Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 9
Svo lá þetta nú niðri um skeio þegar fjárhagur sjónvarpsins versnaði, en hann hefur eitthvaö batnað, og nú standa vonir til, að myndin veröi sýnd meö vorinu. — Hvað þýðir þaö i peningum, að sjón- varpiö taki myndina til sýninga? Stendur það undir kostnaöi hennar? — Nei, því miöur. Eins og samningum kvikmyndageröarmanna við sjónvarp er háttaö nú, greiöir sjónvarpið um 40% af sannanlegum kostnaði við gerð kvikmynd- ar, sm það kaupir af kvikmyndageröar- mönnum utan stofnunarinnar, og þá að því tilskyldu að um frumsýningu myndar sé að ræða. Kvikmyndagerðarmenn sitja eftir sem áður með 60% kostnaöarins á sínum herðum. En ef sjónvarpið kaupir myndina á annað borö, er ef til vill möguleiki á aö hún verði höfð í skiptum fyrir aðrar myndir frá hinum Norðurlöndunum, og við höfum frekar trú á því að svo verði. Og þá horfir strax betur aö minnsta kosti peningalega. En eins og þetta dæmi blasir við, þá er þaö Ijóst aö þaö tekur langan tíma aö ná endum saman, og það eina, sem er í raun- inni hægt aö gera, er aö bíða eftir því aö myndin nái smám saman út, til íslenska sjónvarpins, til erlendra sjónvarpsstöðva; og greiðslur koma því vonandi smátt og smátt. En auövitað er þetta mikil óvissa, sem ræöur ríkjum. — En er þá í raun nokkur grundvöllur fyrir íslenska kvikmyndageröarmenn að gera stuttar leiknar kvikmyndir upp á þessi býtti? — Ef íslenska sjónvarpið er opiö fyrir því aö versla viö einkaaöila í kvikmynda- gerö, þá er auðvitaö grundvöllur fyrir styttri myndum. En þaö gildir auövitaö í þessu sem ööru, aö nauösynlegt reynist aö sníöa stakkinn eftir vextinum. Meira að segja þeir, sem hafa gert íslensku stórmyndirnar á undanförnum árum, eru að verða ragir við að legja í fleiri slíkar. Það sjónarmið hefur komið fram, að markaðurinn sé mett- aöur í bili, og aö aðsókn að annarri stór- mynd á borö við Útlagann myndi bregðast. Þá er auövitaö grundvöllur fyrir styttri myndum, sem ekki er kostað eins mikið til og hentar þeim aöilum sem hafa ekki mikið fjármagn á bak viö sig. — Hvernig finnst ykkur þá að ætti aö standa aö uppbyggngu íslenskrar kvik- myndageröar? — Það er ákveöin stefnumótun í gangi um þessar mundir. Þaö er verið að undir- búa kvikmyndalöggjöf, og í undirbúnings- nefndinni á sæti meðal annarra fulltrúi kvikmyndageröarmanna. Þaö hlýtur að veröa ofan á hér, einsog hjá öllum öðrum þjóöum sem meta kvik- myndagerð einhvers, aö þeir sem glíma viö kvikmyndagerö hafi aögang aö sjóöum og hagstæöum lánum til aö fjármagna gerð sinna mynda. Vandinn var aö búa til tekju- Rætt viö Ernst Kettler og Pál Steingrímsson í Kvik um tilurö myndarinnar og um kvikmyndagerö almennt hér á landi. I fjörunni við Festarfjall. Þorsteinn og selurinn, sem þarna kemur við sögu. stofn, sem stæöi undir stórum hluta kostn- aöarins, en þaö mun hafa orðið ofan á aö taka vissan hluta af veröi hvers aðgöngu- miöa aö kvikmyndahúsum. Þannig ætti að nást það markmiö, sem stefnt er að: aö lána til kvikmyndageröar helming þess kostnaðar, sem gert er ráö fyrir í upphafi, og halda að auki opnum frekari lánmögu- leikum. Meö þessu yröi auövitaö stór hluti vandans