Þaö sem máli skiptir er þó ekki peningar og gott starf. Aðalatriðiö er að njóta lífsins og þykja vænt um hvort annað." Margt ungt fólk þorir ekki aö láta í Ijós dýpstu tilfinningar sínar, því þaö striðir gegn kröfunum um að sýna dugnaö. En við veröum að þora að viöurkenna vanmátt okkar, við verðum að reyna aö rjúfa þá bannhelgi, sem hvílir yfir sjálfs- morðum. Það er þess vegna sem ég vil gangast fyrir stofnun samtVika, sem fólk í sporum Mariar getur leitað til. Það er hægt að koma í veg fyrir flest sjálfsmorö, ef þetta fólk fær aðstoð. Ég er sannfærð um það." — Svá — úr „Dagens Nyheter" Leiðrétting I jólablaði Lesbókar 1981 var mynd af altaristöflu úr kirkjunni að Stafafelli í Lóni og hún ranglega feðruð, — talin eftir Guömund Einarsson frá Miðdal. Benedikt Stefánsson hefur skrifaö Lesbók vegna þessa og skal nú leiðrótt, að altaristaflan er eftir Kristínu Stefánsdóttur frá Hlíð í Lóni. Hún mun máluö veturinn 1948—49, en nokkur systkini Kristínar gáfu kirkjunni verkið. i kirkjunni aö Stafafelli eru raunar tvær altaristöfiur; sú eldri er þó ekki yfir altarinu. Um aldur hennar er ekki nákvæm- lega vitað, ellegar höfund, en trúlega hefur hann verið danskur málari. Hún er gefin til minningar um Högna Jónsson, sem var prestur að Stafafelli frá 1610—36, og konu hans, Herdísi Nikulásdóttur. Á töflunni stendur: „Dissi tvende personer til ære, og kirkens beprydelse". 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.