Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1982, Blaðsíða 7
Aldrei fyrr í sögunni hafa Vestur- lönd lifað annað eins tímabil hag- sældar og áratugina tvo, frá 1950 til 1970, þegar velmegun fór sífellt vax- andi í þessum heimshluta og jafn- vægi ríkti í efnahagsmálum, með tjl- tölulega litilli verðbólgu og atvinnu fyrir alla. Enda voru menn farnir aö þeirrar auknu velmegunar sem sívax- andi afköst sköpudu, auk þess sem jafnframt var smám saman veriö að stytta vinnutímann. Loks var oft at- vinnúleysi um lengri eöa skemmri tíma. Þegar styrjöldinni lauk, héfst svo fljótlega algerlega nýr þáttur í efnahagsmálum Vesturlanda. Gamla hagfræðikenningin, að auk- in umsvif skapi smám saman aukna kaupgetu og eftirspurn, er áfram í fullu gildi. En nýja hagfræðin má ekki vera að því að bíða eftir þessari þróun, heldur heimtar hún að tyrst sé sköpuð kaupgeta og eftirspurn, sem svo strax kalli á aukin umsvif, og svo kollafkolli. i samræmi við þessa kenningu, sem Hitler praktiseraði fyrstur manna að gagni, var Marshalláætlunin grundvölluð, árið 1950. Með henni færðu Bandaríkjamenn Evrópuríkjum Næst gerum við föstudaginn að laugardegi trúa því, að kreppur heyrðu til liðnum tíma og kæmu ekki oftar. En með áttunda áratugnum fór þetta að breytast. Verðbólga fór vax- andi um öll Vesturlönd og verulegt atvinnuleysi hélt innreið ína. Eðlilegt er því að spurt sé: Hvað hafði farið úr skorðum? Hvað var þetta á sjötta áratugnum og þeim s/öunda, sem ætla má að einkum hafi stuðlað að hinni miklu hagsæld og jafnvægi á því tímabili? Og hvað hafði breyst, sem orsakaði, að á áttunda áratugnum fór að halla á ógæfuhlið? Hér verður ekkí bollalagt um verð- bólguna, heldur eingöngu um hinn þáttinn, atvinnuleysið og það, sem mér virðist vera grundvallaratriði í því efni. Um aldamótin síðustu unnu aðeins 15% íslendinga samtals við iðnir, viðskipti, samgöngur og þjónustu- störf. Allir hinir unnu að landbúnaði, fiskveiðum og fiskverkun, aðallega landbúnaði (68%), þar sem vinnutími var eins og með þurfti hverju sinni. Vinnutími þeirra, sem unnu að iðnum og við verzlun hér á landi á þessum tíma var nálægt tvöfalt lengri en nú gerist. Á tímaskeiðinu frá aldamótum til ársins 1980, er áætlað að þjóðartekjur á mann á íslandi hafi um þaö bil tí- faldast, miðað við fast verðlag. Þetta síðasttalda jafngildir því, að þar sem um aldamótin þurfti 100 menn til að vinna ákveðið verk, þurfi nú aðeins 10, sem svarar aftur til þess, að á þessum 80 árum hafi smámsaman verið hægt að fækka þessum 100 manna hópi um 90 menn. Hér er það aö sjálfsögdu vélvæöingin, sem segir til sín. En hvað varð um þessa 90, sem leystir voru frá fyrri störfum? Þeir fóru í það að fullnægja nýjum þörfum, sem stóðugt urðu til, vegna að gjöf 12 milljarða dollara (1A var kallað lán), auk mikilla fjármuna að auki til viðreisnar Þýskalands sér- staklega. Þetta voru gífurlegir fjár- munir á þessum tíma, sem skattborg- arar Bandaríkjanna fundu rækilega fyrir. Það var fyrst með Marshallaðstoð- inni, sem hjólin fóru að snúst með meiri hraða en áður hafði þekkst. Marshallhjálpin var ekki fyrst og fremst ætluð til þess að bæta úr neyð, heldur til þess að reisa við at- vinnuvegi Evrópu af sem mestri skyndingu. Þess vegna fengu íslend- ingar og Svíar Marshallhjálp, ásamt þeim þjóðum, sem hrjáðar voru af stríðsrekstri. Viðamesta verkefnið var að sjálf- sögðu að endurreisa það, sem eyði- lagt hafði verið í stríðinu. Annað var að byggja yfir fjölgun íbúanna á stríðsárunum. Á þetta ekki síst við um ísland, þar sem byggt hefur verið yfir svo að segja alla þjóðina. Síðan kom hvað af öðru, eftir því sem efna- hagur rýmkaði. Þegar svo leið á 6. áratuginn og tekjur fóru sífellt vaxandi um Vestur- lönd, opnuðust möguleikar til að full- nægja nýjum þörfum, bæði þeim, sem verið höfðu til fyrir, en engin til- tök höfðu almennt verið að uppfylla, vegna mjög takmarkaðrar kaupgetu, svo og alveg nýjum þörfum, sem smám saman urðu til við þær alls- nægtir, sem