leystur, því styrkveítingar hingaö til hafa eingðngu veriö sparöatíningur, og numiö kannski 5% endaniegs kostnaöar. — Hvað teljiö þiö að markaðurinn hér geti tekið margar íslenskar kvikmyndir? Er aðsókn nægilega mikil til aö meirihluti kvikmynda, sem hór eru sýndar, gæti ver- ið íslenskar? — Þaö er ótrúlegur fjandi, hvað íslend- ingar eru sólgnir í íslenskar myndir. Við erum ekki nema 230.000 manna þjóöfélag, en samt eru seldir 80.000 aögöngumiðar á Land ,og syni. Og þótt megi vissulega merkja einhvern afturkipp í aögöngumiöa- sölu, þá er hún engu að síður gríöarlega mikil, þegar íslenskar myndir eru annars vegar. Aösóknin á áreiöanlega eftir að jafna sig aöeins út með tímanum — og þá er mikils um vert aö gleyma ekki styttri myndunum. Það er ábyggilega mikil framtíð í því að gera stuttar skemmtimyndir, t.d. fljótunnar og ódýrar. Sjálfstæðir kvikmyndagerðar- menn geta fengist viö myndir, sem íslenska sjónvarpið annaö hvort getur ekki eða þor- ir ekki að standa að í eigin nafni, en gæti hins vegar frekar keypt. Svo et þvi auövitaö ekki aö leyna, að ef íslensk kvikmyndagerð ætti vísa markaöi á hinum Norðurlöndunum, í Evrópu og jafn- vel Kanada, þá mætti gera hér hvaöa kvikmynd sem vera skal. En þaö er auðvit- aö mikið happdrætti, hvort svo veröur, og hvort hægt sé að treysta á eitthvað þess- háttar í öllum tilvikum. — Þið segiö að kvikmyndageröarmenn geti fengist við myndir, sem sjónvarpið geti ekki eða þori ekki aö gera. Hvað eig- ið þið þar viö? Þýðir eitthvaö fyrir kvik- myndageröarmenn að fást við það, sem sjónvarpið leggur ekki nafn sitt við? — Jú, einmitt þess vegna. Þarna er opinn stórmarkaður fyrir íslenska kvik- myndagerð. Við höfum núna íslenska sjón- varpið annars vegar, og hins vegar eru stóru kvikmyndirnar, 35 mm kvikmyndirn- ar, sem sýndar eru í kvikmyndahúsunum. Þetta er auðvitað tvennt ólíkt. En það er hægt að gera margs konar myndir, skemmtilegar jafnt og alvarlegar, á stuttum tíma og með minni tilkostríaöi en gengur og gerist. Styrkur slíkra mynda gæti til dæmis veriö aö þær tækju fyrir dægurmál eða eitthvaö í þeim dúr — og þá er ekki ónýtt að hafa myndbandavæðing- una í huga. — Og gera þá kannski revíur, sem yröu seldar í myndbandakerfin? — Til dæmis, já. — En svo viö víkjum aftur að „Sess- elju": Eruð þiö ánægðir með árangurinn? — Já, aö minnsta kosti vorum viö ánægöir þegar við sáum árangurinn í heild sinni í tyrsta sinn, og viö erum ekki orönir leiðir á að skoða hana aftur og aftur, eins og við höfum gert býsna oft. Viö erum heldur ekki frá því, að þeir sem stóöu að myndinni með okkur séu ánægðir með árangurinn. Þetta er að vísu ekki venjuleg mynd í þeim skilningi aö menn geti slappað af við aö horfa á hana; hún býöur ekki upp á hraöa atburöarás eða eitthvað í þeim dúr. En þeir sem nenna aö fylgjast meö þessum tveimur persónum, sem myndin segir frá og hlusta á það, sem þær segja, fá trúlega nokkuö mikiiö fyrir sinn snúö. — Í8j SJÁ NÆSTU SÍDU Leikstjórinn bregður sér á bak við kvikmyndatökuvélina. Beðið eftir aö allt verði klárt til töku, en þótt sumar sé, getur orðið napurt undir Festarfjalli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.