Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Side 10
v-----------\/-
Útsýni úr stofu.
Eitt af málverkum
Ragnheiöar
frá síöustu
árum hennar.
á mann eins og hreytingar í dansi fremur
en meitlaður þungi“.
Sýning Ragnheiðar kom líkast ferskum
gusti í einhverju mesta sýningarflóöi
sjöunda áratugarins en heilar ellefu einka-
og samsýningar munu hafa opnaö um svip-
aö leyti, — og alveg óvænt bar þessi
óþekkta stærð úr vestrinu af þeim flestum
og jók mönnum trú á málverkið.
Ragnheiöur varð fljótlega meðlimur Fé-
lags íslenskra myndlistarmanna eftir að
hún fluttist heim og leiö ekki á löngu áöur
en óskaö var eftir þessari traustvekjandi
konu til ábyrgðarstarfa innan félagsins.
Starfaöi hún í sýningarnefnd í nokkur ár og
mun hafa verið formaður eitt áriö. Ég minn-
ist þess vel, hve gott var að fá þennan nýja
starfskraft í það vanþakkláta starf sem þaö
jafnan er, að velja og hafna myndum
starfsbræöra sinna á sýningar. Um heiðar-
leika hennar og góöa dómgreind efaðist
ábyggilega enginn, hún var róleg en ákveö-
in í skoöunum ef því var að skipta, —
sjálfstæö í mati sínu og lét engan segja sér
fyrir verkum. Hún var þannig stór í sniðum
og maöur vissi hvar maður hafði hana.
Þaö var aöallega vegna starfa Ragnheið-
ar í sýningarnefnd aö meö okkur tókust
nokkur kynni, en einnig sá ég henni alloft
bregöa fyrir í Sundlaug Vesturbæjar, þar
sem hún mun hafa veriö tíöur gestur.
Stundum tókum við tal þar og ræddum þá
aðallega um félagsmál myndlistarmanna,
en þar fóru skoðanir okkar um margt sam-
an. Ragnheiði mun hafa runniö til rifja hve
frumstæð félagsmál ísl. myndlistarmanna
voru og hvernig jafnvel einföldustu hags-
munaleg atriði vöfðust fyrir mönnum og
hve samtakamáttur þeirra var lítill. Hún var
aö ég held meö umboð fyrir ameríska olíu-
liti, sem hún flutti inn og notaöi sjálf en fór
svo smátt og smátt aö láta félaga sína
njóta góös af og seldi þeim meö lágmarks-
álagningu og ræktaði þar eiginlega sjálf-
sagt hlutverk FÍM. Var þaö mikill fjárhags-
legur ávinningur í formi sparnaöar fyrir
listamenn að verzla við hana og voru marg-
ir henni mjög þakklátir fyrir framtakiö, svo
sem nærri má geta.
Svo vel bar Ragnheiður sig er ég sá
hana nokkrum mánuöum fyrir andlát henn-
ar í Vesturbæjarlauginni, aö ég hefði
naumast trúaö því ef einhver hefði sagt
mér að þar færi kona um sextugt og heföi
mér þótt öllu trúlegra að hún væri aö nálg-
ast fimmtugsaldurinn.
— Frá fyrstu sýningu. Ragnheiöar
Jónsdóttur Ream hérlendis og til andláts
hennar liðu einungis tíu ár, en þessi áratug-
Ragnheiöur ásamt mynd, sem unnin er undir
merki abstrakt expressjónisma. Ragnheíður hafði
samt oftast fyrirmyndir úr landslagi, þegar hún vann
myndir í þessum stíl.
Teikning eftir höfund Ijóðsins
Úlfur Ragnarsson læknir:
Til ættjarðarinnar
Sé ég grund
safagræna.
Samt ertu ættjörö
í öngum þínum.
Sé ég lauk
mót Ijósi spretta.
Samt ertu þreytt
og þungbúin.
Gauk heyri ég
gala í suðri.
Samt býr þér uggur
í andlitsdráttum.
Vor glitrar
í vatnaspeglum.
Seg mér:
Hvaö syrgir þig?
ur var virkasti áratugur hennar í list og
starfi. Einkasýningar hennar urðu þrjár og
þar af ein stór í Norræna húsinu, — þá var
hún þátttakandi í sumarsýningu Norræna
hússins 1976. Hún var og þátttakandi í
fimm Haustsýningum FÍM og sumarsýningu
Myndlistarhússins á Miklatúni 1973. Þá var
henni boðið að vera með i sýningunni „8
islandske kunstnere", Bergen, Kiruna og
Luleá árið 1975. Á þessum stutta starfsferli
listakonunnar testu mörg söfn sér myndir
hennar, svo sem Bergen Billedgalleri,
Listasafn íslands, Listasafn alþýðu, Lista-
safn Árnessýslu, American University
Collection, Listasafn Reykjavíkurborgar og
Listasafn Kópavogs. Upptalningin sýnir
glögglega hvílikrar viröingar og viöurkenn-
ingar hún uppskar meö verkum sínum og
athafnasemi, sem var mjög aö makleikum.
Ferill Ragnheiöar er jafnframt lýsandi
dæmi þess hve langt má ná með ró og
æöruleysi, stefnúfestan er þá meginatriöiö,
starfið borið uppi af áhuga og kjörorðið:
„Festina lente" — Flýttu þér hægt ...
Ragnheiður fór ekki í launkofa meö þaö,
að þeir amerískir myndlistarmenn er hún
mat einna mest, voru þeir Mark Rothko og
Richard Diebenkorn og varð hún einkum
fyrir beinum áhrifum af þeim síöasttalda.
Þessir tveir menn spönnuöu miklar and-
stæöur í málverkum sínum, þótt aöalatriöiö
hjá báðum væri sterk og rismikil burðar-
grind. Svo var einnig með málverk Ragn-
heiöar Ream þótt liturinn væri aðal þeirra
ásamt ríkri kennd fyrir íslenskri náttúru.
Dauðinn heimti drjúgan toll frá íslensku
málverki, er Ragnheiöur Jónsdóttir Ream
lést hinn 22. desember 1977.
Bragi Ásgeirsson
10