nú gengu í garð. Jafnhliða þessu gerðist þad að sjálfsögðu, ad framleiðsla allra þess- ara lífsgæða, skapaði atvinnu fyrir ótólulegan fjólda fólks, sem annars hefói þegid einhverja borgun fyrir að gera ekki neitt. Þegar svo leið að lokum 7. áratug- arins hafði það gerst í fyrsta sinni í sögunni, að sú draumsýn kynslóð- anna var orðin að veruleika um Vest- Nú er svo komiö víöa um Vesturlönd, að hinn almenni borgari á hús og bíl og öll hugsanleg tæki, sem gera lífið þægilegra. En þá sýnir það sig, að til að viðhalda þessum lífskjörum, þarf færra fólk - framleiðslan dregst saman og atvinnuleysi er afleiðingin. urlönd, að sérhver heilbrigður, vinnu- fær maður, nyti þeirra lífskjara, sem efnamenn einir áttu kost á fyrir fáum áratugum. Auk munaðar í matföng- um, húsnæði og búnaði, var. t.d. kominn einkabíll fyrir hverja fjöl- skyldu, sími á hvert heimili, útvarp, sjónvarp og hljómtæki í hverja vist- arveru, og allskonar rafmagnstæki til hjálpar við heimilisstörfin voru orðin almenningseign. Hér við bætist að ferðalög, jafnvel til fjarlægra landa, voru á allra færi, svo og bókakaup og hverskonar menningarnautn og lysti- semdir, sem flest var áður sérréttindi fárra útvaldra. Þá sýndi það sig víðast á Vestur- löndum og á vafalaust einnig eftir að sýna sig á íslandi, þegar bygginga- framkvæmdum linnir, að til þess að viðhalda þessum lífskjórum, þurfi ekki allt það fólk, sem nauðsynlegt var meðan á uppbyggingunni stóð. Sjálfsögð afleiðing þess var svo, að atvinnuleysi fór að gera vart við sig. Nú kom það tram, sem vita mátti fyrir, að kaupgeta verður ekki virkjuð eins og áður, eftir að „fyrirliggjandi þörfum" hefur verið fullnægt að veru- legu marki. Þá er hætt við að of stór hluti af tekjum of margra verði að sparifé, sem enginn sér sér hag í að nýta, því að fólk kaupir ekki viðstöðu- laust bila og frystikistur, eins og er um daglegar nauðsynjar, svo sem brauð og fisk. Þar með dregst fram- leiðsla þessara þarfa líka sjálfkrafa saman og atvinna við framleiðslu þeirra minnkar. Nú vantar þannig nýjar þarfir í stór- um stíl. Eitthvað, helst fjölmargt, sem er til ánægju og léttir lífsbaráttuna, og sem fjöldi fólks fær jafnframt vinnu við að framleiða og koma á framfæri, eins og var um það fjöl- marga sem mönnum bættist á 6. og 7. áratugnum. En fátt slíkra nýjunga er nú í sjónmáli, enda með ólíkindum að slíkt gerist linnulaust. Hvað er þá til ráða? Aðeins gamla slæma úrræðið, að borga fjölda fólks fyrir að gera ekki neitt? Vilji fleiri komast að verki heldur en þörf er fyrir, er viðbúið að það eitt geti orðið þeim að liði, sem útundan eru, að fá aðra úrlausn um vinnu. Því að svo sem gefur að skilja, hefur aldrei tekist að leysa þessi mál til frambóðar með hagstjórnartækjum stjórnvalda, og nýja hagfræðin (Keynes) bætir hér ekkert um. Úrlausnin hlýtur því að vera beint framhald þess, sem hefur verið að gerast um langan aldur, enda at- vinnuleysið nú trúlega ekkert stund- arfyrirbæri, heldur munu hér enn vera að koma fram sjálfsagðar afleið- ingar vélvæðingar og stöðugt auk- inna afkasta, og ætti reyndar að vera gleðiefni, ef mannfólkið þekkti sinn vitjunartíma: Þessi úrlausn er nú sem fyrr, aö skipta þeirri vinnu sem gefst milli allra þeirra, sem vitja vinna. Við skul- um muna, að hvað sem líður þætti vinnunnar í fræðum Adam Smiths, er maðurinn ekki markaðsvara, heldur tilgangur alls sem gert er. Sá aukni launakostnaður, sem af því leiddi að greiða óbreytt vikukaup fyrir stytta vinnuviku, ætti ekki að verða þungbær, þar sem atvinnubæt- urnar, sem víða slaga hátt í verka- laun, féllu þá niður. Það þarf stöðugt færri og færri til að fullnægja öllum þörfum fleiri og fleiri. Frá aldamótum hefur vinnudag- urinn verið styttur um helming á Vesturlöndum og laugardagurinn gerður að sunndegi. Nú mundi líklega víða hæfa um sinn að gera föstudag- inn að laugardegi, og stytta þannig vinnuvikuna um hálfan dag. Björn Steftensen 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.