Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 6
Inga Dóra Björnsdóttir í MINNINGU RAGNHILDAR ÁSGEIRSDÓTTUR Andlit hennar var vefur örfínna þráða sem örlögin spunnu Oft reyndi ég aö rekja þá sundur þráö fyrir þráö í leit sorga sem þögnin ein geymdi En það var sama um hvern ég greip þeir enduöu allir í brosi sem tjáói að Ragnhildur var kona sem óttaöist ekkert (Ragnhildur Ásgeirsdóttir fæddist 16. júlí 1910 aö Hvammi í Dölum, en lést í Reykjavík 22. júlí 1981.) Aslaug Ólafsdóttir EYJAN GRÆNA Drýpur enn og drýpur dreiri í aldna slóð af sama kaleik sýpur enn sorgmædd þjóð. Mynnist sól viö sæ svífa gullin ský yfir borg og bæ brátt dimmir á ný. Glugga gyllir sól og garð með krossa hvíta fallinna feðra ból fræknra og djarfra íta. Sína hildi há hetjur af snauðri þjóð. Járngreip blárri en blá blóð þarf í sinn sjóð. Heyrirðu ekki harmaljóð hörpu vindsins frá. Eyjan græn, eyjan góð á sér frelsisþrá. Sigrún Valgeirsdóttir TIL ÞÍN SEM TEFLIR MEÐ TÓNUM Við leitum að tárum í augnakrók hvors annars Við ýtum sálum okkar inn í hug hvors annars Síðan leggjumst við upp að skjólvegg lióins tíma og reynum að stilla hjörtun í takt Ég tek tvær flöskur af White Bordeaux og helli hægt yfir riddarann hægt, hægt leka droparnir niður Djöfullinn af hverju látum við ekki hvort annaö í friði Erum við svona lélegir taflmenn? Ennþá hefur þó hvorugt tapað peðii Dagbók úr örvæntingu „Mér er að verðaþað Ijóst, að ég muni aldreigeta uppfgllt allarþær kröfur, sem gerðar eru til „fullorðins" einstakl- ings." Þannig skrifaði Mari Uddberg i dagbók sína 25. október 1978 — og 18. marz 1980 batt hún enda á lífsitt. Dagbók Mari Uddberg bregður athgglisverðu Ijósi á sveiflur sálarlífsins, þegar ástandið er orðið sjúklegt og endar með voðaverki. i Svíþjóo kom nýlega út bók, sem ber heitio „Til minningar um Mari". Þar lýsir dagbók hennar þeim hugsunum og tilfinn- ingum, sem leiddu tl sjálfsmorðsins. Um tvö þúsund manns stytta sér aldur á ári hverju í Svíþjóö. Flestir þeirra eru ungir, margir aöeins á gelgjuskeiöi. „Til minningar um Mari" er byggð á dagbókum og bréfum Mariar Uddbergs frá síðustu árunum, sem hún liföi. Hún lýsir einnig viðbrögöum móöur hennar. eftir sjálfsmoro dótturinnar. „Mestu sektartilfinningu hef ég fyrir því, aö ég skyldi ekki skynja nægilega vel og skilja svo margt, sem gat bent til þess, aö eitthvað væri ekki sem skyldi hjá Mari," segir hún. Þaö sem hún lét ekki greinilega i Ijós út á vio, fjallar hún um í dagbókum sínum og bréfum. Þau lýsa köflum í lífi hennar frá árinu 1975, þegar hún var 16 ára, til 18. marz 1980, þegar hún skrifaði síðasta kveðjubréf sitt. 13. maí 1975 skrifar hún ritgerð um efn- iö: „Þannig er ég — sjálfsmynd". „Alla tíð hef ég veriö nokkurn veginn ánægð með lífið þangað til fyrir skömmu, að ég lagðist fyrst í mikið þunglyndi. Það kom ekki til af neinu sjáanlegu. Ég haföi enga beina ástæðu til að vera döpur, held- ur orsakaðist það af einhverju innra með mér... Ég hugleiddi sjálfsmorð, kannski ekki í alvöru, en mér var huggun að þvi' aö vita, aö ég gæti bundiö enda á allt saman, þeg- ar ég vildi." Mari lauk grunnskólanámi með góöum vitnisbdröi. Henni þótti gaman að læra og veittist það auðvelt. í menntaskólanum varð hún að leggja harðar að sér, og ein- kunnirnar fóru lækkandi. Hún fann til streitu og var ekki ánægö með frammi- stööu sína. Hún fékk magabólgu og skóla- læknirinn gaf henni lyf. Lágmarkseinkunnir Hinn 29. september 1977, síöasta ár hennar í menntaskóla, skrifar hún í dagbók sína: „Það hefur ríkt sjúklegur æsingur í bekknum, eftir að við fréttum, að lág- markseinkunnir til að komast í háskóla yrðu yfir 4,5. . . . Nú hefur það allt í einu runnið upp fyrir manni, að það eru þessar endemis ómerkilegu og marklausu tölur, sem ráöa allri manns framtíö." Eftir menntaskólann tók Mari sér hvíld frá námi og byrjaöi að vinna skrifstofustörf hjá Tryggingastofnun ríkisins. Hún fluttist að heiman, vildi standa á eigin fótum. Hún hafnaði skólavist í Tækniháskólanum í Stokkhólmi, þar sem henni bauðst nám í húsagerðarlist. Sumariö 1978 lýsir hún einmanakennd sinni. Henni finnst hún vera reikul í rásinni, stundum er hún lífsglöð, en svo allt í einu „verð ég gagntekin af þessari skelfilegu einmanakennd, sem ég á eftir að berjast gegn allt mitt l/f". Af hverju búa þessi eyð- ingaröfl í líkama mínum? spyr hún. Af hverju vil ég ekki neitt? Mariann, móðir hennar, skrifar um dagbók dóttur sinnar frá þessum tíma: „Ég tók víst ekkert mark á skorti hennar á sjálfstrausti, því henni gekk allt svo vel. Ég áttaði mig ekki á því, að sveiflurnar væru svona miklar í geðinu." Pramh. á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.